Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - 10.39

Pages: [1]
1
Jæja.. aðeins meira.  8-)


Sælir félagar
Ég var að spá hvort að einhverjum af þessum snillingum hérna á spjallinu gætu frætt mig um fortíð og örlög
 68 camaronum sem ég átti og keppti á 1988-90( þessi guli og blái sem er þarna í sandinum). Ég kaupi hann í mjög döpru ástandi 1988 en hann var orðin mjög ryðgaður og illa farin .Var greynilega búið að nota hann sem jeppa þarna fyrir norðan miðað við hvernig botninn leit út á honum.
   
   Ég trebbaði upp í götin og rúllaði yfir hann enda átti eingöngu að nota hann til að spyrna á brautinni. Sá sem síðast var skráður eigandi
 heitir Kristófer að mér minnir og var hann frá Blönduósi og var H-??? síðasta númerið á honum. Bíllinn kemur beinskiptur og var
 með ljósgræna inntéttingu . Þegar ég kaupi þar sem hann stóð vélarlaus fyrir utan GOS byggingavöruverslunina
 (rétt hjá sem Tómstundahúsið er núna) var hann rauðbrúnn með gylltar mjóar skrautlínur á afturbretti sem ná upp að toppi. Ætlaði sá sem
  átti hann þá að fara með hann í rallý cross.

    Ég seldi svo bílinn vélar og skipingarlausum Brynjari Gylfasyni fyrir slikk og veit ég ekkert hvað varð af honum eftir það.
  Gaman væri ef einhver ætti mynd af honum bæði þegar ég á hann og fyrir.
 
  Kv.Stefán Björnsson Miraverde Tenerife.

Sæll Stefán,

Er þessi rauðbrúni þá ekki hann? Harry setti inn þessa mynd frá "búkkastöðum" á spjallið ekki alls fyrir löngu.
Svo koma nokkrar af honum ofan af braut!



 Sæll Moli
Það passar þetta er bíllinn. Gaman að sjá myndir frá því upp á braut því ég á engar myndir af honum
þaðan. Takk fyrir skjót viðbrögð .Væri gaman að sjá og heyra meira frá ykkur.

 Kv. Stebbi

2
Jæja.. aðeins meira.  8-)


Sælir félagar
Ég var að spá hvort að einhverjum af þessum snillingum hérna á spjallinu gætu frætt mig um fortíð og örlög
 68 camaronum sem ég átti og keppti á 1988-90( þessi guli og blái sem er þarna í sandinum). Ég kaupi hann í mjög döpru ástandi 1988 en hann var orðin mjög ryðgaður og illa farin .Var greynilega búið að nota hann sem jeppa þarna fyrir norðan miðað við hvernig botninn leit út á honum.
   
   Ég trebbaði upp í götin og rúllaði yfir hann enda átti eingöngu að nota hann til að spyrna á brautinni. Sá sem síðast var skráður eigandi
 heitir Kristófer að mér minnir og var hann frá Blönduósi og var H-??? síðasta númerið á honum. Bíllinn kemur beinskiptur og var
 með ljósgræna inntéttingu . Þegar ég kaupi þar sem hann stóð vélarlaus fyrir utan GOS byggingavöruverslunina
 (rétt hjá sem Tómstundahúsið er núna) var hann rauðbrúnn með gylltar mjóar skrautlínur á afturbretti sem ná upp að toppi. Ætlaði sá sem
  átti hann þá að fara með hann í rallý cross.

    Ég seldi svo bílinn vélar og skipingarlausum Brynjari Gylfasyni fyrir slikk og veit ég ekkert hvað varð af honum eftir það.
  Gaman væri ef einhver ætti mynd af honum bæði þegar ég á hann og fyrir.
 
  Kv.Stefán Björnsson Miraverde Tenerife.

3
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Fyrir okkur GM karlana....
« on: February 24, 2008, 18:19:03 »
--------------------------------------------------------------------------------
 
10.39 skrifaði:
Sælir félagar.

Rauðbrúna Vegan no 5 átti Sigurður Magnússon félagi minn og er hann þarna á myndinni. Vegu þessa keypti hann norðan frá Akureyri og var með 350 Olds. og eldgamla Ford hásingu með Esab læsingu og virkaði mjög vel .

Kom 2svar upp á braut í fyrra skiptið með bilað drif og spólaði hann út alla brautina þá. Þennan bíl sprautaði hann svo gulan og setti sílsapústurrör og var með hann á sýningu í Kolaportinu 84-85 .

Þessi bíll endaði ævina eins og svo margir á ljósastaur og sá ég hann
síðast í Dalshrauninu í Hafnafirði í klessu á framan.

Kv. Stebbi
Þarna held ég þú farir með rangt mál Stebbi!
Vegan sem Siggi lyng átti var miklu lægri að aftan og á 14" 4ra arma bita felgum (cragar/rocket).Þessi á mynd no.5 stemmir við Veguna hans Hadda áður en hann málaði hana þmt. felgur.  
_________________
Sigtryggur H
´66 Fairlane GT
428 CJ
13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
 
 Rétt hjá þér Sigtryggur.

