Author Topic: Dodge Challanger 1974?  (Read 3811 times)

Anonymous

  • Guest
Dodge Challanger 1974?
« on: November 27, 2005, 23:03:58 »
Man einhver eftir bláum challanger með svörtum vinyltopp með 360 vél og sjálfskiptur fyrir ca 10 til 12 árum?Bara spá hvað varð um hann.Hann var pottþétt árgerð 1974.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Dodge Challanger 1974?
« Reply #1 on: November 28, 2005, 00:46:17 »
var ekki eini ´74 Challengerinn sem nokkurntíman hefur verið hér á skerinu seldur á norðurlöndin? (Noregs, Svíðþjóðar eða Færeyja?)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Anonymous

  • Guest
Dodge Challanger 1974?
« Reply #2 on: November 28, 2005, 13:26:15 »
skv. bifreiðaskrá er þessi challi skráður ónýtur '92 og síðasti skráði eigandi með búsetu í danaveldi

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Dodge Challanger 1974?
« Reply #3 on: November 29, 2005, 22:30:10 »
jæja, skv. mínum heimildum fór eini ´74 Challengerinn úr landi og til Noregs. Hann var víst fluttur inn nýr af lækni sem notaði hann sem vinnu- og fjölskyldubíl, seinna lenti hann í slæmum árekstri. Skipt var um grindarbita og var bíllinn réttur og málaður blár, þáverandi eigandi flutti til Danmerkur og seldi bílinn, eftir þar var hann málaður gulur. Seinna eignaðist annar maður bílinn og flutti bílinn út til Noregs ásamt ´71 383 Charger SE. Vona að ég sé að fara með rétt mál!

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline hilmar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Dodge Challanger 1974?
« Reply #4 on: November 30, 2005, 23:39:40 »
Kannski skýrir þetta eitthvað:

Þessi bíll var dálítið merkilegur fyrir þær sakir að hann kom nýr til landsins og var þ.a.l. "export" útgáfa og m.a. með km. mæli.  Það er rétt að hann var dökkblár og á honum var lengi númerið Y-69.  Ég eignaðist hann haustið ´87, vélarlausan og í hálf döpru ástandi.  Setti í hann 318 vél og meira dót úr ´72 Challenger, Kalli málaði gula litinn og útkoman varð bara nokkuð góð.  Myndin hér að ofan virðist tekin meðan ég átti hann.  

Nokkrum árum áður átti ég svo 1971 Chargerinn sem er nefndur hér að framan.  Sá var "fully loaded" upphaflega gunmetal grár en seinna svartur.  Mynd í myndasafni Mola.  Sá sem ég seldi þann bíl flutti hann til Danmerkur. Eignaðist síðan gula Challengerinn uppúr 1990 og þvældi honum líka til Danmerkur.  Nokkrum árum seinna hitti ég þennan ágæta mann og spurði hann um bílana.  Þeir enduðu báðir í Svíþjóð, Challengernum var breytt í keppnisbíl en eitthvað vissi hann minna um Chargerinn.

Þó þessi náungi sem er enn búsettur í Danaveldi hafi flutt út tvo Mopara fyrir 15-20 árum hefur hann nú líka flutt inn a.m.k. 1 stk. því hann á hérna heima gula 1970 340 blæju Challengerinn.  En það er önnur saga...