Recent Posts

Pages: 1 ... 4 5 [6] 7 8 ... 10
51
Fréttir & Tilkynningar / Félagsfundur 23. apríl kl. 20:00
« Last post by SPRSNK on April 23, 2018, 10:16:51 »
Félagsfundur veður haldinn mánudaginn 23. apríl kl. 20:00 í félagsheimilinu.

Fundarefni:

Keppnishald
- getum við fengið fyrirtæki til að styrkja keppnishaldið?
- er orðið tímabært að greiða sjálfboðaliðum ómakið?
- keppnisgjald ársins

Brautardagar
- drifið áfram af áhugasömum félagsmönnum
- lágmarksmönnun nauðsynleg
- samræmd vinnubrögð
- sameiginleg ábyrgð og virðing

Vinnudagar
- frágangur við brautir
- viðhald mannvirkja og búnaðar
- mála félagsheimili að utan
- tiltektir

Félagsstarf



52
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Helztu öryggisreglur fyrir bíla í kvartmílukeppni
« Last post by Phillnut on April 19, 2018, 06:36:31 »
Það er mjög mikilvægt. Það hjálpaði mér mjög mikið.
53
Ford / Mustang sýning 5.maí
« Last post by Buddy on April 18, 2018, 19:47:32 »
Laugardaginn 5.maí mun Brimborg og Íslenski Mustang klúbburinn halda sýningu á Ford Mustang bílum í Ford sýningarsal og kjallara(sýning á 2 hæðum) Brimborgar á Bíldshöfða 6, opið verður frá kl.10-16:00 og að sjálfsögðu er frítt inn.
Sýning sem enginn ætti að missa af!

On Saturday May 5th Brimborg and Icelandic Mustang club will host a car show displaying Ford Mustangs in Brimborgs Ford showroom and cellar (2 floor show) at Bildshofdi 6 (110 Reykjavik), opening hours are 10:00-16:00 and of course entry is free.

Hér er linkur á viðburðinn á Facebook

https://www.facebook.com/events/618815465117636/

The Mustang show by Birgir & Björn Kristinsson, on Flickr
54
Almennt Spjall / Vulcanol frá CRI
« Last post by SPRSNK on April 16, 2018, 18:20:17 »
Ef að áhugi er fyrir þá geta félagsmenn í Kvartmíluklúbbnum fengið keypt Vulcanol (methanol) frá CRI af dælu í Reykjavík.
Þeir sem áhuga hafa þurfa að skrá sig fyrirfram hjá klúbbnum sem kemur upplýsingum áfram til CRI sem þá opnar fyrir kaupheimild viðkomandi.

Sendið upplýsingar til: ingimundur@shelby.is

http://carbonrecycling.is/vulcanol/

55
Yfirlit yfir helztu öryggisreglur fyrir bíla í kvartmílukeppni, tekið saman af vef AKÍS og FIA:

Allir keppendur:
• Hjálmur skylda, skv. hjálmareglum FIA/AKÍS (AKÍS)
• Hálskragi SFI 3.3 skylda (AKÍS)
• Lokaðir skór, síðar buxur og langar ermar skylda (FIA)
• Felguboltar skulu ná að minnsta kosti þvermál sitt sitt inn í sexkant hluta felguróa (FIA)
• Ef sjálfskipting er óvarin í rými ökumanns, hlífðarjakki/-buxur skv SFI 3.2A/15 og hanskar/skór skv.SFI 3.3/5 skylda (FIA)

Tímar 13.99sek og neðar (8.59sek í 1/8):
• Hlífðarjakki SFI 3.2A/1 skylda ef bíll er búinn nítró, blásara eða túrbínu sem ekki er óbreytt frá framleiðanda [OEM] (FIA)
• Ef hvalbakur er opinn/breyttur eða úr þynnra en 0.6mm stáli og bíll er búinn nítró, blásara eða túrbínu, hlífðarjakki SFI 3.2A/5 og hanzkar SFI 3.3/1 skylda (FIA)
• Lokaður hjálmur skylda, ef bíll er opinn (FIA)
• Drifskaftslykkja að framan skylda ef bifreið er á slikkum, 50 mm breið og staðsett minna en 152 mm aftan við fremri hjöruliðskross (FIA)

