1
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
« on: January 15, 2009, 12:52:16 »Jæja.. aðeins meira.Sælir félagar
Ég var að spá hvort að einhverjum af þessum snillingum hérna á spjallinu gætu frætt mig um fortíð og örlög
68 camaronum sem ég átti og keppti á 1988-90( þessi guli og blái sem er þarna í sandinum). Ég kaupi hann í mjög döpru ástandi 1988 en hann var orðin mjög ryðgaður og illa farin .Var greynilega búið að nota hann sem jeppa þarna fyrir norðan miðað við hvernig botninn leit út á honum.
Ég trebbaði upp í götin og rúllaði yfir hann enda átti eingöngu að nota hann til að spyrna á brautinni. Sá sem síðast var skráður eigandi
heitir Kristófer að mér minnir og var hann frá Blönduósi og var H-??? síðasta númerið á honum. Bíllinn kemur beinskiptur og var
með ljósgræna inntéttingu . Þegar ég kaupi þar sem hann stóð vélarlaus fyrir utan GOS byggingavöruverslunina
(rétt hjá sem Tómstundahúsið er núna) var hann rauðbrúnn með gylltar mjóar skrautlínur á afturbretti sem ná upp að toppi. Ætlaði sá sem
átti hann þá að fara með hann í rallý cross.
Ég seldi svo bílinn vélar og skipingarlausum Brynjari Gylfasyni fyrir slikk og veit ég ekkert hvað varð af honum eftir það.
Gaman væri ef einhver ætti mynd af honum bæði þegar ég á hann og fyrir.
Kv.Stefán Björnsson Miraverde Tenerife.
Sæll Stefán,
Er þessi rauðbrúni þá ekki hann? Harry setti inn þessa mynd frá "búkkastöðum" á spjallið ekki alls fyrir löngu.
Svo koma nokkrar af honum ofan af braut!
Sæll Moli
Það passar þetta er bíllinn. Gaman að sjá myndir frá því upp á braut því ég á engar myndir af honum
þaðan. Takk fyrir skjót viðbrögð .Væri gaman að sjá og heyra meira frá ykkur.
Kv. Stebbi