 Ég skoðaði myndina ekki nógu vel. Mundi ekki eftir Vegunni hans Hadda
  í þessum lit.

  Kv. Stebbi

4
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Fyrir okkur GM karlana....
« on: February 24, 2008, 08:37:06 »
Sælir félagar.
 
     Rauðbrúna Vegan no 5 átti Sigurður Magnússon félagi minn og er hann þarna á myndinni. Vegu þessa keypti hann norðan frá Akureyri og var með 350 Olds. og eldgamla Ford hásingu með Esab læsingu og virkaði mjög vel .
   
   Kom 2svar upp á braut í fyrra skiptið með bilað drif og spólaði hann út alla brautina þá.  Þennan bíl sprautaði hann svo gulan og setti sílsapústurrör og var með hann á sýningu í Kolaportinu 84-85 .

   Þessi bíll endaði ævina eins og svo margir á ljósastaur og sá ég hann
  síðast í Dalshrauninu í Hafnafirði í klessu á framan.

     Kv. Stebbi

5
Bílarnir og Græjurnar / gretar kranks.
« on: February 16, 2008, 12:59:41 »
Sælir félagar.

     Jú það er rétt hjá þér Stjáni ég var þarna á Vegunni á Króknum    sumarið '91 .Trakkið í sandinum var rosalegt og bíllinn prjónaði a.m.k
  50 cm upp  , aðalega öðrum megin og fór prjónandi út brautina. Ég náði best 4,001 sem var stórbæting á Íslandsmetinu . Vélin var 360 (350) chevy og var ég með hana í '68 Camaro og keppti í götubílaflokki árið '89 og margbætti Íslandsmetið fór best á 10,39 . Keppti einu sinni á mílunni á Vegunni en náði engu trakki (frekar en aðrir) og náði best 11,15 spólandi fyrstu 100 metrana.
   Það má með sanni segja að Vegan hafi virkað vel í sandinum. Veguna seldi ég svo árið '92 vélar og skiptingarlausan Grétari Franks og þar með lauk mínum keppnisferli sem byrjaði '86.

  Takk fyrir Kv. Stebbi.

6
Var það ekki Þórhallur Jósepsson nú  fréttamaður á RÚV og mikinn bílaáhugamanns sem átti þennan bíl .Og síðar keypti Aggi þennan bíl og á er það ekki ennþá. Minnir að þessi bíll hafi keppt M.S flokki i kringum 80 og náði best ef ég man rétt 11.54 og orðið íslandsmeistari þá með Jóhann Sæmundsson sem driver .  

   Kv. Stebbi

7
Almennt Spjall / Bad Fuel
« on: December 29, 2007, 22:31:03 »
Sælir félagar.
   Þið sem kaupir V- Power hjá Skeljungi fá pottþétt V-Power en ekki
   95 okt. Þetta er allt gert samkv. ströngustu kröfum frá höfuðstöðvum Shell.
   Þannig að þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur.
    Þá er einng hægt að fá 100 okt á bensínstöðinni í Skógarhlíð.
   
     KV. Stefán Björnsson í eldsneytisdreifingu Skeljungs í Rvk og nágr.
     Gamall keppandi í kvartmílu og Sandspyrnu og einnig áhugamaður um Ameríska bíla

8
Ég man vel eftir þessum Duster því að Addi bróðir minn átti þennan Duster í kringum 1984 . Addi keypti hann af Hirti Haralds og átti hann í rúmlega ár og  selur  hann Þórði fisksala í skiptum fyrir Mözdu 929.        
   
     Dusterinn var með 340 og 4 gíra kassa og var mjög gaman að keyra hann . Hann vann ágætlega og náði 14.50-14.60 á mílunni er bróðir minn keppti eitt sinn á honum.

   Þórður selur bílinn svo til Hveragerðis . Það var ungur strákur sem keypti bílinn og höndlaði ekki kraftinn því að hann endaði á staur og fór ansi illa á framan. Vinur minn reyndi að kaupa þennan bíl en tókst ekki.
 
    Höddi í Radíoþjónusta Sigga Harðar kaupir síðar bílinn og gerir við hann. Ef ég man rétt var búið að stela kassanum úr honum en man ekki hvort vélin var í honum þá.
 
 Síðast sá ég bílinn fyrir utan verkstæði í Hafnafirði í kringum 1990 og þá orðinn algjört flak. Gaman væri að vita hvort hann hafi endað daga sína þar.

  Það er mjög gaman af þessari síðu ykkar um Bíl dagsins. Gamlar minningar um frábæra bíla rifjast upp.

     KV. Stefán Björnsson keppandi í Kvartmilu og Sandspyrnu á árunum 1985-1991 og áhugamaður um Ameríska bíla.

Pages: [1]