Tímar 13.49sek og neðar (8.25sek í 1/8):
• Sex punkta veltibogi skylda í blæjubílum – engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• SFI 18.1 vottuð bílbelti skylda í blæjubílum (FIA)

Tímar 11.99sek og neðar (7.49sek í 1/8):
• Hlífðarjakki SFI 3.2A/1 skylda (AKÍS)
• Skrúfaðir málmventlar skylda, nema bíll sé útbúinn óbreyttum dekkjaþrýstiskynjara frá framleiðanda (FIA)
• Hlífðarhanzkar SFI 3.3/1 og armólar skylda, ef bíll er opinn. Armólar stilltar þannig að hendur fari ekki út fyrir grind eða veltibúr (FIA)

Tímar 11.49sek og neðar (7.35sek í 1/8):
• Sex punkta veltibogi skylda – allir bílar, engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• SFI 18.1 vottuð bílbelti skylda (FIA)
• Drifskaftslykkja að framan skylda, 50 mm breið og staðsett minna en 152 mm aftan við fremri hjöruliðskross (FIA)
• Svinghjólshlíf skylda skv. SFI 6.1, 6.2 eða 6.3 (FIA)
• Svinghjól og kúpling skylda skv. SFI 1.1, 1.2 (FIA)

Tímar 10.99sek og neðar (6.99sek í 1/8):
• Fullt veltibúr (með SFI 45.1 bólstrun á hjálmsvæði) skylda í blæjubílum, eða við 135mph – engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• Fullt veltibúr (með SFI 45.1 bólstrun á hjálmsvæði) skylda nema hvalbakur og gólf sé óbreytt frá framleiðanda, þá við 9.99sek eða við 135mph – engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• Sveifaráss “harmonic balancer” skylda skv. SFI 18.1 (FIA)
• “Aftermarket” öxlar með öxulfestingum skylda ef drif er læst [ekki bara fyrir spool] (FIA)
• Sjálfstæðri afturfjöðrun þarf að skipta út fyrir hásingu nema efri/neðri spyrnur séu báðar til staðar.
Séu báðar spyrnur til staðar, öxullykkjur 25mm breiðar skylda báðum megin (FIA)
• Svinghjólshlíf (kúplingshússhlíf) skv. SFI 4.1 skylda, eða við 135mph (FIA)
• Ef bíll er sjálfskiptur er skiptingarhlíf SFI 4.1 skylda (FIA)

Tímar 9.99sek og neðar (6.39sek í 1/8)
• Fullt veltibúr skylda, eða við 135mph (með SFI 45.1 bólstrun á hjálmsvæði) – engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• Glugganet SFI 27.1 skylda, eða við 135mph (FIA)
• Útsláttarrofi fyrir rafmagn skylda ef bíll er með rafgeymi, eða við 135mph (FIA)
• Ef bíll er sjálfskiptur er “flexplata” SFI 29.1 og flexplötuhlíf SFI 30.1 skylda, eða við 135mph (FIA)
• Lokaður hjálmur skylda (FIA)
• Hlífðarjakki og hlífðarbuxur SFI 3.2A/5 og hanzkar skylda skv. SFI 3.3A/1, eða við 135mph (FIA)
• Hlífðarjakki/-buxur skv SFI 3.2A/15 og hanskar/skór skv. SFI 3.3/5 skylda, ef:
- bíll er opinn og vél framan við ökumann búin nítró, blásara eða túrbínu (FIA)
- hvalbakur er opinn/breyttur eða úr þynnra en 0.6mm stáli og bíll er búinn nítró, blásara eða túrbínu (FIA)
• Heill hlífðargalli skv. SFI 3.2A/15 og hanskar/skór skv.SFI 3.3/5 skylda ef bíll brennir alkóhóli og er búinn blásara eða túrbínu (FIA)
• Fallhlíf skylda ef hraði yfir 150mph (FIA)
• Veltibúr með ökumannsvörn skv. SFI 25.4B til SFI 25.6 skylda ef bíll er fljótari en 8.50sek (u.þ.b. 5.43 í 1/8) (FIA)

