Kvartmílan => GM => Topic started by: GunniCamaro on January 11, 2011, 14:20:03
-
Næsta sunnudag á Skjá 1 í Top Gear þættinum ætla vitleisingarnir væntanlega að rakka niður nýja Camaroinn þar sem þeir hata ameríska bíla : "Can the Germans really make a better muscle car than the Americans? Richard drives the Chevrolet Camaro SS and the Mercedes E63 AMG to find out and the Stig takes them around the track"
-
Það verður tæplega hlutlaust :mrgreen:
Fifth gear tóku test og það er nokkuð skemmtilegt og honum leiddist þetta ekki 8-)
http://www.youtube.com/v/LYT3DuUJCXM?fs=1&hl=en_US
-
http://videos.sapo.pt/7JI6khaMu1GBVzcAr4ht
-
Richard Hammond elskar Ameríska Bíla.
-
Ég kíkti á videoið af testinu af Camaroinum og ég verð að segja að ...............ÞETTA ERU NÚ MEIRI ANDSKOTANS HÁLFVITARNIR OG DRULLUHALAR .............(ég er pínu reiður).
Þarna koma þeir með Camaroinn sem kostar 40000 pund og hann höndlar vel en þá draga þeir fram 72000 punda MB AMG sem einhvern samanburð og segja hann miklu betri !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta er svipað og Richard Hammond færi í sjómann við Magnús Bess og það væri talið svipað !
Og svo getur þessi ofvaxni ljóti hálfviti (ég er enn reiður) sem heitir Jeremy Clarksson ekki séð sóma sinn að koma með sanngjarna gagnrýni heldur hraunar í einhverju bulli yfir bílinn.
Svo lendir Camaroinn í tíma á brautinni á milli bíla sem eru mun dýrari, málið er að þessir bretahálfvitar geta ekki kyngd því að ameríkaninn getur framleitt sambærilega bíla í afli og búnaði fyrir mun minna en margir aðrir.
En það er ekki kannski hægt að búast við einverju vitrænu frá mönnum sem halda að það besta fyrir bílaheiminn sé Game Over, nei ég meina Land Rover.
Það er auðvitað mun vitrænna sem kemur frá fifth gear gaurnum, þar er ekki bullið að þvælast fyrir þeim heldur faglegt mat.
-
Ég kíkti á videoið af testinu af Camaroinum og ég verð að segja að ...............ÞETTA ERU NÚ MEIRI ANDSKOTANS HÁLFVITARNIR OG DRULLUHALAR .............(ég er pínu reiður).
Þarna koma þeir með Camaroinn sem kostar 40000 pund og hann höndlar vel en þá draga þeir fram 72000 punda MB AMG sem einhvern samanburð og segja hann miklu betri !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta er spurning um fá að modda Camaroinn fyrir 32000 pund og prófa aftur 8-)
-j
-
Það skiptir engu máli hvað kemur í þáttinn, Camaro, Mustang eða Mopar, þríeykið þröngsýna rakkar allt niður sem er frá USA.
-
hehe þeir eru stór furðulegir.. J.Clark er nú þekktur fyrir að hata Corvette þó maður sýnist að það hefur skánað hjá honum gegnum árin.
maður skilur alveg afhverju Ameríkukaninn vil nú helst ekki hleypa þeim inní landið til að taka upp þátt :D , Annars hefur þeir annars mýkst eða Kaninn byrjað að hanna betri bíla þar sem maður finnst þeir vera meira ánægari með usa bílana.
Húmorinn er að þeir eiga allir eitthvað af amerískum muscle car svo spurning hvort þetta er bara leiklist að dissa bílana.
-
hehe þeir eru stór furðulegir.. J.Clark er nú þekktur fyrir að hata Corvette þó maður sýnist að það hefur skánað hjá honum gegnum árin.
maður skilur alveg afhverju Ameríkukaninn vil nú helst ekki hleypa þeim inní landið til að taka upp þátt :D , Annars hefur þeir annars mýkst eða Kaninn byrjað að hanna betri bíla þar sem maður finnst þeir vera meira ánægari með usa bílana.
Húmorinn er að þeir eiga allir eitthvað af amerískum muscle car svo spurning hvort þetta er bara leiklist að dissa bílana.
Jeremy talar nú ekki fallegt um neitt nema að það beri nafnið range rover. En að líkja bílnum við MB AMG er nú kanski fullgróft þar sem að mb er nú bæði talsvert dýrari og hönnuninn talsvert betri. Ég hef aldrei skilið þegar menn geta ekki borið sambærilega bíla saman. Þetta er eins og að bera saman 8cyl pickup við yaris í eyðslu. Yarisinn eyðir svo litlu en pikkinn alveg helling. Það gleymist oft að hugsa að yaris væri í sömu stærð og fullsize pickup með sömu stærð að vél þá væri eyðslu munurinn ekki neitt til að tala um Það er mikið að þeir beri þetta ekki bara við bucatti eða eitthvað álíkað.
-
Þetta er nú eldgamall þáttur.. hann kom út í júlí 2010
Hammond útskýrir líka í lokin að þótt AMGinn sé mikið betri myndi hann frekar kaupa sér Camaroinn.
Clarkson hefur nú líka sett ZR1 ofar í sinni bók en Audi R8.
Þeir töluðu líka mjög vel um C6 ZR1 sem Clarkson ók, Challenger sem Hammond ók og CTS-V sem May ók í 12. seríu þegar þeir tóku roadtrip sem endaði í Utah á saltsléttunum.
Að sjálfsögðu segja þeir líka margt slæmt um ameríska bíla, sumt sem er eitthvað vit í og sumt sem er ekkert vit í, en menn verða að muna að þetta er meira entertainment en factual þáttur.
