Sælir félagar.
Upptalningin hjá Sigtryggi hér fremst í þræðinum er alveg hárrétt.
Bíllinn með tuskutoppinn er Chevy II. (skondið hvað ChevyII, Rambler American, Ford Falcon og Dodge Dart voru líkir á þessum árum).
Hvíta Vegan með röndunum var brún áður en hún var máluð hvít af Haraldi Haraldssyni, og hún var líka þarna fyrst með 283cid og beinskipt þegar hún var brún, og já Haraldur átti hana líka þá.
Hvað varðar Novuna í neðri myndaröðinni hjá Kidda, þá man ég ekki betur en hún hafi verið L6 og með Powerglide.
Mig mynnir að hann Benni sem átti gulu/grænu/rauðu Novuna hafi verið að reyna að ná þessari og ætlað að hafa hana sem dráttarbíl.
Það er eins og mig mynni líka að hún hafi að lokum verið seld norður á Akureyri, þó get ég verið að rugla saman við Chevelle sem fór þangað.
Rauði Camaro-inn er mjög sennilega bíllinn sem að Ómar N átti, ég man þó ekki eftir honum á svona felgum og já Ómar kom líka með Chevy II á brautina áður en sá bíll varð ljósastaur að bráð.
Sem sagt það hafa allavega komið þrír Chevy II á brautina.
Við megum ekki gleyma Kristjáni F .
.
Ég ætla að reyna að finna mynd sem að ég á að eiga af Vegunni hans Haraldar og Novuni hans Sigurjóns bróður hans á bíla sýningu 1985-6, þar sem að þeir voru málaðir eins og saman í bás.