Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - Stormy

Pages: [1]
1
BÍLAR til sölu. / BMW E30 325 '90 Lemans Blue
« on: August 08, 2013, 16:10:24 »
Til sölu er BMW E30 325 '90




Bíllinn byrjaði líf sitt sem 316i árið 1990 hjá fótboltafélaginu 1811 München sem snattari, kona fædd 69' kaupir hann þegar hann kemur til landsins 1994.
hún á hann til 1997, þá kaupir önnur kona hann fædd 45' og á hann til 2007.
ungur strákur kaupir hann síðan og lætur Aron jarl setja 2,5l 170 hö M20B25 mótor í bílinn sem átti þá að vera ekinn 160.000 bíllinn sjálfur var þá ekinn ca 90.000,
ásamt coil-over fjöðrunarkerfi og síðar SportMax 501 felgum.

Ég kaupi síðan bílinn með bróður mínum seinni part árs 2007. Mótorinn brenndi töluverðri olíu og endaði á að ofhitna og heddpakningin fór.
ég tók þá mótorinn í spað, hónaði sílendra og skipti um allar pakkdósir, legur, stimpilhringi, þéttingar og hvaðeina.
setti í hann stimpla með 9.7:1 í þjöppu í stað 8.8:1 og JimC tölvukubb sem að gerði hann töluvert sprækari.



Ég tók síðan coil-over kerfið úr bílnum vegna þess að bíllinn var svo lágur og grjótstífur að það var hundleiðinlegt að keyra hann, ég fékk síðan í hann M-tech gorma.

ég keypti bílinn síðan allveg af bróður mínum 2011 og hóf þá algera uppgerð.
Bíllinn var þá tekinn allveg í spað og gert við allt ryð sem fyrir fannst. meðal annars skipt um gluggapóst undir framrúðunni $$$
allur bíllinn unninn undir málningu og sprautaður af sprautara sem er í vinnunni hjá mér.
sprautunin var þó ekki jafn góð og vonast var eftir og fékk ég því Árna Sezar til að matta hann niður aftur og mála hann í Lemans Blue lit.
hann málaði líka alla lista á bílnum satin svarta.

þetta er svona helsta sagan, síðan er það sem hefur verið keypt og fleira:

Ný frambretti.
öll ljós að framan ný $$$.
Xenon í aðalljósum.
Nýr rafgeymir
allar bensín og bremsulagnir nýjar, endalaust af sérpöntuðum smáhlutum.
allar spyndilkúlur að framan.
Taumottur og leður M-tech gírhnúi með ljósi frá Schmeidmann.
Mtech 1 leðurstýri og ég setti síðan í hann Recaro sportsæti.
Gardína í afturrúðu.
Is framsvunta.
KENWOOD græjupakki. KENWOOD 4*50 mosfet spilari (með rauðri lýsingu í stíl við mælaborðið)
ásamt 4 x 13cm 140w 2 way KENWOOD hátölurum. ÞRJÁR 10“ JL AUDIO í sérsmíðuð boxi fyrir E30 ásamt BOSS magnara.
Z3 skiptiarmur (shortshifter)
Framrúðan er ný og listar á fram og afturrúðu.
Felgurnar voru pólýhúðaðar í vor en eru á slöppum dekkjum.
einnig á ég 14" Bottelcaps felgur með nýjum vetrardekkjum og aðrar 15" AEZ spólfelgur á sæmilegum dekkjum.
síðan á ég helling af varahlutum, svosem gírkassa og nýja kúplingu,
heilt 325 rear-subframe með poly fóðringum og diskabremsum
2x lítil drif eitt 4.10 hlutfall og eitt 3.64

síðan er í bílnum stórt 3.73  25% læst drif $$$















Eins og sjá má hefur ansi margt verið gert á þeim tíma sem ég hef átt bílinn, mun meiri tími hefur farið í að gera hann upp heldur en að keyra hann.
enda hefur hann aðeins verið ekinn 15.000 km á síðustu 5 árum.
Það hefur aldrei staðið til að selja hann en ég er að byrja í mjög dýru námi í haust og því er þetta raunin.
þetta ævintýri fór hressilega fram úr fjáráætlunum og hef ég eytt ca 1.6 milljón + vinnu í heildina. en það er nú þannig með svona bíla
að maður fær yfirleitt ekki til baka það sem maður setur í þá.
Ég set á hann 1290 þús en skoða öll tilboð og skipti.