-
hehe þeir eru stór furðulegir.. J.Clark er nú þekktur fyrir að hata Corvette þó maður sýnist að það hefur skánað hjá honum gegnum árin.
maður skilur alveg afhverju Ameríkukaninn vil nú helst ekki hleypa þeim inní landið til að taka upp þátt :D , Annars hefur þeir annars mýkst eða Kaninn byrjað að hanna betri bíla þar sem maður finnst þeir vera meira ánægari með usa bílana.
Húmorinn er að þeir eiga allir eitthvað af amerískum muscle car svo spurning hvort þetta er bara leiklist að dissa bílana.
Jeremy talar nú ekki fallegt um neitt nema að það beri nafnið range rover. En að líkja bílnum við MB AMG er nú kanski fullgróft þar sem að mb er nú bæði talsvert dýrari og hönnuninn talsvert betri. Ég hef aldrei skilið þegar menn geta ekki borið sambærilega bíla saman. Þetta er eins og að bera saman 8cyl pickup við yaris í eyðslu. Yarisinn eyðir svo litlu en pikkinn alveg helling. Það gleymist oft að hugsa að yaris væri í sömu stærð og fullsize pickup með sömu stærð að vél þá væri eyðslu munurinn ekki neitt til að tala um Það er mikið að þeir beri þetta ekki bara við bucatti eða eitthvað álíkað.
Reindar er markmiðið með samanburði á 2 bílum að komast að því hvor hönnunin sé betri :D
-
Fyrst þegar ég fór að horfa á þessa þætti hélt ég að ég væri að horfa á bílaþætti með skemmtiívafi og var ekki allskostar ánægður en þegar ég ákvað að Top Gear væri skemmtiþáttur með bílaívafi skánaði þetta aðeins og við hjónin og dæturnar höfum oft velst um af hlátri yfir óborganlegum uppátækjum þeirra.
En svo kemur af og til svona "gagnrýni" sem getur farið alvarlega í taugarnar á manni og Kaninn má eiga það að þegar þeir eru að bera saman bíla gera þeir það á jafnréttisgrundvelli.
-
Voðalega eru sumir viðkvæmir. Þetta er skemmtiþáttur með smá bílaþema, keyrður eftir handriti. Það myndi enginn horfa á hann ef þetta væru bara einhverjir bílalúðar að slefa yfir nýjustu druslunum sem voru að koma af færibandinu (Sá þáttur er til, heitir Fifth Gear og það horfir enginn á hann). Í staðinn þá er þetta lang vinsælasti sjónvarpsþátturinn á BBC.
-
Þetta er engin viðkvæmni, það er hægt að vera með skemmtilegan bílaþátt með grínívafi og koma með spaugilega gagnrýni en þegar það er vitað að það verður örugglega hraunað yfir bíl án þess að hann eigi séns verður maður kannski pínu fúll, kannski af því að ég er bílaáhugamaður en ekki bókmenntafræðingur.
Svo er ég nú viss um það að ef t. d. Mitsubishi Eclipse hefði fengið svipaða meðferð og Camaroinn fékk hefði einhverjir Eclipse eigendur orðið fúlir.
-
Gunni minn,hvaða væl er þetta.Er ekki kominn tími á að einhver sem ekki kiknar í hnjáliðunum við að heyra um nýjan Camaro skoði þessar tíkur.Þú verður bara taka því.
-
Ég skil Gunna mjög ! vel þetta er fáranlegur samanburður.
-
Það getur verið að það séu til Eclipse eigendur sem halda að þessir bílar séu svo æðislegir að það megi ekki hafa aðra skoðun á þeim.
Ég er ekki einn af þeim.
-
Það er ekkert skrítið að Camaro aðdáendur séu svektir, það var germanskur prammi með kældum cuphoder og alskonar sem stakk hann af. En það á eingin séns í Camaro í bílastæði hann er helv, flottur. 8-)
-
Hvernig væri nú að anda með nefinu drengir :lol:
Camaroinn er flottur en held að hann sé langt frá því að vera best bíll í heimi. Meirasegja mjög langt frá því...
-
Hefði ekki verið nær að bera saman nýja vettu og þennan nasistakassa :?: Spurning hvernig útkoman hefði orðið þá :-"
-
Þeir eru ekki alveg hlutlausir en þeir vita vel um hvað þeir eru að tala :D nýi Camaroinn er enginn milljón$ Enzo kvað þá Bugatti Veyron og þegar kemur að dæma Bíla notast þeir við sinna reynslu og skoðun auðvita :D og að fara svona i fyllu útaf þeir bera nýja Camaro við þýskan stoðhest í staðinn fyrir detroit truntu :mrgreen: er bara væl :cry:
hér er smá hluti af Power Laps Times :-" ég sá ekki ástæðu til að hafa stóru nöfnin inn og hvað Rice burners nú eða Bmw :-# :smt040
Corvette ZR1 1.20.4
Mercedes McLaren SLR 1.20.9
Ford GT 1.21.9
Corvette Z06 1.22.4
Mercedes SL Black 1.23.0
Chevrolet Corvette 1.26.8
Mercedes CLS 55 AMG 1.26.9
Holden Maloo 1.27.1
Camaro 1.27.9
Roush Mustang 1.28.0
Dodge Viper SRT-10 1.28.5
Ford Shelby GT500 1.30.0
Vauxhall VXR8 1.31.3
Mercedes S63 AMG 1.32.0
Mercedes SL 55 AMG 1.33.2
Cadillac CTS 1.33.3
http://www.bbc.co.uk/topgear/show/powerlaps.shtml