Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: þorkell on December 08, 2010, 15:26:02
-
Á einhver mynd af Chargernum sem stendur inní hlöðu vestur á Barðaströnd
-
Ekki ég, en er lengi búinn að leita að slíkri.
-
Og víst alveg vonlaust að fá að skoða hef ég heirt.
-
Í hvernig ástandi er hann, og er hann búinn að standa lengi?
-
Í hvernig ástandi er hann, og er hann búinn að standa lengi?
Skilst að hann sé í lélegu standi og sé búinn að standa í um 30 ár.
Það er amk. búinn að vera sami eigandi síðan 1977 og var síðast á númerinu B-1070
-
Er sagður mjög ryðgaður. Heimildarmaður minn sagði mér það fyrir ca. 5 árum, hann hefur oft séð bílinn.
-
Var ekki einhver frægðarsaga á bak við hann :idea:
-
Ég get hugsanlega reddað mynd af honum.
En þessi bíll verður aldrei til sölu að mér skilst og líklega heldur ekki gerður upp :-(
Hann er búinn að vera á leiðinni að gera hann upp sjálfur í alltof langan tíma, en aldrei að segja aldrei :wink:
Ég hef séð eina mynd af honum og hann leit nú ekkert sérstaklega vel út á henni, en hann var víst mjög flottur í gamla daga.
-
Jæja þá er myndin komin.
Svona leit hann út fyrir 6 árum síðan :-(
En eins nokkrir aðrir gullmolar þá er hann ekki falur og það þýðir ekkert að spyrja um hann.
(http://farm6.static.flickr.com/5242/5246564865_66f39f304f_z.jpg)
-
Góður Stjáni! 8-)
Hvernig var þessi bíll útbúinn upphaflega? Hvaða litur, vél ofl.? Er einhver sem veit það?
-
Maggi ég er búinn að senda þér myndina í tölvupósti.
-
Góður Stjáni! 8-)
Ef við brjótum niður VIN# sem er XP29LOG210069 fáum við þessar tölur:
XP29 = Dodge Charger
L= 383 383ci 2bl V-8 290hp eða 383ci 4bl V-8 330hp
0 = 1970
G = St. Louis plant.
210069 = Serial Number
Hvernig var þessi bíll á litinn?
-
Maður hefur nú séð svona hlöðu mopar áður 8-)
-
Er mögulegt að hann hafi verið á litinn eins er þarna á svuntunni að framan :-k
En það er hrikalegt að maðurinn skuli ekki láta Chargerinn í hendurnar
á aðila sem hefur allt til að gera hann upp #-o
-
Sagður gulur í Bifreiðaskrá
-
Samkvæmt mínum heimildum var hann mosagrænn með hvítum víniltopp
-
ÖÖÖÖÖSSSSSSSSZZZZZZZZZHHHHH
Er þessi kominn í letirnar \:D/
mosagrænn með hvítum vínil hlómar vel =D>
-hér er mynd af ´69 bíl og svo dekkri ´70 bíl
-
Gæti verið að bíllinn havi verið á Akureyri áður.? Man að ég skoðaði grænan Charger fyrir norðan ca. 76-77. Var í skúr vélarlaus (biluð), var SE og R/T. 8-)
Annars var þetta á laugardagskvöldi um verslunarmannahelgi og mynnið ekki uppá það besta frá þessu kvöldi (nótt ? ). :wink: :???: :-k
-
Skv. VIN þá er þessi fyrir vestan ekki RT eða SE.
-
Skv. VIN þá er þessi fyrir vestan ekki RT eða SE.
Þá er það ekki þessi að norðan. Hann var SE og R/T það man ég. :)
-
Skv. VIN þá er þessi fyrir vestan ekki RT eða SE.
Þá er það ekki þessi að norðan. Hann var SE og R/T það man ég. :)
Hérna eru leifarnar af einum best útbúna '70 Chargernum sem var hérna á landinu, skilst að þessi hafi verið original RT/SE. Grænn var hann og var mér sagt að hann hafi endað amk. einu sinni í sjónum í Vestmanneyjum, þessi var fljótt útlifaður og var ónýtur um 1980.
(http://www.musclecars.is/album/data/610/184.jpg)
-
Skv. VIN þá er þessi fyrir vestan ekki RT eða SE.
