1
Bílarnir og Græjurnar / Re: Road Runner 70
« on: December 19, 2009, 23:06:12 »'Eg kannast svolítið við þennan Road Runner sem um er rætt hérna. Viggo Guðmundsson sem flutti inn 440 six-pack Challann átti þennan Road runner um tíma, mig minnir að hann hafi komið úr Sölunefndinni og var hann þá Hemi orange á litinn 4 gíra og með 383 og hvíta innréttingu. Ekki líkaði Viggó liturinn og sprautaði hann hvítann. Fórum við marga skemmtilega runta á þessum bíl. Seinna sá ég svo hluti úr þessum bíl hjá Danna Hlíðberg sem átti þennan bláa um tíma. Flott uppgerð á þessu hjá þér!!
Það er gaman að fá sögur af þessum bíl, hef mikið heyrt talað um þann hvíta, og sagan er sú að hann þótti mjög flottur og vakti mikkla athygli. Ég man sjálfur fyrst eftir þessum bíl þegar Danni átti þann bláa. Man ekkert hvort það var fyrir eða eftir en þeir voru sameinaðir. Veit eitthver hvenær það var?