1
This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.
Kristján Jónsson, þekktur sem Stjáni Meik, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ 28. desember sl.
Kristján fæddist í Reykjavík 26. febrúar 1942. Foreldrar hans voru Jón „kadett“ Sigurðsson og Sigríður Kristjánsdóttir Barr frá Hjöllum í Ögurhreppi. Kristján ólst upp á Akranesi hjá móður sinni.
Hann fékk snemma áhuga á bílum, mótorhjólum og vélum. Hann undi sér löngum stundum á bifreiðaverkstæði og fékk snemma viðurnefnið Stjáni Meik vegna fimi sinnar við að smíða hluti og finna lausnir á verkefnum.
Kristján vann meðal annars á verkstæði Bandaríkjahers og í smiðjum. Á árinu 1975 hóf hann rekstur bílaþjónustu við Súðarvog með félögum sínum og var viðloðandi hana í yfir 20 ár.
Kristján var einn af stofnendum Fornbílaklúbbs Íslands árið 1977.
Kristján var tvíkvæntur og eignaðist sex börn. Fyrri kona hans var Guðbjörg Guðrún Greipsdóttir. Seinni kona hans var Björg Ólína Júlíanna Eggertsdóttir, saumakona úr Reykjavík.
Útför Kristjáns fer fram frá Keflavíkurkirkju 15. janúar kl. 13.
Eldur kviknaði í glæsilegri Pontiac bifreið í Hveragerði í gærkvöldi. Eigandinn hafði keypt bílinn notaðan en samkvæmt lögreglu var bíllinn bilaður þegar eigandinn keypti hann.
Eigandinn hafði gert hann upp og mun hafa ætlað að prufukeyra hann í gærkvöldi. Ekki er ljóst hvað gerðist svo en eldur kviknaði mjög snögglega undir vélarhlíf bílsins. Lögreglan á Selfossi var fyrir tilviljun stödd rétt hjá þar sem kviknaði í bílnum.
Þeir komu á vettvang og reyndu að slökkva eldinn með slökkvitæki en það tókst ekki. Kalla varð því út slökkviliðið sem tókst að slökkva eldinn á innan við tíu mínútum. Bíllinn er þó stórskemmdur - hugsanlega gjörónýtur. Það er því ljóst að eigandinn situr eftir með sárt ennið.