Daginn félagar.
er ekki best að skrifa smá sögu um þetta ævintýri.
Þessi kemur til landsins í september 2007
Keppti einu sinni í fyrsta mótinu 2008 ásamt nokkrum æfingum. náði best 12.1@113mph á MT Et street, 95pumpgas
Bílinn er keyrður allt sumarið 2009, mikið spólað og mikið fjör. Tók 12.4 á 112 mílum á Mt sportsman dekkjum og sama bensíni
Pantaði mér slikka fyrir sumarið 2010, og stóð þá í þeirri meiningu að ég myndi keyra eitthvað 2010
En í október 2009 var ég að smyrja hann fyrir komandi sumar. Þá lekur þessi líka viðurstyggilega olíudrulla af mótornum og dass af kælivatni með því.
Þá var ákveðið að kíkja eitthvað á þetta enda ekki eðlilegur hlutur. Milliheddið var skrúfað af og þar blasti við rifin pakkning sem orsakaði vatnsleka í olíuna.Þar átti að láta þetta kyrrt liggja og skrúfa saman aftur. En fiktarinn kom upp í mér og ákvað ég að fara útí full rebuild á mótornum. Þegar hann var komin í standinn þá fór að hrynja úr honum járnabrak. Við skoðuðum alla blokkina og allt innvolsið og ekki kom þetta þaðan. Stend í þeirri meiningu að þetta hafi verið gamall legubakki sem hafði laumast með.
Ekki nóg með það heldur var Pikkuppið fyrir olíudæluna brotið af, sjálfsagt gerst þegar bílinn rakst uppundir á hraðahindrun. En það lukkaðist nú svo vel að það var full mikil olía á mótornum þannig að hann náði að smyrja sig eitthvað smá en töluvert farið að sjá á legunum.
Pakkningasett, höfuð-stanga og kambáslegur og rúllu rokkerarmar er það sem var pantað í desember 2009 til að klára mótorinn.
Þegar kjallarinn var kominn saman og heddinn áttu að fara á þá sáum við það að ventlarnir voru ónýtir. Vitlaus ventlasplitti gerðu það að verkum að það var farið að sjá mikið á splittasætunum á ventlunum og retainerunum.
Í maí 2010 þegar þetta uppgvötast er farið í það að panta ventla, sem finnast hvergi. Endar með því að ventlarnir koma ekki heim fyrr en um miðjan júlí. þar með var planið með að fara með hann norður á bíladaga úti.
Jæja þá eru ventlarnir komnir og heddin komin á. Mótornum er slakað ofaní og klárað að smella utan á hann restini af dótinu eins og vatnsdælu, vökvastýry, altenator, milliheddinu, blöndungnum og öllu því dóti.
Lendum í því veseni að sendirinn fyrir smurþrýstingsmælinn týnist og þurfti að panta nýjan. Átti einnig í vandræðum með að þétta vökvastýrið og fá vatnsláshausin til að þétta.
En í september var allt orðið klárt að ég hélt þannig það er trekt í gang og farið út að tilkeyra. Kemst að því eftir einhverja kílómetra að bílinn er ekki að hlaða. Fórum yfir rafkerfið í honum fram í húddi sem var vægast sagt hörmung.
En núna er búið að græja nýtt rafkerfi fyrir allan mótorinn, buið að tilkeyra mótorinn einhverja 150kílómetra, búið að þétta alla leka og bílinn að verða klár fyrir sumarið, það eina sem er eftir er að skrúfa niður eitthvað krómskraut og tengja höfuðrofa í hann ásamt því að tengja transbrakeið.
En þessi olíuskipti eru þau lengstu sem ég hef tekið það er á hreinu
komin út að tilkeyra í október
eitt af stykkjumu sem voru í mótornum
leyfum nokklrum 2009 sumarmyndum að fljóta með