1
Almennt Spjall / Re: mótoroliu pælingar
« on: April 25, 2014, 14:12:34 »Langaði að forvitnast um hvaða mótoroliu menn hafa verið að nota á vélarnar hjá sér.
þið sem eruð komnir með háan gormaþrýsting og flr þar sem mæðir orðið mikið á ventlabúnaði,
og þær vélar sem eru næstum á kill í hverri ferð, hvað hefur verið að koma best út hjá ykkur?
ég sjálfur hef verið að nota valvoline vr1 20w50 og er ekki nógu ánægdur med hana
óþarflega mikið slit á ventlabúnaði sem ég get rakið til oliunnar, veit um eina aðra vél sem notaði sömu oliu
og er bilun þar í ventlabúnaði sem má rekja til oliunnar.
hvað hefur komið best út hjá ykkur?
Svona án gríns (því ég veit að hér eru margir fróðir menn um olíur og bætiefni út í smurolíur sem eiga eftir að skjóta mitt komment í kaf)... prufaðu að nota bætiefni fyrir smurolíur sem kemur frá PowerUP. Það er selt inni á www.itis.is . Kostar ekki það mikið. Ég veit allt um það að það eru til milljón tegundir af bætiefnum fyrir olíur sem gera nákvæmlega ekkert, nema jafnvel gera góða smurolíu verri. En þetta tiltekna bætiefni var gerð alveg mikil prófun á í lokaverkefni í skólanum mínum. Notað var saman við olíu sem reyndar telst ekki hágæða olía en samt nokkuð góð. Það var hægt að sanna bætingu við þetta. Meira afl frá vél, ekki mikið en þó aðeins og hærri túrbínuþrýstingur ... sem var vegna minna núningsviðnáms .