1
Almennt Spjall / Re: Kvartmílukeppni við kvartmílubrautina
« on: September 08, 2008, 12:50:46 »
Sæll Ragnar.
Eins og staðan er í dag þá eru akstursíþróttirnar ekki í bílablaði Morgunblaðsins. Hins vegar eru einhverjar pælingar á blaðinu um það hvort setja eigi akstursíþróttirnar inn í íþróttablaðið þar sem akstursíþróttirnar eru að flytjast innan vébanda ÍSÍ. Þannig var það á DV og þurfti ég að standa í stöðugu stappi við íþróttafréttaritarana um pláss í blaðinu því þeir vildu alltaf taka pláss af skilgreindum akstursíþróttasíðum undir boltann.
Það verður gaman að sjá framan í sportarana þegar ef og þegar þeir fá akstursíþróttirnar til sín.
Hins vegar er það þannig að það er ekki sjálfgefið að pláss sé til staðar fyrir akstursíþróttirnar og þarf ég, fyrir hverja keppnishelgi, að hafa samband við fréttastjóra blaðsins til að tryggja að ég fái pláss.
JAK
Eins og staðan er í dag þá eru akstursíþróttirnar ekki í bílablaði Morgunblaðsins. Hins vegar eru einhverjar pælingar á blaðinu um það hvort setja eigi akstursíþróttirnar inn í íþróttablaðið þar sem akstursíþróttirnar eru að flytjast innan vébanda ÍSÍ. Þannig var það á DV og þurfti ég að standa í stöðugu stappi við íþróttafréttaritarana um pláss í blaðinu því þeir vildu alltaf taka pláss af skilgreindum akstursíþróttasíðum undir boltann.
Það verður gaman að sjá framan í sportarana þegar ef og þegar þeir fá akstursíþróttirnar til sín.
Hins vegar er það þannig að það er ekki sjálfgefið að pláss sé til staðar fyrir akstursíþróttirnar og þarf ég, fyrir hverja keppnishelgi, að hafa samband við fréttastjóra blaðsins til að tryggja að ég fái pláss.
JAK