Þá er það ekki þessi að norðan. Hann var SE og R/T það man ég. :)
Hérna eru leifarnar af einum best útbúna '70 Chargernum sem var hérna á landinu, skilst að þessi hafi verið original RT/SE. Grænn var hann og var mér sagt að hann hafi endað amk. einu sinni í sjónum í Vestmanneyjum, þessi var fljótt útlifaður og var ónýtur um 1980.
(http://www.musclecars.is/album/data/610/184.jpg)
Þetta gæti verið sá er ég sá fyrir norðan?
-
er það alveg víst að þetta sé r/t með 318 það er eh vitlaust við það !!!
-
þar sem að 318ci vélin var standard mótor í ´68 Charger (var reyndar lika hægt að fá þá 6cyl og 383-2 eða 383-4) en 440 er hinsvegar standard mótor í ´68 R/T Chargerum (með val um 426HEMI)
´69 kemur síðan SE bíllinn (a new trim line) og þá var hægt ða fá bæði SE og R/T í sama bílnum sem SE R/T og það er þá 440 bíll með auka "trim" pakkanum.
´70 Chargerinn þekki ég bara ekki alveg nógu vel til þess að geta verið fullviss en mér þikir afarólíklegt miðað við að R/T bílarnir eru allir 440 (eða HEMI) að það hafi verið til original 318ci R/T bíll :-"
-en það mátti sjálfsagt sérpannta þannig í gamla daga eins og svo margt
-
Ég las í einhverjum þræði að þessi bíll var 440 orginal en henni var hent í sjóinn af því að hún eyddi svo miklu og sett 318 í staðinn. Þessi var víst grafinn á flúðum í kringum 82 þá alveg ónýtur.
kv Daði.
-
Ég las í einhverjum þræði að þessi bíll var 440 orginal en henni var hent í sjóinn af því að hún eyddi svo miklu og sett 318 í staðinn. Þessi var víst grafinn á flúðum í kringum 82 þá alveg ónýtur.
kv Daði.
:smt018 :smt021
-
Þessi Charger í hlöðunni fyrir vestan var fluttur inn veturinn 1973 af Kjartani Kristóferssyni sem bjó á sveitabæ í útjaðri Flúða. Fekk hann númerið X-458. Kjartann á hann til ca ´77 og selur hann þá vestur á Barðaströnd og verður þá að B-1070. Hann er 383. Hann var einhvernveginn grængulsanseraður með hvítann vínyltopp og hvíta innréttingu. Spaslið á hurðinni er eftir árekstur við Landleiðarútuna undir Miðfelli rétt hjá Flúðum. Hurðin og afturbrettið skemmdust talsvert. Hann fór úr umferð í kringum ´83.
Kveðja Jói.
-
og þá EKKI original R/T bíll
-
(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=54398.0;attach=64273;image)
a ekki að fara bjarga þessum eða er hann bara alveg dauðadæmdur? :-(
-
Ég las í einhverjum þræði að þessi bíll var 440 orginal en henni var hent í sjóinn af því að hún eyddi svo miklu og sett 318 í staðinn. Þessi var víst grafinn á flúðum í kringum 82 þá alveg ónýtur.
kv Daði.
ef eg man rett var bilnum sjalfum hent uti sjo 2 meira að seigja minnir mig og billin var graffin eftir enhvað 3 ohapp hja sama eyganda og þa onytur :-(
-
þyrftir nú að byrja á að grafa boiddýið upp aftur.. eflaust glæsilegt eftir 30ár neðanjarðar
-
eru komnar einhverjar fréttir af þessum ?
-
Ekkert að frétta?
-
var ekki búið að komast að þeirri niðurstöðu að bíllinn hafi verið grafinn á flúðum?
-
nei þessi af bárðarströnd??
-
búinn að standa þarna í 30 ár, efast um að það sé einhver breyting þar á
-
er einhver möguleiki að bjargahonum og ef svo er gæti hann verið til sölu
-
Sorglegt hvað margir bílar lífa stutt :-(
-
Sorglegt hvað margir bílar lífa stutt :-(
Segðu, sértakslega Charger-inn :-({|= :-({|=
-
er einhver möguleiki að bjargahonum og ef svo er gæti hann verið til sölu
það kemur mjög skýrt fram í þræðinum