Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on May 13, 2010, 14:46:17

Title: Stóra Duster leitinn!
Post by: Moli on May 13, 2010, 14:46:17
Ég er með í fórum mínum talsvert af myndum af Plymouth Duster sem við Anton fengum frá Jóa á Sólheimum og langar að fræðast meira. Nú væri gaman ef fróðir menn um Duster, myndu hrista rykið af lyklaborðinu og liðagigtina úr puttunum.  :wink:

Byrjum daginn á þessum þrem bílum.... meira seinna.  8-)
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: bauni316 on May 13, 2010, 17:46:58
þessi neðsti er allavega alveg örugglega hvíti stormsveipurinn sem fóstur pabbi minn átti allavega minnir mig að þetta sé gamla númerið hans en gæti verið einhver annar ?
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Moli on May 13, 2010, 18:39:59
þessi neðsti er allavega alveg örugglega hvíti stormsveipurinn sem fóstur pabbi minn átti allavega minnir mig að þetta sé gamla númerið hans en gæti verið einhver annar ?


Þessi neðsti er alveg örugglega ekki Stormsveipurinn.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: bauni316 on May 13, 2010, 19:01:06
fór að skoða í albúm þetta er ekki sama númer en skal spurja hver átti þetta númer mamma man það ábyggilega  O:)
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 13, 2010, 19:04:17
Svona til fróðleiks þá er þessi efsti Dodge Demon :idea:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 13, 2010, 19:07:45
Svona til fróðleiks þá er þessi efsti Dodge Demon :idea:

Shit maður, nú skeit ég heldur betur upp á bak 8-[
Auðvitað er þetta Duster \:D/
Bið alla mopar aðdáendur velvirðingar á þessum mistökum [-o<
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 13, 2010, 19:08:40
Einn flottur :twisted:

http://media.motortopia.com/files/14955/vehicle/48d5790a85384/100_0269.jpg
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Moli on May 15, 2010, 03:54:00
Mér hefur alltaf þótt þetta einstaklega töff bílar!  8-)

En hér er næsti skammtur, kannast einhver við þessa?  :-s

Gæti verið að '70 Orange Duster á mynd nr. 2 sé "Indjánatjaldið" sem Hörður í RadíóRaf á í dag?
Hann kom víst upphaflega Orange litaður, 318 og beinskiptur

Einnig hvarflar að mér að neðstu tveir séu hugsanlega einn og sami bíllinn, án þess að vita það fyrir víst.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Halli B on May 15, 2010, 16:38:08
Ég á nú myndir af einum hérna einhverstaðar sem ég hef aldrei séð áður inná þessu spjalli né bilavefnum

Fjólublár með svörtum vinyl topp

reyni að skanna inn við fyrsta tækifæri!!

KV.Halli
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Jón Rúnar on May 15, 2010, 22:25:42
Þessi Duster A-2787 stendur útan við Akureyri við bæinn Ytri Reistará
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 15, 2010, 23:18:39
Og hvernig er staðan á honum í dag :?:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Moli on May 16, 2010, 03:56:50
Ok... er þetta þá sami bíll????  :-k :-k :-k :-k

Einhvernvegin efast ég um það!
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 16, 2010, 09:55:12
Ertu að segja mér að þessi standi bara út í móa
og það sé verið að taka tímann á því hvað hann sé
lengi að aðlagast móður jörð [-(

Bara trúi því ekki [-o<
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: S.Andersen on May 16, 2010, 11:37:41
Sælir félagar.
Þessi blái á efstu myndini er bíll sem Kjartan Kjartansson átti (sá sem átti hemi callan).
Ég eignaðist svo þennan bíl reif undan honum felgurnar,þær fóru undir Challangerinn rauða hjá Jóa.
Á þessum tíma átti ég Orange Dusterinn sem Jói á Sólheimum á núna og var ég að safna varahlutum í hann.
Ég man nú ekki hvað ég tók mikið úr þessum bláa en mér minnir að ég hafi nú ekki hent honum?????????
Þessi bíl var held ég orginal með 6-su en kjartan setti í hann 318 cc ef ég man rétt.

