Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Buzy84 on July 05, 2010, 11:39:34
-
Sæl Öll,
Í gær lenti ég í því óhappi að kaupa ónýtt bensín á N1, ég tek allrei 98OKT á N1 en gerði það í gær þar sem ég bý í næsta húsi við N1 og var að leið uppá braut að keppa, tankurinn var nánast tómur og tók ég 35ltr áður en ég fór uppá braut, strax í fyrstu ferð fór bílinn að freta allveg á fullu og boostið hrundi niður úr öllu valdi, eftir runnuð kom Gummi 303 og fékk að sitja í eina ferð og eftir að hafa heyrt hvernig bílinn lét spurðan hvort ég hefði nokkuð tekið 98OKT á N1 í HFJ, því kvöldið áður tók hann sama bensín á sama stað á Súpruna hans Danna og fór allt í steik og sama fret og var í mínum,
Keppnin hálfpartin eyðilagðist hjá mér og þurfti ég að keyra á 0,4bar í stað 1,5bar.
Þess má geta að Boggi sem er á LS1 RX8 bílnum tók líka 98OKT á sama tíma og ég,,, árangurinn var langt frá hans besta tíma þrátt fyrir að vera skjóta 100hp nítró inn,,,,,,sem segir okkur strax að þetta bensín er HANDÓNÝTT,
Langaði að deila þessu með ykkur svo þið lendið ekki í því sama og við, ég hreinlega nenni ekki að senda N1 mail þar sem Kjarri á gráa MMC eclipse lendi í þessu líka og fór með bensínið til þeirra og gáfu N1 honum bara puttan.
-
Þetta er víst mjög gott til að sniffa segja gárungarnir. Er það ekki málið Óli minn.
-
Ekki gott að heyra þetta,ég hef notað þetta eingöngu og án vandræða en ég er reyndar bara með 10.25:1 þjöppu og engan poweradder.
Hefurðu verið á V-power 99 hingað til Óli? Er Skeljungur ekki hættur að flytja það inn núna,V-power 95okt komið í staðin.
-
Bjössi Mótor var að tala um þetta við mig uppá braut líka í gær, keypti á sama stað og lenti í þvílíkum gangtruflunum o.sv.frv.
-
sælir
ég tók líka 98 á N1 hafnafirði áður en ég kom upp á braut, ég held að þetta sé bara eitthvert prump bensín...... :-# mér hefur fundist það áður...
En ég er reyndar ekki að blása neinu, og er því ekki eins viðkvæmur fyrir því eins og turbo og blower bílar en ég er að keyra með frekar háa þjöppu 11.6:1 hafði bara safe kveikju.
En þetta er alveg stór hættulegt...... :twisted:
kv Bæzi
-
Ég setti 40L af 98 okt. á minn á föstudagskvöldið hjá N1 í Lækjargötu - fann ekki fyrir gangtruflunum um helgina.
En ekki var 1/4 tíminn eða hraðinn sá sem ég var að vonast eftir :-" hvort það var bensínið eða ökumaðurinn veit ég ekki
-
Hvar er þá hægt að fá 98 okt. bensín sem er í lagi :?:
-
ég man ekki eftir því að hafa heyrt svona kvartanir frá 98okt olís bensíninu.
svo er spurning hvort þetta sé ekki bara bundið við þessa einu stöð?
-
Já þetta var frekar skítt, er komin á 95Vpower núna og er að blása 1,5bar án vandræða !!! sem segir okkur það að þetta bensín sem ég tók í gær er ekki í lagi,
ég er vanur að taka 98 á Olis og hefur það verið gott hingað til.
Kv Óli R
-
Ég talaði við Skeljung í dag, þeir eru að skoða það að fara að flytja inn 98 oct og búnir að senda inn fyrirspurn þess efnis. Sá sem ég talaði við hvatti okkur, sem hafa áhuga, að senda þeim póst og láta vita af okkur.
