Jæja Jóhannes, Firehawk var á undan mér en þetta er rétt hjá honum, þetta eru upplýsingarnar sem eru á plötunni : hvernig boddý og vél (L6 eða V8), hvenær framl. hvernig innrétting og litur.
Ástæðan fyrir tveimur ZZ er að það var ekki viniltoppur á þessum bíl, ef svo hefði verið hefði staðið t.d. Z2.
Þessi British green er dökkgrænn sanseraður litur og mér finnst hann flottur, þannig að ég skora á þig að mála hann í þeim lit.
Það er ekki hægt að sjá hvaða vél var upprunalega nema hafa svokallaða protect-o-plate sem er svipuð plata og þessi í hvalbaknum, hún segir til um vél, kassa, hásingu o.fl., og fylgdi hún með bílunum þegar þeir voru nýjir og var hún laus á pappaspjaldi og þess vegna týndist hún yfirleitt.
Svavar vinur minn sem á 69 græna Camaroinn á svona plötu yfir sinn bíl og er það eina platan sem ég hef séð.