Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: SJA on August 12, 2012, 13:41:06

Title: Hatchback
Post by: SJA on August 12, 2012, 13:41:06
Pontiac Ventura ´71 - ´77
           Phoenix  ´78 - ´79

Oldsmobile Omega ´73 - ´79

Buick Apollo ´73 - ´79
        Skylark ´75 - ´79

Chevrolet Nova ´73 - ´79

Einhver sem veit um Hatchback bíl af þessum tegundum frá þessum árgerðum ? má vera í hvaða ástandi sem er.
Ef einhver veit eitthvað um málið væri gott að fá e.p. eða símtal.
Geiri
662-8830
Title: Re: Hatchback
Post by: SJA on August 14, 2012, 20:41:41
Ég trúi ekki öðru en að það leynist allavega einn svona bíll af öllum þessum möguleikum, :shock: eða hvað haldið þið ?
Moli, og aðrir "gagnabankar", ekkert sem þið munið eftir ?
Öll fræðandi og hjálpleg "reply" vel þegin !
Kv
Geiri
Title: Re: Hatchback
Post by: 57Chevy on August 14, 2012, 21:18:27
Það var til ein hvít "73-"74 Nova hatchback einusinni veit ekki hvað varð af henni ????
Title: Re: Hatchback
Post by: SJA on August 14, 2012, 21:37:01
Rauða ´74 Novan SS Hatchback sem talað er um í nokkrum þráðum hérna, Ö-1535 (´88 Benz síðast skráður með það númer), veit einhver um hana ? er hægt að finna út fastanúmerið út frá þessu gamla skráningarnúmeri ?
Title: Re: Hatchback
Post by: Moli on August 14, 2012, 22:38:29
Ég man amk. ekki eftir neinum X-body hatchback í fljótu bragði.

Rauða ´74 Novan SS Hatchback sem talað er um í nokkrum þráðum hérna, Ö-1535 (´88 Benz síðast skráður með það númer), veit einhver um hana ? er hægt að finna út fastanúmerið út frá þessu gamla skráningarnúmeri ?

Ekki nema að komast að fastanúmerinu eða vita síðasta skráða steðjanúmerið (gömlu plöturnar) sem var síðast á bílnum, þá er hægt að fletta því upp.

Hér er amk. ein 73-74 Nova hatchback, þekki ekki bílinn eða afdrif hans.
Title: Re: Hatchback
Post by: 57Chevy on August 15, 2012, 00:16:24
Þessi hvíta á myndinni sem Maggi setti inn er sú er ég var að tala um.

Hún var hér á Skaga í denn, var 350 og 3gíra beinuð.
Var að mig minnir rauð áður enn hún varð hvít.

Við sögðum alltaf að hún gæti runnið sjálf í gáng af því að hún var svo há að aftan og beinuð.  :D
Title: Re: Hatchback
Post by: SJA on August 15, 2012, 09:14:56
Sem sagt sannkölluð "sjálfrennireið" :D .......(orðið er upprunalega þýðingin á engilsaxneska orðinu "automobile"(fyrir þá sem ekki vita))

Þannig að þessi hvíta og rauði ´74 bíllinn eru sennilega sami bíllinn ?!
Takk fyrir þetta Maggi og Gussi.
Title: Re: Hatchback
Post by: Þórður Ó Traustason on August 19, 2012, 11:34:00
Maggi Hot Rod í Keflavík átti svona  Olds Omega 73-4 hatchback gráann að lit.
Title: Re: Hatchback
Post by: SJA on August 19, 2012, 15:28:35
Einhver sem veit um afdrif þessa Olds ? eða skráningarnr. fastanr. ?
Title: Re: Hatchback
Post by: kári litli on August 20, 2012, 18:22:12
Björn Gísli nokkur stundum kenndur við Phoenix átti einn slíkann Pontiac fyrir ekkert alltof mörgum árum. Hver sagan er á bakvið hann eða hvað varð um hann veit ég ekki  :-({|=
Title: Re: Hatchback
Post by: SJA on August 20, 2012, 18:29:42
Er Björn Gísli hérna á spjallinu ?
Title: Re: Hatchback
Post by: SJA on August 20, 2012, 18:32:11
Eins með "Magga Hot Rod" er hann spjallverji ?
Title: Re: Hatchback
Post by: Moli on August 20, 2012, 21:00:58
Er Björn Gísli hérna á spjallinu ?

Nærð honum örugglega á Live2Cruize spjallinu undir nafninu "phoenix"

Eins með "Magga Hot Rod" er hann spjallverji ?

nei, en held hann fylgist nú með því.