Spurning um að gera það og láta vita af því að við höfum áhuga, því fyrr því betra...
-
Sé líka að Olís er með 98 oct á eftirfarandi stöðvum á höfuðborgarsvæðinu skv. heimasíðunni þeirra:
- Álfabakki
- Álfheimar
- Ánanaust
- Gullinbrú
- Hamraborg
- Klöpp
-
Takk fyrir að láta okkur hina vita. Ég get ekki hugsað mér að versla eldsneyti á kaggan hjá þessu fyrirtæki hér eftir. Ég hef fengið ruslbensín (átti að vera 98) frá N1 en ekki á þessum tiltekna stað sem þú nefnir. Gæðaeftirlit fyrirtækisins virðist vera út á þekju hvað þessi mál varðar.
Hvar nær maður í gott pumpubensín sem er sem næst brautinni okkar góðu?!?! Er ekki tilvalið að nota afsláttarkortið góða og versla við Shell, styrkja klúbbinn í leiðinni :)
Það væri skemmtilegt að fá fleiri reynslusögur um 95 v-power'ið.
Kv,
Kiddi.
-
Til samanburðar við oct. í USA þá er PON gildi 95 V-Power = 90,7
Það er fundið út með því að leggja saman RON-gildi sem er 96,2 og MON-gildi sem er 85,2 og deila í summu þess með tveimur.
en þessar upplýsingar eru fengnar frá Skeljungi skv. gæðaskjali síðasta farms af þessu bensíni!
-
Skráið ykkur hér og svo sendi ég þetta á Skeljung:
http://dWc&hl=en
Hvernig kemst maður inn á linkinn?
-
Já, ég gat þetta að lokum .... login á Google vandamál.
-
Talaði við Hermann forstjóra N1 og þeir eru að láta ransaka bensínið á þessari stöð. Ef eitthvað er athugavert verður það bætt. Hann ætlaði að setja niðurstöðurnar hér inn á spjallið. 98 okt bensínið frá Olís er keypt af N1 svo það er sama bensínið. Eg hef ekki verið í neinum vandræðum með 98 okt N1, reyndar ekki keypt á þessari stöð en hann sagði mér að bensínið kæmi ekki alltaf frá sömu olíuhreinsunarstöðinni og væri misgott en þessvegna bættu þeir alltaf sínum efnum út í það til að fá sinn standard og hann sagði mér að þetta skipti þá miklu máli að þessir hlutir væru í lagi enda margir bílaáhugamenn sem vinna þarna hjá N1
-
Flott hjá þér Hilmar að fara beint í toppinn með þetta,það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr prufunni.
-
Þetta kom upp á laugardeginum líka þess vegna var ég fljótur að kveikja á perunni þegar að Óli (Buzy) fór að tala við mig um þetta á sunnudeginum.
En sem sagt á laugardeginum þá var meiningin að stilla Supruna hans Danna, en það var alveg sama hvað við gerðum, lækkuðum kveikjuna um 6 gráður og svo var ég að monitora knock og við sáum jafnvel knock í 4psi blæstri, en áður var verið að blása 15psi sem að var mjög safe og ekkert vandamál með.
Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem að ég lenndi í þessu á þessari tilteknu stöð því þetta kom upp í fyrra hjá okkur Kjarra.
Þá vorum við nýbúnir að klára stilla Evo'inn hans og svo fór hann beint og tók 98 þarna á Lækjargötunni og bílinn fór strax að láta eins og kjáni.
Hann tappaði bensíninu af og fór með það til N1 sem sögðust hafa rannsakað það og það væri allt í góðu með bensínið, en það getur ekki verið þar sem að við sáum þetta alveg greinilega í vélartölvunni og á knockinu.
Einnig þá lagaðist vandamálið eftir að 98okt var keypt annarsstaðar, án nokkurra annara breytinga, en það var alveg sama hvað við reyndum að segja og útskýra N1 sagði að þetta sem var keypt á Lækjargötunni væri í lagi.
kv
Gummi
-
Það væri skemmtilegt að fá fleiri reynslusögur um 95 v-power'ið.