Þessi samantekt nær ekki til fljótari bíla en 7.50sek (4.49sek í 1/8), bíla með Vankel vél eða aftermarket plánetugír
né Altered Car / Funny Car / Roadster
56
Þegar þetta er skrifað eru komnar 15 eða fleiri skráningar í öll kvartmílumót sumarsins og 9 skráningar í áttungsmílumótið í júlíbyrjun.
Gott að fara inn í sumarið með svona góðan grunn í farteskinu.
Klúbburinn hefur komið til móts við óskir félagsmanna og veitir nú veglegan afslátt af keppnisgjöldum en einungis ef keppendur eru tilbúnir að skuldbinda sig fyrirfram og skrá sig í keppnir sumarsins fyrir lok aprílmánaðar.
Keppnisgjöld eru aftur á móti mun hærri ef að keppendur skrá sig ekki fyrr en síðustu dagana fyrir keppnir.
Við bendum áhugasömum á að hafa þetta í huga.

Keppnisgjöld:
5.000 kr. keppnisgjald í forskráningu til 30. apríl 2018
8.000 kr. almennt keppnisgjald sem gildir að skráningarfresti 10 dögum fyrir hverja keppni
11.000 kr. keppnisgjald í eftirskráningu síðustu 10 dagana fyrir keppni.
Keppnisskírteini AKÍS/MSÍ innifalið
57
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Íslandsmót í sandspyrnu - 1. umferð 2018
« Last post by SPRSNK on April 11, 2018, 11:31:01 »
Íslandsmót í sandspyrnu
Laugardaginn 28. apríl 2018 fer fram 1. umferð íslandsmótsins í sandspyrnu 2018 í sandspyrnugljúfrinu á Kvartmílubrautinni.

Skráning og keppnisgjald:
Forskráningu lýkur þriðjudaginn 24. apríl kl. 23:00 - keppnisgjald kr. 5.000
ALmennri skráningu lýkur föstudaginn 27. apríl kl. 16:00 - keppnisgjald kr. 8.000
Innifalið í keppnisgjaldi er keppnisskírteini AKÍS/MSÍ kr. 1.000

ATH!! skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd

Skráning fer fram á AKÍS síðunni - bæði byrir bíla og mótorhjól:
http://skraning.akis.is/keppni/95

FB viðburður:
https://www.facebook.com/events/542464689433918/
58
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Keppnisdagatal 2018
« Last post by Valiant´69 on April 04, 2018, 10:04:55 »
Ok takk fyrir það. FG.
59
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Keppnisdagatal 2018
« Last post by SPRSNK on April 03, 2018, 17:27:43 »
Það verða settar á æfingar í sumar og tilkynntar hér á spjallinu, á FB síðun klúbbsins og á heimasíðu

Spyrnuhópur sér um að setja kvartmíluæfingar á dagskrá

Kv, IH
60
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Keppnisdagatal 2018
« Last post by Valiant´69 on April 03, 2018, 14:30:28 »
Sælir félagar, er einhvers staðar á þessari síðu plan um æfingar eða brautardaga í sumar (2018)
ég þóttist hafa séð það hérna fyrr í vetur en get ekki fundið það núna. Þá er ég að tala um" Kvartmílu".

   Með kveðju FG.
Pages: 1 ... 4 5 [6] 7 8 ... 10