Held að þetta sér restinn af Phoenix sem Bjössi átti, hann hvílir á Sólheimum.
Title: Re: Hatchback
Post by: kári litli on August 21, 2012, 13:50:46
æjj #-o
Title: Re: Hatchback
Post by: SJA on August 21, 2012, 14:16:04
Takk fyrir ábendinguna Kári.
Þessi bíll er ekki Hatchback, er þegar kominn með hurðarspjöld og eitthvað fleira úr þessum bíl.
Title: Re: Hatchback
Post by: 74transam on September 05, 2012, 21:29:36
Sælir allir,
Ég átti Ö1535 sem var SS hatchback 1974, ég keypti bílinn 16. ára gerði hann upp að mestu leiti og á fyrsta skráningardegi velti ég kvikindinu á Grindavíkurveginum og hann skemmdist illa en var gerður upp og fór svo í eitthvert brask eftir það. Sorglegur endir á annars góðu eintaki.
Title: Re: Hatchback
Post by: dart75 on September 06, 2012, 08:33:48
hvaða blái dart er þetta  uppa yardi hja jóa
Title: Re: Hatchback
Post by: jegak on September 10, 2012, 21:27:39
Quote from: 74transam link=topic=63N505.msg230277#msg230277 date=1346880576
Sælir allir,
Ég átti Ö1535 sem var SS hatchback 1974, ég keypti bílinn 16. ára gerði hann upp að mestu leiti og á fyrsta skráningardegi velti ég kvikindinu á Grindavíkurveginum og hann skemmdist illa en var gerður upp og fór svo í eitthvert brask eftir það. Sorglegur endir á annars góðu eintaki.

sælir
ég keypti Ö1535 1983 í Keflavík,Novan var rauð með svörtum og gylltum röndum og þá var sett á hana E713.
Var síðan seld til Grundafjarðar 1984.
Á myndir sem koma síðar
Title: Re: Hatchback
Post by: Moli on September 11, 2012, 00:11:02
Quote from: 74transam link=topic=63N505.msg230277#msg230277 date=1346880576
Sælir allir,
Ég átti Ö1535 sem var SS hatchback 1974, ég keypti bílinn 16. ára gerði hann upp að mestu leiti og á fyrsta skráningardegi velti ég kvikindinu á Grindavíkurveginum og hann skemmdist illa en var gerður upp og fór svo í eitthvert brask eftir það. Sorglegur endir á annars góðu eintaki.

sælir
ég keypti Ö1535 1983 í Keflavík,Novan var rauð með svörtum og gylltum röndum og þá var sett á hana E713.
Var síðan seld til Grundafjarðar 1984.
Á myndir sem koma síðar

Þetta gæti þá að öllum líkindum líka verið hvíti bíllinn sem er hér að ofan, þar sem hann var um tíma á E númeri og á Skaganum? Það væri gaman að sjá myndir.  8-)

Hér er ferillinn af þeim bíl:

Eigendaferill
17.12.1985    Hannes Gunnar Guðmundsson    
06.12.1985    Jón Egilsson    
26.10.1985    Torfi Þórarinsson    
03.07.1985    Guðmundur Guðmundsson    
29.04.1985    Árni Jóhannes Reyndal Bragason    
07.03.1984    Hermann Guðberg Gíslason    
16.08.1983    Jón Ellert Guðnason    
20.08.1982    Höskuldur Björnsson    
28.07.1982    Birgir Guðnason    
15.07.1981    Eignarhaldsfél Brunabótafél Ísl
15.07.1981    Ólafur Jón Eyjólfsson    
25.04.1980    Ármann Árnason
21.11.1979    Eyþór Eðvarðsson
17.09.1979    Arngrímur Friðrik Pálmason
17.09.1979    Björn Guðjón Kristinsson
25.04.1979    Jón Sverrir Bragason

Númeraferill
15.05.1986    Ö4817    Gamlar plötur
10.12.1985    R15781    Gamlar plötur
02.08.1985    H2687    Gamlar plötur
29.04.1985    P1147    Gamlar plötur
07.03.1984    P116    Gamlar plötur
16.08.1983    E713    Gamlar plötur
25.04.1980    Ö1535    Gamlar plötur
21.11.1979    Y8980    Gamlar plötur
17.09.1979    R64414    Gamlar plötur
17.09.1979    U10000    Gamlar plötur
25.04.1979    R64414    Gamlar plötur

Skráningarferill
28.10.1987    Afskráð -
25.04.1979    Nýskráð - Almenn
Title: Re: Hatchback
Post by: Moli on September 11, 2012, 00:12:24
Var að fara í gegn um myndirnar og fann þennan, þekki ekki frekari deili á honum, nema hvað myndin virðist vera tekin á Bílasýningu B.A í kring um 1980.

Title: Re: Hatchback
Post by: Moli on September 11, 2012, 00:14:00
Einn hatchback í viðbót, þetta er BU-662, afskráður 1985.

Title: Re: Hatchback
Post by: 57Chevy on September 11, 2012, 19:29:00
Þessi hvíta var á M77 þegar hún var hér á Skaganum og eigandinn er ekki í þessum ferli svo ekki passar það.
Title: Re: Hatchback
Post by: Moli on September 11, 2012, 20:31:17
Þessi hvíta var á M77 þegar hún var hér á Skaganum og eigandinn er ekki í þessum ferli svo ekki passar það.

Sæll Gussi, þá er þetta hann, þessi var á M77 frá 78-82 í eigu Þórðar Magnússonar. Seinna málaður gulur og ónýtur eftir duglegt samstuð við 1969 Mustang.



Title: Re: Hatchback
Post by: 57Chevy on September 11, 2012, 22:34:03
Þessi hvíta var á M77 þegar hún var hér á Skaganum og eigandinn er ekki í þessum ferli svo ekki passar það.

Sæll Gussi, þá er þetta hann, þessi var á M77 frá 78-82 í eigu Þórðar Magnússonar. Seinna málaður gulur og ónýtur eftir duglegt samstuð við 1969 Mustang.




Passar réttur eigandi.

Leiðinlegt að sjá afdrif þessarar Novu. :-(
Varð þessi Mustang ekki ónýtur líka eftir þetta ?