Kv.Sigurjón Andersen.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: 10,98 Nova on May 16, 2010, 22:26:15
Mynd no 1 er bíll sem var í Hafnarfirði ca 1980-85 og var tvílitur blár í eigu Jörgens Maier að ég held frændi Frikka Trans am.
Jörgen selur hann Jóni Hafsteinssyni gömlum torfærukappa sem lét mála hann í þessum ljósbláa lit sem er á honum á myndinni,veit ekki hvort Sigurjón Anderssen kaupir hann af honum og rífur hann.
Bíllinn var með plussáklæði á stólum og hurðaspjöldum sem var inn í þá daga og þótti nokkuð flottur en bara með 318.Og kallinn duglegur að bóna.
Minnir að Jörgen hafi keppt eitthvað á honum upp á braut.

Kv Benni
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Dodge on May 17, 2010, 12:39:17
Ok... er þetta þá sami bíll????  :-k :-k :-k :-k

Einhvernvegin efast ég um það!


Nei þarna ertu með vitlausa mynd.
Sá sem Jón Rúnar var að tala um stendur á túninu fyrir ofan bæjinn á ytri-reistará.
Hann er svona mosa grænleitur, og er búinn að standa þarna lengi óhreifður.
hann var víst með eitthvað 318/340 combo í vélarsalnum
og þótti eitthvað númer hér í den, bara næstur á eftir stormsveipnum segja menn.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Dart 68 on May 17, 2010, 13:44:27
Þessi sem stendur við Ytri-Reystará er að mig minnir ´70 bíll (með Barracudu mælaborði) 318ci með 340 heddum og búinn að standa á beit úti á túni síðan ég sá hann fyrst ´96  :-(

Er að sjálfsögðu EKKI til sölu og á að verða gerður upp  :mrgreen:

Mín spá er hinsvegar sú að hann endi í svipuðu ásigkomulagi og margfræga DjúpavogsCudan  :-({|=
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: SceneQueen on May 17, 2010, 14:24:07
Mín spá er hinsvegar sú að hann endi í svipuðu ásigkomulagi og margfræga DjúpavogsCudan  :-({|=

Getur einhver sagt mér söguna af Djúpavogs-Cúduni ? :(
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Dodge on May 17, 2010, 15:20:59
Það er allt annar kafli, notaðu leitina, það er aðeins búið að ræða hana hérna í gegnum tíðina :D
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: motors on May 17, 2010, 15:52:15
Man efir einum Duster í den skrautlega máluðum með 340 cid tunnel og tvo fjögra hólfa 8-),mjög áberandi á rúntinum á þeim tíma,töff bíll.Þetta hefur kanski verið í kringum 80-82.Man að eigandinn vann á gömlu Klöpp smurstöðinni á Skúlagötunni.Það væri gaman að sjá myndir af þeim bíl ef einhver á. :idea:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: SceneQueen on May 17, 2010, 16:18:22
Það er allt annar kafli, notaðu leitina, það er aðeins búið að ræða hana hérna í gegnum tíðina :D

ekki það sem ég var að vonast eftir  :roll: ... ég notaði leitina .. og fann ekkert um SÖGU "djúpavogs-cudunar" :(  :???:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: 429Cobra on May 17, 2010, 16:43:41
Sælir félagar. :)

Einhvern veginn tókst mér nú í fyrstu tilraun að finna 4. síðna þráð um þessa umtöluðu Cudu. :smt102

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=9025.0 (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=9025.0)

Njótið.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: SceneQueen on May 17, 2010, 16:54:35
Ahh þakka þér , og Afsakið.. þetta kom ekki upp þegar ég leitaði.  O:)
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Moli on May 17, 2010, 17:03:15
Ok... er þetta þá sami bíll????  :-k :-k :-k :-k

Einhvernvegin efast ég um það!


Nei þarna ertu með vitlausa mynd.
Sá sem Jón Rúnar var að tala um stendur á túninu fyrir ofan bæjinn á ytri-reistará.
Hann er svona mosa grænleitur, og er búinn að standa þarna lengi óhreifður.
hann var víst með eitthvað 318/340 combo í vélarsalnum
og þótti eitthvað númer hér í den, bara næstur á eftir stormsveipnum segja menn.

Er þetta þá ekki bíllinn sem er á Ytri-Reistará?

Var búið að setja í hann körfustóla?

Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Jón Rúnar on May 17, 2010, 23:31:16
Það passar þetta er bíllinn sem er á Ytri-Reistará
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 18, 2010, 08:22:50
Man efir einum Duster í den skrautlega máluðum með 340 cid tunnel og tvo fjögra hólfa 8-),mjög áberandi á rúntinum á þeim tíma,töff bíll.Þetta hefur kanski verið í kringum 80-82.Man að eigandinn vann á gömlu Klöpp smurstöðinni á Skúlagötunni.Það væri gaman að sjá myndir af þeim bíl ef einhver á. :idea:

Man eftir einum svörtum sem var með rauða og gula rönd á hliðinni.
Skildist á eigandanum að hann hafi verið með 340 og beinsk.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Dodge on May 18, 2010, 09:49:05
Quote

Er þetta þá ekki bíllinn sem er á Ytri-Reistará?

Var búið að setja í hann körfustóla?



Þessi er sennilegur, og jú það eru í honum einhverjir gamaldags körfustólar.
Mig minnir að það hafi verið einhver hreifing á honum síðasta sumar, hvort hann var
færður nær bænum eða fór tímabundið inn það man ég ekki.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: motors on May 18, 2010, 16:04:09
Man efir einum Duster í den skrautlega máluðum með 340 cid tunnel og tvo fjögra hólfa 8-),mjög áberandi á rúntinum á þeim tíma,töff bíll.Þetta hefur kanski verið í kringum 80-82.Man að eigandinn vann á gömlu Klöpp smurstöðinni á Skúlagötunni.Það væri gaman að sjá myndir af þeim bíl ef einhver á. :idea:

Man eftir einum svörtum sem var með rauða og gula rönd á hliðinni.
Skildist á eigandanum að hann hafi verið með 340 og beinsk.
________________________________________________________________________                                                                                                                                                                                                                                             
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 18, 2010, 16:34:02
Eigandinn að þessum duster sem ég minntist á hérna áðan var að vinna hjá skeljungi 1985.
Þá átti hann "71 Mustang með Cleveland.
Minnir að hann heiti Sigurjón.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: motors on May 18, 2010, 16:39:56
Við erum örugglega að tala um sama bílinn Andrés minnir einmitt að hann hafi verið beinskiptur. :)
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: 429Cobra on May 18, 2010, 17:32:58
Sælir félagar. :)

Dusterinn sem að Sigurjón átti var aldrei með tunnel (og Mustang-inn var 1973!).
Hann var svartur með rauðar og gular randir 340cid og 4. gíra, Hörður í Radíoraf átti síðast þann bíl og reif það sem eftir var af honum.
Hörður á líka Dusterinn sem að kallaður var "Indíjánatjaldið".

Það var hins vegar um 1980 sem að Dodge Dart Sport kom úr Sölunefndinni og hann var Hvítur með rauðum, gulum og svörtum röndum, tunnel og tveimur 660cfm Holley og "snúningsstólum".
Þessi bíll var á síðustu KK sýningunni í Laugardalshöllinni.
Þegar þessi bíll var á vellinum þá virkaði hann sæmilega, en sagan segir að allt "góða" innvolsið hafi verið tekið úr vélinni og standard stuffið sett í hana aftur áður en bíllinn fór í "nefndina".
Ég man eftir þessum bíl á rúntinum 1981 og þá gaf eigandinn í beygju og vélin fékk of mikið bensín þannig að bíllinn drap á sér og ætlaði aldrei að hafast í gang aftur.
Sá sem að átti þennan bíl á þessum tíma heitir "Viggó Valgarðsson" (ekki bróðir Hafsteins) hann átti svo seinna hvítan Mazda RX7 turbo, gamlan rallybíl sem að Eggert bílasali átti áður.
En Dart Sport-inn endaði sína daga á ljósastaur ef ég man rétt, hann er allavega ónýtur í dag. :-(
Hér er mynd af svipuðum bíl:
(http://images.iimanager.com/vdata/texastoyboxcom/144092_x640_01.jpg)

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 18, 2010, 19:10:24
Ok ég var ekki með árgerðina rétta á tönginni :roll:
En nei Dusterinn var ekki með tunnel því
ég sá hann oft taka Ægissíðuna á öðru hundraðinu
því ég átti þar heima á þessum tíma.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: motors on May 18, 2010, 19:38:59
Þetta er að sjálfsögðu rétt hjá Hálfdáni dettur ekki í hug að rengja hann,en þetta rifjast upp núna þegar Hálfdán lýsir bílnum, hvítur var hann,en mér er minnistætt tunnelið með torunum tveimur.En það er gott hafa Hálfdán til að leiðrétta menn með svona alsheimer light. :lol:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 18, 2010, 20:10:35
Sælir félagar. :)

Dusterinn sem að Sigurjón átti var aldrei með tunnel (og Mustang-inn var 1973!).
Hann var svartur með rauðar og gular randir 340cid og 4. gíra, Hörður í Radíoraf átti síðast þann bíl og reif það sem eftir var af honum.
Hörður á líka Dusterinn sem að kallaður var "Indíjánatjaldið".

