Ég á einn svona Dakota 2000 módelið með 4,7. Snildarvél alveg, togar 400 Nm @3200 RPM og fékk held ég verðlaun þar vestra sem best heppnaðasta 8cyl vélin það árið.
Eyðslan er þetta 16-18 í snattinu, ég hef mælt hann á 14 með fullan bíl af fólki og ca 250kg á pallinum í langkeyrslu.
Segðu annars frá hvaða grútarbrennarar hafa komið svona ílla út hjá þér. Ég er einmitt í hugleiðingum að selja minn eða setja upp í annan nýrri og hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að halda mig við V8 bensín sem ég er harðánægður með eða prófa svona bátavélar