Ég er allavega búinn að ákveða að taka samanburð í tvemur bílum á milli 95 v-power og 98okt til að sjá hver raunverulegur munur er í kveikju flýtingu og blæstri.
En eins og flest í kringum mig þá eru þetta blásnir 4 bangers, það væri gaman að heyra frá einhverjum öðrum sem hefur datalogging / tuning möguleika til að monitora knock ofl.
kv
Gummi
-
Hvar ráðleggið þið snillingarnir þá 98 okt. bensínkaup á þessarri stundu?
-
Eina sem að ég veit er að Lolli tók 98okt á rauða Eclipse'inn upp á N1 í Ártúnsbrekkunni á laugardaginn og það var í lagi.
-
Takk fyrir
-
Já ég kaupi ýmisst 98 á N1 Ártúnsholti eða Olís Álfheimum, aldrei lent í veseni.
-
Ég tók í Olis Mjódd í gær 98okt og fínt power, hinsvegar er pústið orðið hvítt :S ?? afhverju er það ? sá þetta stundum þegar ég tók 100okt uppá bildshöfða ??
-
Pústið verður oftast hvítt af blýbensíni. Einkennilegt þar sem að þetta 98 oktan sem selt er á að vera blýlaust.
-
Ég hef verið á 98' okt, 99' V-Power, 95' Okt og 95' V-Power og mér fynnst bíllinn minn alveg lang
bestur á 95' V-Power.. En á móti kemur að ef ég þrykki í S eða Steptronic stillingu þá fynnst mér hann
tregur við að skipta, Ekki jafn snöggur og í D - inu.
Getur einhver sagt mér hvers vegna þetta er? Er það skiptingin eða er bensínið að hafa svona áhrif.
P.s. Glatað að heyra þetta með 98' á N1 Lækjargötu :( Verslaði nánast alltaf þar. :evil:
-
Góðan daginn
Við hjá N1 hófum rannsókn á öllu 98 oktana bensíni eftir að hafa heyrt af þeirri umræðu sem hér fer fram.
Okkar rannsókn náði til allra útsölustaða og birgðageyma í Örfirisey.
Í stuttu máli þá er bensínið í fullkomnu lagi og stens alla staðla sem slík vara á að uppfylla.
Fyrir utan þá umræðu sem hér fer fram þá eru fjölmargar bifreiðar sem kaupa þetta bensín á hverjum degi og hafa ekki fundið fyrir neinum vandamálum.
Við höfum ekki svör við því hvernig stendur á þeim gangtruflunum sem hér er lýst en það geta fleiri en ein ástæða.
Allt bensín bæði 95 og 98 oktana bensín er efnabætt í okkar birgðastöðvum og er eingöngu selt sem slíkt. Þetta hefur verið gert síðan 2003.
Við tökum það mjög alvarlega ef að upp koma vandamál með eldsneyti og því hvetjum við alla þá sem telja sig hafa keypt gallaða vöru að vera í sambandi við okkur og við munum fá botn í málið hvers kyns er.
Virðingarfyllst
Hermann Guðmundsson
Forstjóri N1
-
Er hægt að mæla þjöppuþol eldsneytis hér á landi?
-
Við sendum slíkar rannsóknir til Rotterdam.
Hermann
-
Takk fyrir upplýsingarnar Hermann,ég tók 98okt í gær á Lækjargötunni og ég get ekki fundið
neitt að því,reyndar er ég ekki með nema 10.25:1 í þjöppu og enga túrbínu eða slíkt.
Þess má geta að hjá Bogga á Rx8 var það ekki eldsneytið sem var að hrjá hann heldur bilaður nos window switch,
Ingó aftengdi hann eftir keppni og þeir fóru prufuferðir og allt virkaði sem skildi.
