Ef það væru engar æfingar, hvort væru fleiri eða færri í klúbbnum?
Þetta er gott markaðstól til að fá fólk á staðinn og sjá framförina sem hefur verið á brautinni og aðstöðunni í kringum hana,
Allir sem ég veit um að hafa mætt hafa verið hæstánægðir með actionið,
Það sem ég vona að þið sjáið er að bílaáhugi á íslandi er í algjöru hámarki núna, menn eru allir að koma til að gera almenna bíla samkeppnis hæfa og farnir að tjúna af einhverju vitneskju ekki bara kaupa það sem er út í búð,
og þar sem að það eru bara til núna tvær leiðir til að leika sér (kvartmílu æfingar og núna go-kart æfingar) þá er allt að gerast myndi ég segja
Föstudagsæfingar eru orðnar eins og bíladagar, sumarið er ekki það sama án þeirra, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þær verða ekki,
Ég vil ekki vera með leiðindi en hversu margir voru það í klúbbnum sem notfærðu sér föstudagsæfingar? Stundum fannst manni bara guttar af götunni vera að nota tækifærið.