Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Chevygeir

Pages: [1]
1
Ford / Re: Fox body á ja.is 360°
« on: January 02, 2014, 19:03:12 »
Staðan er sú að hann keyrir, beygjir og bremsar. Útlitslega er hann að verða soldið mikið slappur, vínillin að flagna af og lakkið ónýtt. Bíllinn er á númerum og ætlunin er að halda honum á götuni. Ætli maður reini ekki að skipta um vínilinn í ár, orðið full ljótt að hafa þetta svona. Að innan er hann þokkalegur miðað við aldur, soldið upplitað áklæðið á sætunum en annars nokkuð góður.

2
Ford / Fox body á ja.is 360°
« on: December 28, 2013, 20:58:54 »
Alltaf gaman að sjá kaggan sinn. Þessi líla fína mynd á ja.is 360°.  Hólabraut 27 Skagaströnd. Hefur fengið að vera úti í sólini þennan daginn.

3
Aðstoð / Re: öxulhosa
« on: June 10, 2013, 16:56:27 »
Þú getur notað 1,5L coke flösku. skerð hana bara í sundur í hæfilega lengd svo hún nái yfir liðinn, kemur henni fyrir, smirð hana á utanverðu með koppafeiti og rennir svo hosuni yfir.

4
Ford / Re: Fox body á Íslandi?
« on: July 28, 2012, 12:23:23 »
Það er til meira af FOX body en bara Mustang. Ég á 1978 Ford Fairmont 2d v8 sem er á FOX body grindini og svo á pabbi fjögura dyra með sexu, báðir á götuni.

5
Er að auglýsa fyrir fóstur bróðir minn sem er að spá í að fá sér svona bíl. Aðrir vanar koma til greina úr Ameríku hreppi. Hringið bara beint í hann, ég svara ekki neinu sjálfur. Síminn hjá kauða er 8942009. Hann heitir Egill.

6
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: ford fairmont
« on: January 14, 2009, 10:39:08 »
Gummari þetta er jú vínrauður v8 ssk 2d með vínil og ber númerið EY-204 en ég er ekkert á leiðini að selja þar sem ég ætla að reina njóta allrar vinnunar sem fór í að gera hann götuhæfan aftur. En ég veit af þér ef til þess kemur

7
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: ford fairmont
« on: January 11, 2009, 20:03:37 »
Ég get ekki verið nema sammála því að líklega væri hann betri með Chevy krami en þetta er einn af fáum v8 fairmontum á landinu þannig að ég vil halda honum sem mest FORD svo maður geti nú upplifað fílinginn við að að eiga Ford (alltaf að gera við, þið skiljið). Ég er nefnilega í fornbílaklúbbinum þannig að kinblöndun við GM er líklega ekki vel séð en maður kemst líklega upp með að kreist meira út úr Ford vélini án þess að ergja of marga.

8
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: ford fairmont
« on: January 04, 2009, 19:41:31 »
Nei ætli maður haldi sig ekki við 302 svo maður þurfi ekki að breita mótorfestingum og svoleiðis, Það er búið að vera nógu mikið vesen með þennan bíl svo maður fari ekki að bæta einhverjum breitingum og mixi við allan pakkann.

9
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: ford fairmont
« on: January 04, 2009, 05:24:55 »
Ég á einn Ford Fairmont og mér finnst þetta ekki vera spennandi bílar heldur. En þeir sem eru hrifnir af Fox-body ættu að dáðst af þeim þar sem þetta er forfaðirinn, firsti fox-body bíllinn og það passar nátturulega flest úr krami og undirvagni á milli og því auðvelt að koma þeim soldið úr sporunum ef menn vilja. Mig hafði alltaf langað í Amerískan  V8 aftur eftir að hafa átt Novu concors 77 sem firsta bíl og þegar að mér bauðst þessi hræódírt þá stökk ég á hann. Ég hefði betur beðið eftir að finna GM bíl því þegar maður var byrjaður að rífa, tæta og gera við allt að mér fanst kom eðli Ford í ljós. Maður hugsaði með sér HVAÐ ANNAÐ GÆTI BILAÐ þá var fairmontinn fljótur með svar.....................ÞETTA!       'Eg ætla nú samt að eiga hann áfram og reina í framtíðini að fjölga básum í hesthúsinu og hver veit nema maður gangi í klúbbinn einhvern tíma og fari nokkrar ferðir út brautina á þessu ef hann helst í gangi einhver tíma.     Kveðja: GM maður með fráhvarfseinkenni                   

10
Þetta er hinn fullkomnasti mustang sem ég hef séð myndir af, það fylgir áföst karfa fyrir varahluti að framan og önnur undir verkfæri að aftan. það hlítur að vera búið að laga þessa mynd til í einhverju forriti.

11
Alls konar röfl / Re: ford menn og grúskarar
« on: July 18, 2008, 12:40:18 »
Ég skal reina muna eftir þér ef til þess kemur, en hugmindin var að koma gripnum á götuna og keyra hann út. Nú bíllinn er kominn á götuna og nú er bara að keyra, gera við, keyra,gera við,keyra ...........................

12
Alls konar röfl / Re: ford menn og grúskarar
« on: July 17, 2008, 17:20:08 »
Gummari bíllinn minn er með númerið EY-204 og er vínrauður og eins að innan og er staddur í Hveragerði. Ég náði í hann á Selfossi fyrir að mig minnir ca.4 árum. bíllinn er orginal 8 cyl, einn af fáum sem hingað komu, megnið af þessum bílum eru 6 cyl. það á við um mercuryana líka.

13
Alls konar röfl / Re: ford menn og grúskarar
« on: July 16, 2008, 16:26:22 »
Ég á einn Fairmont 2d v8 302 sem er af sama sauðahúsi og er búinn að riðbæta og endurnýja langt umfram það sem mig langaði að gera. Þannig að þú mátt alveg búast við að tæma veskið í endurbætur ef það á að halda þessu á götuni. Botninn á þessum bílum er soldið gjarn á að riðga og svo er þetta Ford þannig að það þarf að eiga einn bíl með, helst með krók, hef dregið minn soldið um suðurlandið. Ég hef skoðað þennan á Selfossi lauslega og skelin virðist vera heilleg en nenti ekki að beigja mig til að líta á botninn. Annars er þetta Amerískt og það er alltaf gaman að keyra svoleiðis.

Pages: [1]