-
Sælir,
ég lenti í því að taka bensín á Supruna eins og Gummi sagði hér frá fyrr í þræðinum og sem betur fer þá vorum við akkúrat á leiðinni að stilla bílinn og sáum að ekki var allt í lagi...
En ég hafði samband við Herbert í N1 sem sér um að rannsaka bensínið og hann sagði mér að það væri ekkert að þessu bensíni. Þegar ég spurði hann hvernig stæði þá á því að við hefðum nokkrir lent í sama vandamáli á svipuðum tíma og það strax eftir að við tókum bensínið á þessari stöð þá varð hann bara pirraður og nennti varla að tala við mig! Hann sagði að á meðan það rigndi ekki yfir þá kvörtunum þá yrði ekkert meira gert í þessu máli! Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta vandamál kæmi ekkert fram í venjulegum bílum og þá aðalega vegna þess að fólk hefur ekki hugmynd um að bíllinn sé að forkveikja og í venjulegum bílum þá seinkar bara vélartölvan kveikjunni ef hún skynjar forkveikju.... Ég sagði honum að það væri klárt mál að þetta bensín væri ekki að ná þessari okt. tölu sem það ætti að vera og það langt frá því! Þegar ég sagði honum síðan að ég hefði tappað bensíninu af bílnum og hvort þeir myndu þá getað endurgreitt það þá spurði hann hvort ég ætti ekki einhvern annan bíl sem ég gæti sett það á!
En ég nenni nú ekki að skrifa allt eftir honum hér en eftir þetta samtal við hann Herbert þá varð mér allavega ljóst að þeir eru ekkert að taka okkur trúanlega vegna þess hvað við erum fáir sem eigum öfluga túrbóbíla sem höfum græjur til að fylgjast með því hvað er að gerast í mótorinum í rauntíma!
Hér eftir hald ég að það sé best að láta vita hér á spjallinu ef menn lenda í svona veseni svo við getum sniðgengið þær bensínstöðvar, því eftir að sjá hvernig þeir taka á svona málum þá er ég viss um að þeir færu nú alldeilis ekki að borga þér fyrir ónýtan mótor vegna ónýts bensíns!!!!! :evil:
-
Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út út samanburði á Shell 95Vpower ef Gummi kemst í að prufa það.
-
Sæll Daníel
Það væri fróðlegt að vita hvaða bensín þú notar dags daglega á þennan bíl og hvað á að breytast við að taka 98okt?
Til fróðleiks þá erum við að skoða með að framleiða race bensín sem væri vel yfir 100 oktane. Verði það klárað með ásættanlegum árangri þá látum við vita hér á spjallinu.
kv. Hermann N1
-
Til fróðleiks þá erum við að skoða með að framleiða race bensín sem væri vel yfir 100 oktane. Verði það klárað með ásættanlegum árangri þá látum við vita hér á spjallinu.
kv. Hermann N1
Það væri frábært :smt023
-
Fáum bara E85 á dælurnar og þá væru allir sáttir :D
-
Sæll Daníel
Það væri fróðlegt að vita hvaða bensín þú notar dags daglega á þennan bíl og hvað á að breytast við að taka 98okt?
Til fróðleiks þá erum við að skoða með að framleiða race bensín sem væri vel yfir 100 oktane. Verði það klárað með ásættanlegum árangri þá látum við vita hér á spjallinu.
kv. Hermann N1
Sæll Hermann
Ég notaði alltaf 99okt. v-power en þar sem það er ekki lengur í boði þá færði ég mig yfir í 98okt. og það var ekkert verra en v-powerið en þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi á lélegu bensíni.
En munurinn á þessu með oktane töluna er hversu mikið ég get látið túrbínuna blása. Á 98okt. þá er hún að blása allt að 20psi. en svo hef ég notað bensín frá Sunoco sem heitir Max Nos og er 119okt. (119RON,113MON). Þá er hægt að auka boostið í 35psi. En það er ekki þörf á svo hárri oktane tölu en ég á eftir að sjá hvað ég kemst neðarlega með hana, hugsa að ca.110okt sé meira en nóg.
