Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Jón Bjarni on August 24, 2010, 19:40:08

Title: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: Jón Bjarni on August 24, 2010, 19:40:08
Sælir félagar

Dagskrá septembermánaðar (keppnir)

4 sept - 4 umferð íslandsmeistaramótsins í kvartmílu.
18 sept - 1/8 míla lokamót kk.

Þeir sem voru búnir að greiða keppnisgjöld fyrir 1/8 míluna:
Ef þið viljið nota þetta sem keppnisgjald í íslandsmeistaramótinu eða lokamótinu, þá er ég með listann yfir þessa sem greiddu hjá mér,
Ef þið viljið fá endurgreitt,  þá þarf að senda mér PM með reikningsnúmeri

kv
Stjórn KK
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: Buzy84 on August 26, 2010, 11:07:14
Vonum að veðurguðirnir passi uppá þessa daga fyrir okkur :)
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: budapestboy on August 28, 2010, 01:38:05
Hvaða flokkar verða keyrðir??
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: kjh on August 28, 2010, 19:16:17
Er þetta ekki einmitt á Ljósanótt?

Spurning um að víxla 1/8 og Íslandsmótinu, viss um að fleiri en mig langar að rúnta í Kef og skoða bílana.

kv. Kjartan
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: budapestboy on August 28, 2010, 20:31:01
Er þetta ekki einmitt á Ljósanótt?

Spurning um að víxla 1/8 og Íslandsmótinu, viss um að fleiri en mig langar að rúnta í Kef og skoða bílana.

kv. Kjartan

X2!!
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: bæzi on August 28, 2010, 21:35:59
Er þetta ekki einmitt á Ljósanótt?

Spurning um að víxla 1/8 og Íslandsmótinu, viss um að fleiri en mig langar að rúnta í Kef og skoða bílana.

kv. Kjartan

uuhhhh...... nei...
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: kjh on August 28, 2010, 21:44:11
Er þetta ekki einmitt á Ljósanótt?

Spurning um að víxla 1/8 og Íslandsmótinu, viss um að fleiri en mig langar að rúnta í Kef og skoða bílana.

kv. Kjartan

uuhhhh...... nei...

uuhhhh...... jú...
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: ÁmK Racing on August 28, 2010, 23:39:20
Ég held að það sé nú stefnan að halda planinu þannig að ef íslandsmótið er á undan sem er réttast svo að það sé hægt að ljúka því fyrir veturinn.Svo hefur margsinnis verið keppni á Ljósanótt ég veit það vel bý á Suðurnesjum og hefur ekki plagað neinn hingað til.Kv
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: kjh on August 29, 2010, 11:26:11
Ég held að það sé nú stefnan að halda planinu þannig að ef íslandsmótið er á undan sem er réttast svo að það sé hægt að ljúka því fyrir veturinn.Svo hefur margsinnis verið keppni á Ljósanótt ég veit það vel bý á Suðurnesjum og hefur ekki plagað neinn hingað til.Kv

Ég væri amk. til í að hafa tækifæri á að kíkja á Ljósanótt og taka þátt í Íslandsmótinu... Þarf ekki nema að hliðra keppni um eina viku.

kv. Kjartan
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: 1000cc on August 29, 2010, 14:46:42
Fara eftir helv dagatalinu....
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: kjh on August 29, 2010, 15:07:51
Fara eftir helv dagatalinu....

Það er of seint :)

Þessi dagsetning var ekki á dagatali klúbbsins.

Ætli það mæti ekki fleiri áhorfendur líka á keppni þar sem ekki er annar bíla event á sama tíma?

kv. Kjartan
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: SPRSNK on August 29, 2010, 15:11:40
Kjartan

við gerum bara hvort tveggja!

 8-)
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: bæzi on August 29, 2010, 17:33:55
Kjartan

við gerum bara hvort tveggja!

 8-)

thad er bud ad hraera nog i thessu.....  :twisted:

menn keyra bara og kikja svo a thetta fjosakvold tharna sudur med sjo ef menn vilja thad.....

kv baezi
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: Lolli DSM on August 30, 2010, 11:45:09
Ekki einu sinni stinga uppá því að fara að breyta þessu e-ð meira :)
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: budapestboy on August 31, 2010, 17:24:06
Getur einhver sagt mér hvaða flokkur gæti hentað mér í Jeep srt8 í keppninni næstu helgi er ekki allveg með þessa flokka á hreinu ???
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2010, 18:09:21
Ég myndi velja Bracket flokk.
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: budapestboy on August 31, 2010, 18:39:39
Ég myndi velja Bracket flokk.

Verður maður þá ekki að mæta á æfinguna til að vita hvaða tíma maður á að velja sér??
Title: Re: September - 1/8, íslandsmeistaramót
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2010, 18:46:01
Ekkert endilega,þú færð æfingaferðir og svo tímatökur,þá geturðu fengið aðstoð ef þú villt við að velja þér index.