Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 23Rammar on August 21, 2014, 13:05:18
-
Kæri Kvartmíluklúbbur.
Dagur heiti ég og er að framleiða auglýsingu fyrir erlendan bíla og mótórhjólaframleiðanda.
Ég fékk skrítna fyrirspurn frá útlendingunum, þeim vantar eitthvað sem heitir "Tire warmer".
Ég hringdi í Nitro og þeir sögðu að ef einhver gæti reddað slíkri græju væri það einhver meistari í Kvartmíluklúbbnum.
Er einhver hér sem á slíka græju eða gæti reddað mér? :)
Mbk
Dagur
-
Sæll,
Þetta er hitamotta til að setja utan um dekk eins og í F1, við notum ekki þannig hér í kvartmílunni heldur hitum við dekkin með því að taka burnout.
Ég hef ekki séð svona búnað í notkun hérlendis.
Kv.Frikki
(http://www.sumomoto.com/tyre_warmer.jpg)
(http://image.highperformancepontiac.com/f/events/1408_2013_ames_performance_tri_power_pontiac_nationals/70454710/pontiac-burnout.jpg)
-
Sæll,
Þetta er hitamotta til að setja utan um dekk eins og í F1, við notum ekki þannig hér í kvartmílunni heldur hitum við dekkin með því að taka burnout.
Ég hef ekki séð svona búnað í notkun hérlendis.
Kv.Frikki
(http://www.sumomoto.com/tyre_warmer.jpg)
Takk fyrir þetta, ég sagði þeim bara að drullast til þess að taka Íslensku aðferðina :)
Ég held þeir geri það bara. :-({|=
-
Það gæti verið erfitt fyrir þá að hita framdekkið :mrgreen:
Ætla þeir að koma hingað og keyra ?