Það var hins vegar um 1980 sem að Dodge Dart Sport kom úr Sölunefndinni og hann var Hvítur með rauðum, gulum og svörtum röndum, tunnel og tveimur 660cfm Holley og "snúningsstólum".
Þessi bíll var á síðustu KK sýningunni í Laugardalshöllinni.
Þegar þessi bíll var á vellinum þá virkaði hann sæmilega, en sagan segir að allt "góða" innvolsið hafi verið tekið úr vélinni og standard stuffið sett í hana aftur áður en bíllinn fór í "nefndina".
Ég man eftir þessum bíl á rúntinum 1981 og þá gaf eigandinn í beygju og vélin fékk of mikið bensín þannig að bíllinn drap á sér og ætlaði aldrei að hafast í gang aftur.
Sá sem að átti þennan bíl á þessum tíma heitir "Viggó Valgarðsson" (ekki bróðir Hafsteins) hann átti svo seinna hvítan Mazda RX7 turbo, gamlan rallybíl sem að Eggert bílasali átti áður.
En Dart Sport-inn endaði sína daga á ljósastaur ef ég man rétt, hann er allavega ónýtur í dag. :-(
Hér er mynd af svipuðum bíl:
(http://images.iimanager.com/vdata/texastoyboxcom/144092_x640_01.jpg)

Kv.
Hálfdán. :roll:


Eru til myndir af þessum Dart :neutral:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: duster on May 19, 2010, 12:56:03
Ok... er þetta þá sami bíll????  :-k :-k :-k :-k

Einhvernvegin efast ég um það!


Sælir strákar.
Ég held að þetta sé Duster sem að ég átti þegar ég var 16-17 ára gamall árið 1979, ég keypti hann nýmálaðann og vélarlausann af þáverandi vinnufélaga Elíasi Helgasyni bílasmið en við vorum að vinna saman á Bílaverkstæði þegar ég var að læra Bifvélavirkjun, bíllinn kom original orange litur með 318 3 gíra beinskift í gólfi og bekk, Elli málaði hann einhvernveginn blágráann og setti á hann vinil topp, tók mótorinn úr honum og ætlaði 440 ofaní en ekkert varð úr.
Ég kaupi 318/340 combó af Sævari partasala sem var á þeim tíma með Partasöluna Hedd á smiðjuveginum, vélin kom að því að mig minnir úr einhverjum svörtum 64-66 Dart sem hafði verið að gera einhverjar rósir í spyrnum en ég kann ekki frekari deili á þeim bíl, setti ég mótorinn í með nýjum flækjum, hurst skifti og græjum, lét breikka afturfelgurnar og sandblása og galvanhúða allar fjórar, og að sjálfsögðu sett Maxima 60 að aftan.
Þessi bíll vann alveg skuggalega og eflaust muna Sigurjón Andersen og fleiri eftir honum ég man allavega að hann var á Dart GTS á þessum tíma og við vorum mikið að spóla við nætursöluna í firðinum.
Ég seldi þennan bíl 1980 og ég veit að hann fór á milli nokkura manna í bænum áður en hann fór norður.

Það væri gaman að vita söguna hans þar ef þetta er réttur bíll.

                                              Kv Einar
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: S.Andersen on May 20, 2010, 10:18:11
Sæll Einar.
Já ég man vel eftir þessum Duster hans Ella heitins.Við vorum miklir vinir á þessum tíma og brölluðum margt saman.
Við leigðum skúr saman á Hellisgötuni Hafnarfirði.Dusterinn var 71 árg var twister gerð,orange og 318 eins og þú sagðir.
Það er líka rétt að 440 átti að fara ofan í en fór aldrei í.
Ég á myndir af þessum bíl en ég kann ekki að setja þær inn.
Elli keypti síðan hvítan 69 GTS sem hann seldi svo norður.