Mbkv. Styrmir 846-3448



2
BÍLAR til sölu. / Ford Mustang GT METAN....
« on: June 28, 2012, 18:23:08 »
Til sölu er Ford Mustang GT Gullmoli 2002 árg, hann er ekinn rétt tæp 100 þús. bíllinn er fluttur inn 2005 og ég er annar eigandi á íslandi.
bíllinn var búinn að standa í tæpt ár áður en ég kaupi hann og stóð alltaf inni undir ábreiðu á veturnar.
viðhaldið hefur verið gott, það er ný búið að skipta um olíu og síu á vél og skiptingu, sem og eru öll kerti og háspennukefli ný. (16.06.2012)
Undirvagninn er eins og nýr og sér ekki á neinu.
Það eru ennþá sömu afturdekk undir bílnum og þegar ég keypti hann fyrir 2 árum svo að það er ekki búið að þjösnast mikið á honum.

Í Apríl 2012 var bílnum síðan breytt í Bensín/Metan hjá www.metanbill.is
metanbill.is notar búnað frá Eurogas sem er einn fremsti framleiðandi á gaskerfum í heimi. http://metanbill.is/Allt_um_breytinguna/Metankerfi%C3%B0
Kerfið virkar þannig að vélin fer í gang á bensíni og keyrir á bensíni þangað til að vélin nær 40°hita sem er ca 1,5 km
þegar því er náð skiptir vélin sjálfkrafa yfir á metan í keyrslu, í mælaborðinu er síðan takki og mælir sem sýnir hvað mikið gas er eftir og þegar það klárast skiptir búnaðurinn svo sjálfvirkt aftur yfir á bensín. einnig er hægt að skifta á milli bensíns og gas handvirkt með takkanum í mælaborðinu.
vélin tapar ca 10-12% afli við að aka á gasi vegna þess að bruninn er töluvert hægari en á bensíni. hinsvegar eru þó um 230 hö af 260 eftir svo að það dugar honum ágætlega á milli staða, og ef að þörf er á öllum hrossunum er sáraeinfalt að ýta á einn takka.

kútarnir í skottinu eru 2 stk trefjakútar sem vigta samtals 40 kg, sambærilegir járnkútar vega 100 kg, en bara trejakútarnir kosta 300 þús.
heildarbreytingin kostar um 850.000

tankarnir taka ca 15,5 rúmmetra af gasi sem er í 1raun það sama og 15,5 bensínlítrar.
í bænum kemst hann ca 110-120 km á þessum 15,5 lítrum
Líterinn af metani kostar 149 kr.

Einnig er hægt að fá bílinn án metankerfisins.

smá upplýsingar um bílinn

*Tegund   Ford Mustang GT              
*vél         V8  4,6  2 ventla  260hö  
*Árg        2002            
*Akstur    100.000 km                  
*Litur       svartur                      
*ssk/bsk   sjálfskiptur                        
*Búnaður/aukahlutir:    

 17" Bullit felgur á 245/45/17 BF Goodrich dekkjum, einnig er 1,5 " spacer að aftan ( ekki komnir á myndum)
 svört leðursæti í topp standi.
 Mach hljóðkerfi og bassabox, 6 diska magasín.
 8000k Xenon í aðalljósum
 
 Það getur líka Tuner frá Superchips fylgt með ef um semst.







Óska eftir tilboði
Ekkert áhvílandi og skoða ýmisleg skipti

kv. Styrmir  846-3448

                                            



3
Er með Toyotu Avensis 2006, mjög vel með farin bíl og peninga í skiptum fyrir góðan grip

kv. Styrmir 846-3448 eða pm

4
sælir, óska eftir 350 og skiftingu við, skoða allt

kv. Styrmir  846-3448 eða pm

Pages: [1]