Það væri frábært framtak ef þið færuð að bjóða uppá race bensín ef það væri á góðu verði! =D>
-
Ég lenti í sama vandamálinu í fyrra á sömu stöð... Tappaði því af og tók svo 98 niðrá n1 hringbraut þar sem ég hafði tekið áður og var það í lagi þar.
Ég hafði samband við n1 um þetta, þeir sögðust ætla taka sýni af 98okt dælunum á lækjargötu síðan var haft samband við mig og sögðu þeir að bensínið væri í lagi en ég var ekki sammála þeirri niðurstöðu og vildi í það minnsta fá þessa ca.40l bætta, bauðst til að skila þeim sullunu sem ég var með á brúsum.
Þeir vildu ekkert gera fyrir mig..... Þannig að ég nennti ekki að standa í þessu röfli við þá fyrst ekkert mark var tekið á manni, en núna er hópur viðskiptamanna að kvarta og sama sagan er að endurtaka sig.....
Núna er maður alveg búinn að missa áhugan á að versla eldsneyti af þessu fyrirtæki og ætla ég að ráðleggja mönnum að færa viðskipti sín annað.
Kv,
Kjartan V.
-
Kom fyrir mig 2007 minnir mig á sömu stöð og líka í Kóp,það er greinilegt að tankurinn á þessari stöð er ekki að funkera með öndun eða þá að bætiefnin sem þið setjið í sé ekki að blandast nægilega vel en sennilega er það þessi tankur eða einfaldlega að þetta er næsta stöð við brautina og allir taka bensín þar
Nennti ekki að kvarta heldur ætti viðskiptum við N1
-
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=34454.0
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=27004.0
-
Ég hafði samband við n1 um þetta, þeir sögðust ætla taka sýni af 98okt dælunum á lækjargötu síðan var haft samband við mig og sögðu þeir að bensínið væri í lagi en ég var ekki sammála þeirri niðurstöðu og vildi í það minnsta fá þessa ca.40l bætta, bauðst til að skila þeim sullunu sem ég var með á brúsum.
Þeir vildu ekkert gera fyrir mig..... Þannig að ég nennti ekki að standa í þessu röfli við þá fyrst ekkert mark var tekið á manni, en núna er hópur viðskiptamanna að kvarta og sama sagan er að endurtaka sig.....
Núna er maður alveg búinn að missa áhugan á að versla eldsneyti af þessu fyrirtæki og ætla ég að ráðleggja mönnum að færa viðskipti sín annað.
Kv,
Kjartan V.
Það væri gaman að vita hvað þarf marga til þess að kvarta þannig að tekið sé mark á okkur!!
Ég er með 55lítra af ónýtu sulli í tunnu og þori ekki að setja þetta á annan bíl og ekki vildu þeir endurgreiða mér það!!
-
Þetta er ferlegt að geta ekki treyst á að fá gott bensín á þessum blessuðu stöðvum......
-
er ekki málið að við viljum vita hver mon talan er á þessu innflutnabensíni í stað þess að miðað við Ron töluna.
við fáum að vita hver mon talan er og hver ron talan er á keppnisbensíni og langflestir vilja fá að vita mon töluna (Motor Octane Number)
annars er ég sammála með fá E85 í almenningssölu hér á landi , við getum nú ekki verið á eftir nágrannaþjóðum okkar í skandinaviu í þessu.. meira segja ódýrara þar E85 sum staðar en 95 og 99 vpower og diesel :) + mengar minna..
-
Þegar Herman er að tala um að bensínið sé rannsakað hér og sagt vera í lagi þá er ekki octan gildið athugað. Það er ekki hægt að skoðað octangildið hér á landi og þarf að senda það til Bretlands hef ég eftir heimildum.
