Author Topic: BMW E30 325 '90 Lemans Blue  (Read 1790 times)

Offline Stormy

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
BMW E30 325 '90 Lemans Blue
« on: August 08, 2013, 16:10:24 »
Til sölu er BMW E30 325 '90




Bíllinn byrjaði líf sitt sem 316i árið 1990 hjá fótboltafélaginu 1811 München sem snattari, kona fædd 69' kaupir hann þegar hann kemur til landsins 1994.
hún á hann til 1997, þá kaupir önnur kona hann fædd 45' og á hann til 2007.
ungur strákur kaupir hann síðan og lætur Aron jarl setja 2,5l 170 hö M20B25 mótor í bílinn sem átti þá að vera ekinn 160.000 bíllinn sjálfur var þá ekinn ca 90.000,
ásamt coil-over fjöðrunarkerfi og síðar SportMax 501 felgum.

Ég kaupi síðan bílinn með bróður mínum seinni part árs 2007. Mótorinn brenndi töluverðri olíu og endaði á að ofhitna og heddpakningin fór.
ég tók þá mótorinn í spað, hónaði sílendra og skipti um allar pakkdósir, legur, stimpilhringi, þéttingar og hvaðeina.
setti í hann stimpla með 9.7:1 í þjöppu í stað 8.8:1 og JimC tölvukubb sem að gerði hann töluvert sprækari.



Ég tók síðan coil-over kerfið úr bílnum vegna þess að bíllinn var svo lágur og grjótstífur að það var hundleiðinlegt að keyra hann, ég fékk síðan í hann M-tech gorma.

ég keypti bílinn síðan allveg af bróður mínum 2011 og hóf þá algera uppgerð.
Bíllinn var þá tekinn allveg í spað og gert við allt ryð sem fyrir fannst. meðal annars skipt um gluggapóst undir framrúðunni $$$
allur bíllinn unninn undir málningu og sprautaður af sprautara sem er í vinnunni hjá mér.
sprautunin var þó ekki jafn góð og vonast var eftir og fékk ég því Árna Sezar til að matta hann niður aftur og mála hann í Lemans Blue lit.
hann málaði líka alla lista á bílnum satin svarta.

þetta er svona helsta sagan, síðan er það sem hefur verið keypt og fleira:

Ný frambretti.
öll ljós að framan ný $$$.
Xenon í aðalljósum.
Nýr rafgeymir
allar bensín og bremsulagnir nýjar, endalaust af sérpöntuðum smáhlutum.
allar spyndilkúlur að framan.
Taumottur og leður M-tech gírhnúi með ljósi frá Schmeidmann.
Mtech 1 leðurstýri og ég setti síðan í hann Recaro sportsæti.
Gardína í afturrúðu.
Is framsvunta.
KENWOOD græjupakki. KENWOOD 4*50 mosfet spilari (með rauðri lýsingu í stíl við mælaborðið)
ásamt 4 x 13cm 140w 2 way KENWOOD hátölurum. ÞRJÁR 10“ JL AUDIO í sérsmíðuð boxi fyrir E30 ásamt BOSS magnara.
Z3 skiptiarmur (shortshifter)
Framrúðan er ný og listar á fram og afturrúðu.
Felgurnar voru pólýhúðaðar í vor en eru á slöppum dekkjum.
einnig á ég 14" Bottelcaps felgur með nýjum vetrardekkjum og aðrar 15" AEZ spólfelgur á sæmilegum dekkjum.
síðan á ég helling af varahlutum, svosem gírkassa og nýja kúplingu,
heilt 325 rear-subframe með poly fóðringum og diskabremsum
2x lítil drif eitt 4.10 hlutfall og eitt 3.64

síðan er í bílnum stórt 3.73  25% læst drif $$$















Eins og sjá má hefur ansi margt verið gert á þeim tíma sem ég hef átt bílinn, mun meiri tími hefur farið í að gera hann upp heldur en að keyra hann.
enda hefur hann aðeins verið ekinn 15.000 km á síðustu 5 árum.
Það hefur aldrei staðið til að selja hann en ég er að byrja í mjög dýru námi í haust og því er þetta raunin.
þetta ævintýri fór hressilega fram úr fjáráætlunum og hef ég eytt ca 1.6 milljón + vinnu í heildina. en það er nú þannig með svona bíla
að maður fær yfirleitt ekki til baka það sem maður setur í þá.
Ég set á hann 1290 þús en skoða öll tilboð og skipti.

Mbkv. Styrmir 846-3448


Honda Accord Special Edition '08
Honda CRF 250R '08
BMW E30 325i '90

Styrmir Sigurðsson