13
« on: August 12, 2010, 10:37:10 »
Það er rétt að bíllinn þarf ekkert endilega að vera ónýtur þótt hann sé skemmdur, og ef það á til dæmis að nota bara "title" sem kemur með bílnum til að ákveða hvað er skráningarhæft þá verður náttúrulega að fylgja sögunni hvað kom fyrir bílinn.
Það er ekkert algilt í USA heldur að þessir bílar séu einu sinni skemmdir þegar þeir fengu til dæmis salvage title, sum fylki setja salvage title á bíla sem er stolið og hafa verið borgaðir út þó það sé ekki einu sinni rispa á þeim.
Bíll getur líka fengið junk title sem þýðir að viðgerð hefur verið metin sem meira en 75% af markaðsverði bílsins, total loss title er líka notað stundum fyrir þetta, og til dæmis í USA er hægt að skrá þessa bíla eftir viðgerð í sumum fylkjum og öðrum ekki þannig að þeir eru nú ekki með neitt alsherjar system fyrir þetta sjálfir.
Auðvitað er í fínu lagi að gera við skemmda bíla, en það verður líka að vera eitthvað eftirlit á hvað er verið að laga og kannski það sem meira máli skiptir, hvernig hlutirnir eru lagaðir. Og svo eru náttúrulega ökutæki sem á að henda strax en ekki selja fólki, ekki mundi ég til dæmis vilja kaupa bíl sem var soðinn saman úr tveimur sem voru svo ónýtir að ekki var hægt að laga þá í sitthvoru lagi.
Þetta náttúrulega krefst eftirlits ef það á að fylja svona eftir, og það verður líka að vera gert af fólki sem veit hvað það er að gera.