Svo er bensínið sem er flutt hingað mjög mismunandi á milli sendinga. Olíufélögin setja alskonar bætiefni í sullið til að það standist lágmarks gæðastaðla hjá þeim.
Ég tók 98oct uppá ártúnshöfða og gat keyrt fínt boost á því. Datt ekki í hug að taka sullið á lækjargötunni í hafnarfirði.
Það væri síðan gaman að vita hvaða bætiefni eru sett í vpower95 því þetta er sama 95 bensínið og öll hin félögin eru með nema með bætiefnum sem eru sett í hér á landi.
Varðandi e85 held ég að það sé alveg gleymt mál. Það er stillt meira inná vetni og rafmagn þegar það er verið að horfa til endurnýtanlegra og umhverfisvænna orkugjafa hér á landi. Ég væri samt mikið til að fá það á dælu :)
-
Það er greinilega ekki í lagi 98okt á þessari stöð, ég hef snúið öllum mínum viðskiptum til Shell í V-power 95 og ættla að keyra á því og sjá hvað setur, ef það hentar ekki er það bara OLIS með 98okt ( virkaði vel þegar ég tók það )
Ég vona að N1 menn taki á þessum málum þar sem þetta er ekki eindæmi hér á ferð,
-
98okt hjá olís og N1 er samt af sama tanknum í Örfyrisey.
-
98okt hjá olís og N1 er samt af sama tanknum í Örfyrisey.
En þá er spurning hvort að Olis sé með sitt 98okt í minni byrgðartönkum og þurfa oftar að fylla á þá ?? og að N1 sé með 1-3 ára byrgðir á sýnum stöðvum, :-#
-
Jæja hvað vorum við að reyna að segja þeim!!!!!
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/02/aukaefni_i_bensini_olli_gangtruflunum_i_bilum/
-
Jæja hvað vorum við að reyna að segja þeim!!!!!
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/02/aukaefni_i_bensini_olli_gangtruflunum_i_bilum/
=D>
-
Meiru larfarnir [-X
-
Við vorum að kvarta yfir 98okt,venjulegir fólksbílar eru ekki að taka 98okt,þetta hlýtur að vera 95okt bensín sem um ræðir.
-
Við vorum að kvarta yfir 98okt,venjulegir fólksbílar eru ekki að taka 98okt,þetta hlýtur að vera 95okt bensín sem um ræðir.
þetta er hand ónýtt bensín...... hef sko alveg fengið að finna fyrir því, er reyndar með 11.6 í þjöppu
þetta er samt eitthvað skrítið.....
reyndar misjafnir tankarnir greinilega....
kv Bæzi
-
Það er rétt hjá Frikka. Það er ekki verið að tala um 98oct bensínið í þessari frétt heldur sullið sem var á 95oct dælunum. Ónýta 98oct gerir ekki kertin rauð.
-
Þeir eiga aldrei eftir að viðurkenna að þetta 98okt sem við vorum að fá í Lækjargötunni hafi verið ónýtt rusl! :evil:
-
Miðað við ykkar reynslu þá fer ekkert á milli mála að 98okt var ónýtt,ég hætti að nota það líka
þó ég hafi ekki orðið var við neitt,ég keyri núna á V-Power 95 það virðist í lagi ,allavega á götunni.
Ég átti nú bara við þetta sem kom fram hjá Lolla að fréttin var ekki um 98okt.
-
ég bara verð.....
Dísel virkar alltaf :)
-
já fyrir asna sem vilja hafa trillumótora í bílunum sínum :smt098
-
ég bara verð.....
Dísel virkar alltaf :)
neibb.
það hafa verið kvartanir með dísel líka..........og common rail bílar ganga bara alls ekki vel á lélegri díselolíu
-
þetta er bara alveg týpísk forstjórinn seist setja ransókn af stað.. sem skilar svo þeim niðurstöðum sem þeim hentaði þrátt fyrir hversu augljóst þetta er