Kannski skýrir þetta eitthvað:
Þessi bíll var dálítið merkilegur fyrir þær sakir að hann kom nýr til landsins og var þ.a.l. "export" útgáfa og m.a. með km. mæli. Það er rétt að hann var dökkblár og á honum var lengi númerið Y-69. Ég eignaðist hann haustið ´87, vélarlausan og í hálf döpru ástandi. Setti í hann 318 vél og meira dót úr ´72 Challenger, Kalli málaði gula litinn og útkoman varð bara nokkuð góð. Myndin hér að ofan virðist tekin meðan ég átti hann.
Nokkrum árum áður átti ég svo 1971 Chargerinn sem er nefndur hér að framan. Sá var "fully loaded" upphaflega gunmetal grár en seinna svartur. Mynd í myndasafni Mola. Sá sem ég seldi þann bíl flutti hann til Danmerkur. Eignaðist síðan gula Challengerinn uppúr 1990 og þvældi honum líka til Danmerkur. Nokkrum árum seinna hitti ég þennan ágæta mann og spurði hann um bílana. Þeir enduðu báðir í Svíþjóð, Challengernum var breytt í keppnisbíl en eitthvað vissi hann minna um Chargerinn.
Þó þessi náungi sem er enn búsettur í Danaveldi hafi flutt út tvo Mopara fyrir 15-20 árum hefur hann nú líka flutt inn a.m.k. 1 stk. því hann á hérna heima gula 1970 340 blæju Challengerinn. En það er önnur saga...