Kv.Sigurjón Andersen

Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Dart 68 on May 21, 2010, 13:55:45
Þessi á síðustu mynd er á Vaði í S-þingeyjarsýslu  :)

Einu sinni átti (sem kemur þessu kannski ekki mikið við) ég Vínrauðan m/svörtum vinil ´74 DUSTER 6cyl  \:D/
-sá bíll er hinsvegar að ónýtast inn í Jökuldal  :cry:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: patrik_i on May 21, 2010, 19:52:51
veistu hvar i jökuldal ?
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: zerbinn on May 21, 2010, 20:17:37
Þegar Vaðsbílinn var upp á sitt besta og var í eigu bræðra frá Hraunkoti í Aðaldal gekk hann undir nafninu Kæfan. ekki veit ég sammt afvherju. í Fyrsta þræðinum hérna á þessu spjalli eru 3 myndir. á mynd nr 2 er rauður bíll. Sú mynd er tekin á hafralæk í Aðaldal. Bara svona til fróðleiks :D
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Dart 68 on May 21, 2010, 22:03:10
veistu hvar i jökuldal ?

Man ekki hvað bærinn heitir en hann (og bíllinn) sést (allavega sáust) frá þjóðveginum
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Moli on May 22, 2010, 11:28:44
Þegar Vaðsbílinn var upp á sitt besta og var í eigu bræðra frá Hraunkoti í Aðaldal gekk hann undir nafninu Kæfan. ekki veit ég sammt afvherju. í Fyrsta þræðinum hérna á þessu spjalli eru 3 myndir. á mynd nr 2 er rauður bíll. Sú mynd er tekin á hafralæk í Aðaldal. Bara svona til fróðleiks :D

hmm..  ég er ekki alveg að sjá þessa mynd?  :-k
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Ramcharger on May 22, 2010, 12:10:48
Mér hefur alltaf þótt þetta einstaklega töff bílar!  8-)

En hér er næsti skammtur, kannast einhver við þessa?  :-s

Gæti verið að '70 Orange Duster á mynd nr. 2 sé "Indjánatjaldið" sem Hörður í RadíóRaf á í dag?
Hann kom víst upphaflega Orange litaður, 318 og beinskiptur

Einnig hvarflar að mér að neðstu tveir séu hugsanlega einn og sami bíllinn, án þess að vita það fyrir víst.


Er það ekki þessi rauði :idea:
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Comet GT on May 23, 2010, 14:57:21
En, svona til að notfæra sér þennan þráð, það voru tveir dusterar á Vatnsleysu, Fnjóskadal,  hérna um sumarið 2002-3 minnir mig í eigu Benna blikk, veit einhver söguna bak við þá og hvað varð um þá?
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Dart 68 on May 24, 2010, 14:50:22
Er ekki annar Dusterinn þar (sem Benni á/átti) með plast framstæðu ??
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: zerbinn on May 28, 2010, 13:54:56
Fyrirgefðu það er í 8 svari
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Dodge on May 28, 2010, 15:28:02
En, svona til að notfæra sér þennan þráð, það voru tveir dusterar á Vatnsleysu, Fnjóskadal,  hérna um sumarið 2002-3 minnir mig í eigu Benna blikk, veit einhver söguna bak við þá og hvað varð um þá?

Palli, ég renndi í gegnum það á BA spjallinu, þeir voru rifnir og skornir í drasl, ég fékk þá hjá honum, reif síðustu nothæfu stykkin úr og henti þeim.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Moli on May 30, 2010, 15:09:50
Þá eru það næstu tveir bílar. Hvaða bílar eru þetta, og hvar eru myndirnar teknar?

Myndirnar fékk ég frá Jóa á Sólheimum!  8-)

Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: ADLER on May 30, 2010, 21:09:08
Þessi neðri er djöfull líkur Duster sem faðir minn átti.

Það hefur verið um 1980-85 ég man ekki alveg hvenar á þessu tímabil þetta var gæti jafnvel hafa verið eithvað fyrr.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Junk-Yardinn on June 03, 2010, 21:28:15
Bílarnir á myndinni hjá Mola eru bílarnir á Vatnsleysu í Fnjóskadal. Þessi blái sem er í bílskúrnum er bíllinn sem var á Ystafelli.   Græni bíllinn X-2927 er bíll sem Friðgeir í AB skálanum á selfossi átti fyrir 1980. Það er sami bíllinn sem er á Ytri Reystará.
Title: Re: Stóra Duster leitinn!
Post by: Moli on June 03, 2010, 22:34:08
Takk fyrir að koma þessu á hreint Jói!  :wink: