Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Stefán Hjalti on December 07, 2009, 13:01:23

Title: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on December 07, 2009, 13:01:23
Jæja þá er komið að því að skella inn mynd af þessu eilífðarverkefni hjá mér. Þennan bíl hef ég átt síðan 1985 var þá með 350 mótor sem var í honum fram að úrbræðslu 1989. þá fór í hann vel heit 327 vél (sem áður var í Camaro 1969 sem er enn í eigu Svavars Prentara átti þar bestan tíma 11,98). Ók honum síðast undir eigin vélarafli 1989. Síðan þá hefur hann verið í geymslu að mestu leiti, þó náð að vinna í honum annarslagið í gegnum árin og verið að sanka að mér hlutum í hann. Það var svo fyrir rúmum tveimur árum síðan sem Maggi Magg tók hann fyrir mig og skipti um afturbrettin og fleirir stykki sem ég hafði áður sankað að mér, auk þess ryðbætti Maggi það sem uppá vantaði. Aftur fór bíllinn í pásu. Það var svo í kjölfar fjármálahrunsins fyrir ári síðan sem það hægðist um í vinnunni og maður fékk loksins lausan frítíma. Þannig að síðasta árið hef ég verið að vinna í kraminu eins og sjá má og það að mestu tilbúið. Ég var búinn að forvinna mikið af þessu áður, Mótorinn 468 ci var keyptur í pörtum c.a. 1994 og Hannibal setti hann saman fyrir mig þá. Fjöðrunarkerfi og stýrisgangur var endurnýjaður c.a. 1995. Síðan var þetta allt saman rifði úr honum í sumar og grindin sandblásin, löguð, grófspörsluð og sprautuð, ég sá um lagfæringar á grind og spörslun en Kalli sprautaði grindina. Nú er mótorinn kominn í og M22 kassi. Hásingin er GM hásing Pontiac/Olds 9,3" drif og 5:13 hlutfall, var áður í 1966 Chevellunni sem Fribbi var með. Búið er að mála framenda og skott í Hugger Orange en Páll (AMC) sprautaði það c.a. 1996. Strefnt á að mála boddíið fyrir sumarið.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Chevelle on December 07, 2009, 13:06:56
 =D> Cool fleiri myndir  :wink:
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Belair on December 07, 2009, 14:10:23
þessi
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/chevelle_malibu_64_72/normal_rimg0077.jpg)
eða þessi
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/chevelle_malibu_64_72/1971_chevelle_blar.jpg)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Halldór Ragnarsson on December 07, 2009, 14:26:48
Hvorugur
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: AlexanderH on December 07, 2009, 14:46:55
Gaman af tessu  :)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: arnarpuki on December 07, 2009, 15:51:39
Flottur !
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Ramcharger on December 07, 2009, 15:59:21
Jæja þá er komið að því að skella inn mynd af þessu eilífðarverkefni hjá mér. Þennan bíl hef ég átt síðan 1985 var þá með 350 mótor sem var í honum fram að úrbræðslu 1989. þá fór í hann vel heit 327 vél (sem áður var í Camaro 1969 sem er enn í eigu Svavars Prentara átti þar bestan tíma 11,98). Ók honum síðast undir eigin vélarafli 1989. Síðan þá hefur hann verið í geymslu að mestu leiti, þó náð að vinna í honum annars lagið í gegnum árin og verið að sanka að mér hlutum í hann. Það var svo fyrir rúmu tveimur árum síðan sem Maggi Magg tók hann fyrir mig og skipti um afturbrettin og fleirir stykki sem ég hafði áður sankað að mér, auk þess ryðbætti Maggi það sem uppá vantaði. Aftur fór bíllinn í pásu. Það var svo í kjölfar fjármálahrunsins fyrir ári síðan sem það hægðist um í vinnunni og maður fékk loksins lausan frítíma. Þannig að síðasta árið hef ég verið að vinna í kraminu eins og sjá má og það að mestu tilbúið. Ég var búinn að forvinna mikið af þessu áður, Mótorinn 468 ci var keyptur í pörtum c.a. 1994 og Hannibal setti hann saman fyrir mig þá. Fjöðrunarkerfi og stýrisgangur var endurnýjaður c.a. 1995. Síðan var þetta allt saman rifði úr honum í sumar og grindin sandblásin, löguð, grófspörsluð og sprautuð, ég sá um lagfæringar á grind og spörslun en Kalli sprautaði grindina. Nú er motorinn kominn í og M22 kassi. Hásingin er GM hásing Pontiac/Olds 9,3" drif og 5:13 hlutfall, var áður í 1966 Chevellunni sem Fribbi var með. Búið er að mála framenda og skott í Hugger Orange en Páll (AMC) sprautaði það c.a. 1996. Strefnt á að mála boddíið fyrir sumarið.

Blessaður gamli ven.

Já þessi á eftir að verða flottur 8-)
Þarf endilega að fara koma og skoða þetta hjá þér.
Það verður ekki leiðinlegt að hræa í grjótmyljaranum (M-22)
og með þessa rellu fyrir framan 8-)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on December 07, 2009, 17:20:49
Ég skal koma inn fleiri myndum, verst hvað ég gleymi oft að taka myndir af þessu.

Ég þurfti að líta tvisvar á myndina af þessum bláa til að fullvissa mig um að sá væri ekki minn bíll. Liturinn sem var á mínum síðast er ansi líkur þessum. Kanski ég skanni inn mynd frá þeim tíma.

Þarna má einnig sjá bílinn hjá Halldóri í veltigálganum hans Þrastar (er það ekki annars rétt hjá mér), vita menn nokkuð um veltigalga sem hægt væri að fá lánaðann.

Andrés, sæll og blessaður. Væri ekki upplagt að þú dragir þá Magga með.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: ltd70 on December 07, 2009, 17:35:55
Væri gaman að sjá myndir :D
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: 348ci SS on December 07, 2009, 19:15:32
þessi verður orðin flottur þegar hann buið með hana  8-) 8-)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Kiddi on December 07, 2009, 20:01:56
þessi verður orðin flottur þegar hann buið með hana  8-) 8-)

Já segðu! Árið 2025.. nei ég segi svona.....
Glæsilegt project, 468 BBC, M22 og gamla pontiac hásingin með 5.13 drifi.... Þetta verður villt 8-)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: vbg on December 07, 2009, 20:25:36
þessi blái var á skaganum til ca 98
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Halldór Ragnarsson on December 07, 2009, 21:42:20
Hann var auglýstur í DV einhverntíma í júlí 2005,og þá seldist hann ekki  #-o.Svo var einhver að spyrja um svona bíl hérna á spjallinu og ég benti þessum manni á Akranesbílinn,fann auglýsinguna og hann verslaði hann fyrir ,að mig minnir 100.000
kall,ca 2 mánuðum eftir hann var auglýstur.Gaman væri að heyra hvernig gengur með hann á Hornafirði
HR
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Þröstur on December 07, 2009, 22:50:12
Sæll Stefán

Allt að gerast, þetta er glæsilegt, bíð spenntur eftir að sjá hann á götunni.

Kveðja
Þröstur
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Halldór Ragnarsson on December 07, 2009, 22:56:42
Sæll Stefán,hérna er síða fyrir þig  :)
http://www.72chevelle.com
Kv.Halldór
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on December 08, 2009, 08:34:14
Það er flott þegar menn halda gott myndasafn yfir uppgerðina hjá sér eins og þessi á linknum sem Halldór sendi. Í mínu tilviki hefði það verið stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin.

Annað sem ég minntist ekki á er að ég setti diskabremsur í hann af aftan, notaði bremsubúnað að aftan úr c.a. 1985 Camaro. Að framan eru orginal diskabremsur. Er kominn með balansstöng í hann að aftan en þar sem drifið á hásingunni er svolítið stærra en á 12 boltanum þá passar hún ekki í orginal festingar á neðri stífum.

Mótorinn ætti að vera þokkalegur, að grunninum til byggir hann á LS-7 (þeim gamla) þ.e. 12,25:1 í þjöppu, 7/16 stimpilstangir, stálsveifarás, knastás er Lunati mec.roller en mjög mildur um 570 lift og 235/245° við 0,050 lift, var jafnvel að spá í að finna mér annan ögn óþekkari. Heddin koma af LS-7 mótor þ.e. rec.port 2,19 og 1,88 ventlar og aðeins búið að hreinsa til í portum en ekkert róttækt. Á heddum eru Crane rúllu armar 1,7 lift.

Ég gæti trúað að M22 kassinn eigi eftir að berjast fyrir lífi sínu ef mótorinn kemur til með að skila því sem hann á að skila. Þá hef ég verið beittur þrýstingi af ákveðnum AMC eiganda (nefni engin nöfn) um að setja í hann sjálfskiptingu. Ég hef ekki gefið mig með þetta, enn.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: GunniCamaro on December 08, 2009, 09:35:16
Stefán, þú gleymir alveg að minnast á litinn sem við erum svo hrifnir af sem þú ert næstum því búinn að velja á bílinn, svo er ég ánægður með að þú ætlir að vera gírahrærari eins og ég, þótt að ónefndur AMC eigandi vill að þú fáir þér vökvaskiptir, þessi ónefndi er bara orðinn svo feitur að hann getur ekki gírahrært.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on December 08, 2009, 11:16:08
Sæll Gunnar, nú er ég ekki alveg að kveikja, ert þú þá að tala um öll litakortin af jarðlitunum sem þú hefur verið að bera í mig til að skipta um skoðun á litavalinu eða snýr þetta komment að því að finna litanúmer sem vinnuflokkar Rafmagnsveitu Reykjavíkur notuðu á sín farartæki og sýnileikafatnað.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: GunniCamaro on December 08, 2009, 11:38:49
Ég er auðvitað að tala um Hugger orange sem við erum svo hrifnir af og svörtu rendurnar sem sjást á litlu myndinni hjá nafninu þínu.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Halldór Ragnarsson on December 08, 2009, 12:16:56
"stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin" :mrgreen: :mrgreen:
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Svenni Devil Racing on December 08, 2009, 12:17:44
Hann var auglýstur í DV einhverntíma í júlí 2005,og þá seldist hann ekki  #-o.Svo var einhver að spyrja um svona bíl hérna á spjallinu og ég benti þessum manni á Akranesbílinn,fann auglýsinguna og hann verslaði hann fyrir ,að mig minnir 100.000
kall,ca 2 mánuðum eftir hann var auglýstur.Gaman væri að heyra hvernig gengur með hann á Hornafirði
HR
uuu það er eingin malibu eða chevelle hér , eða ertu kannski að meina einhvað annað ???
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on December 08, 2009, 14:16:31
Hér koma svo nokkrar nýlegar myndir.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Halldór Ragnarsson on December 08, 2009, 15:33:54
Svenni,ég er að tal um bláa bílinn sem Belair,kom með myndina af,annars er þetta ekki þráður um Chevelle Malibu ?
Kv.Halldór
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: crown victoria on December 08, 2009, 17:49:10
Hann var auglýstur í DV einhverntíma í júlí 2005,og þá seldist hann ekki  #-o.Svo var einhver að spyrja um svona bíl hérna á spjallinu og ég benti þessum manni á Akranesbílinn,fann auglýsinguna og hann verslaði hann fyrir ,að mig minnir 100.000
kall,ca 2 mánuðum eftir hann var auglýstur.Gaman væri að heyra hvernig gengur með hann á Hornafirði
HR
uuu það er eingin malibu eða chevelle hér , eða ertu kannski að meina einhvað annað ???

Hehe ég var einmitt að fara að hringja í þig Svenni þegar ég las þetta á síðu 1 því ég taldi mig nú eiga að vita ef það væri eitthvað svona tæki heima...svo fletti ég og sá að þú varst búinn að svara...Það væri gaman að fá frekari upplýsingar þá frá þér Halldór um þetta mál  :-k
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Halldór Ragnarsson on December 08, 2009, 19:38:34
Sæll Valur,það er orðið þó nokkuð síðan þetta var,en seinast þegar ég vissi ,þá var bíllinn á Hornafirði,meira veit ég ekki.
En þessi bíll var allur original á skaganum,stóð víst inni í mörg ár,original 6cyl,m.bekk frammí.bíllinn var sjúskaður,en annars nokkuð heill,minnir að hann hafi verið grænn,leiðréttið mig ef rangt er eftir haft
Halldór
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Chevy Bel Air on December 08, 2009, 19:49:39
Halldór
 Vinur minn keypti þessa bláu chevillu frá Akranesi árið 2000.
  þá var hann blár með svörtum víniltopp.  Ég og Brynjar bróðir gerðum þennan bíl upp fyrir hann og hann á þennan bíl ennþá
og hann er í geymslu þar sem eigandinn  býr ekki á landinu.
 Þessi bíll er hér fyrir norðan og hefur verið það síðan hann var sóttur á Akranes.  :wink:
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Halldór Ragnarsson on December 08, 2009, 20:21:56
 :-# :-"
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: sporti on December 09, 2009, 20:32:37
Hver átti þennan á skaganum?
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: jens on December 30, 2009, 22:51:53
Þetta er enginn smá mótor Stefán, verður gaman þegar hann verður kominn á götuna.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: KiddiÓlafs on December 30, 2009, 23:21:30
Slef yfir þessari vél  :smt034
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on March 21, 2010, 19:57:12
Hér er svo elsta myndin sem ég á af bílnum, þetta er sennilega tekið sumarið 1986 eða c.a. ári eftir að ég kaupi hann. Það væri gaman ef einhver ætti til eldri mynd af honum eða þekkir sögu bílsins frá fyrri tíð.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Ramcharger on March 22, 2010, 16:03:07
Blessaður gamli.

Er þetta ekki Z/28 sem Rúnar átti fyrir rúmum 20 árum síðan :?:
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on March 23, 2010, 00:50:41
Jú hann Rúnar átti þennan. Var það ekki eftir að hann átti 1967 Mustanginn. Á þessum tíma (1986) átti Ingolfur Arnars Camaroinn en þetta er 1974 Z28 með 350 og "4 on the floor".
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Ramcharger on March 23, 2010, 12:23:12
Nú man ég ekki #-o
Man bara að hann áttu Firebirdinn þegar ég átti Oldsinn
og hann átti Mustanginn þegar ég átti Raminn.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: simmi_þ on March 23, 2010, 19:13:36
væri gott að setja inn heimilisfang á þennan AMC eiganda svo hægt sé að senda honum samúðarskeyti ! (þessi amc"orexía" er víst hræðilegur sjúkdómur) OG....... varaðu þig á því að láta ekki smita þig af sjálfskyftisyndrome..... en hann er víst helsýktur af þeim óþvera líka !
k.v. simmi
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: firebird400 on March 24, 2010, 09:49:39
væri gott að setja inn heimilisfang á þennan AMC eiganda svo hægt sé að senda honum samúðarskeyti ! (þessi amc"orexía" er víst hræðilegur sjúkdómur) OG....... varaðu þig á því að láta ekki smita þig af sjálfskyftisyndrome..... en hann er víst helsýktur af þeim óþvera líka !
k.v. simmi

það eru víst komin lyf við þessu.

Meðferðin sem hefur verið gefin gegn Hondu veikinni hefur reynst vel.

Blásýra  :wink:
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Ramcharger on March 24, 2010, 14:20:48
Það er flott þegar menn halda gott myndasafn yfir uppgerðina hjá sér eins og þessi á linknum sem Halldór sendi. Í mínu tilviki hefði það verið stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin.

Annað sem ég minntist ekki á er að ég setti diskabremsur í hann af aftan, notaði bremsubúnað að aftan úr c.a. 1985 Camaro. Að framan eru orginal diskabremsur. Er kominn með balansstöng í hann að aftan en þar sem drifið á hásingunni er svolítið stærra en á 12 boltanum þá passar hún ekki í orginal festingar á neðri stífum.

Mótorinn ætti að vera þokkalegur, að grunninum til byggir hann á LS-7 (þeim gamla) þ.e. 12,25:1 í þjöppu, 7/16 stimpilstangir, stálsveifarás, knastás er Lunati mec.roller en mjög mildur um 570 lift og 235/245° við 0,050 lift, var jafnvel að spá í að finna mér annan ögn óþekkari. Heddin koma af LS-7 mótor þ.e. rec.port 2,19 og 1,88 ventlar og aðeins búið að hreinsa til í portum en ekkert róttækt. Á heddum eru Crane rúllu armar 1,7 lift.

Ég gæti trúað að M22 kassinn eigi eftir að berjast fyrir lífi sínu ef mótorinn kemur til með að skila því sem hann á að skila. Þá hef ég verið beittur þrýstingi af ákveðnum AMC eiganda (nefni engin nöfn) um að setja í hann sjálfskiptingu. Ég hef ekki gefið mig með þetta, enn.

Sko ef þú setur Autobíttara í Chevann þá geturðu þess vegna sett í hann rafstýrt sófasett
og rafmagnsrúður og annað eins glingur ef að M-22 þarf að víkja fyrir glussakassanum :mrgreen:
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on June 12, 2010, 01:16:17
Hér er svo mynd af honum eins og hann leit út síðast þegar hann var á götunni, þarna er hann með 327 mótorinn sem Svavar var með í græna 1969 Camaro-inum.

Ég er enn að leita mér af veltigálga þannig að ef einhver veit um einn slíkan þá má endilega láta mig vita í síma 617-4535
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Ramcharger on June 12, 2010, 07:09:38
Nau nau,  sérðu mallarann fyrir aftan velluna :!:
Þú getur nú varla gleymt mallanum sem þú keyptir af fóstra mínum :mrgreen:
Hvað var aftur hámarkshraðinn orðinn á honum undir það síðasta, 15 mph ](*,)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on June 13, 2010, 16:59:55
Já, brúni mallinn það var ekki hægt að fá hraðasekt á honum. Í dag á ég reyndar einn ekki ósvipaðann, eða hreppstjóraútgáfuna en það er Buick Regal 1986 en hann er með V6 mótor og í samanburði við 1978 Malibu-inn gæti hann verið kjarnorkuknúinn.

Hér fyrir meðan er svo ein gömul mynd af einum eðalvagni sem ég átti 1974 Mercury Cugar, og Dresi, kannastu við gauranna sem þarna sitja.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Ramcharger on June 13, 2010, 20:57:06
Já eitthvað kannast ég við þessa náunga á þessari mynd :mrgreen:
Anga alveg örugglega af göróttum drykkjum eftir gærkvöldið :oops:
Þetta var fyrir 20 árum ef minnið svíkur ekki.

Cougarinn þekki ég vel og man eftir ferðinni frá Akureyri
til Reykjavíkur eins og gerst hafi í gær.
Man alltaf eftir því þegar þú sagðir að ég ætti
að keyra frá Borgarnesi í Bæinn því ég þekkti leiðina vel.

Var að ég best man rétt rúmar 40 mín þessa leið [-X
en það var bara svo djö gaman að sigla þessu tæki.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: 70 Le Mans on March 03, 2012, 23:08:23
Gaman væri að sjá eitthvað að ske í þessum 8-)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on March 15, 2012, 13:11:00
Þetta mjakast allt örugglega en hægt áfram.

Boddýið er komið í veltigálga og næsta mál er að sandblása botn og hvalbak. Aldrei að vita nema að maður geri átak í að klára boddýið áður en mjög langt um líður.

Kannski ég stökkvi inn í skúr og taki nokkrar myndir af bílnum eins og hann lýtur út í dag og skelli hér inn.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Ramcharger on March 15, 2012, 13:26:42
Þú átt PM :idea:
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: ÁmK Racing on March 21, 2012, 14:53:57
Flottur bíll Stefán en hvað varð um Turbo clutch stöffið sem á tti að nota?Það er eina vitið :DKv Árni
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on March 22, 2012, 09:15:50
Blessaður Árni,
Turbo Clutch dótið er allt til, spurning hvort maður ætti að draga það fram frekar en að sprengja M22 kassann það er amk. réttur fjöldi petala fyrirhugaður. Ég mátaði það í á sínum tíma, þetta er svolítið plássfrekara og lengra en venjulegur TH400 og hefði strangt til tekið þurft að breyta gólfinu aðeins (eða boddílyfta).

Síðast þegar við félagarnir hugðumst nota Turbo Clutchið hjá Palla þá var reglum KK breytt með hraði (sett á neyðarlög) líkt og nýtt heimsmet væri í uppsiglingu hjá AMC gamla og þessi fornaldar búnaður bannaður amk. í þeim flokki. Við tókum því ekkert persónulega (enda aðeins til eitt svona stykki á landinu) og mjög skiljanlegt að þetta væri bannað. Þá var þessu ýtt undir borð og hefur verið þar síðan.

Ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því að brjóta M22 kassann amk á meðan þetta "LLLLLLLLLLLLLLangtímaverkefni" hreyfist ekki undir eigin vélarafli.

kv. Stefán
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on March 22, 2012, 18:02:16
Blessaður Árni,
Turbo Clutch dótið er allt til, spurning hvort maður ætti að draga það fram frekar en að sprengja M22 kassann það er amk. réttur fjöldi petala fyrirhugaður. Ég mátaði það í á sínum tíma, þetta er svolítið plássfrekara og lengra en venjulegur TH400 og hefði strangt til tekið þurft að breyta gólfinu aðeins (eða boddylyfta).

Síðast þegar við félagarnir hugðumst nota Turbo Clutchið hjá Palla þá var reglum KK breytt með hraði (sett á neyðarlög) líkt og nýtt heimsmet væri í uppsiglingu hjá AMC gamla og þessi fornaldar búnaður bannaður amk. í þeim flokki. Við tókum því ekkert persónulega (enda aðeins til eitt svona stykki á landinu) og mjög skiljanlegt að þetta væri bannað. Þá var þessu ýtt undir borð og hefur verið þar síðan.

Ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því að brjóta M22 kassann amk á meðan þetta "LLLLLLLLLLLLLLangtímaverkefni" hreyfist ekki undir eigin vélarafli.

kv. Stefán
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on March 30, 2013, 01:10:52
Tími kominn á uppfærslu, frá því síðast þá er búið að sandblása og fara í aðra umferð á ryðbætingu. Frá því á áramótum höfum við Palli verið að vinna í botninu, snurffusa og mála og í takt við hraðan á uppgerðinni þá dugði ekkert minna en föstudagurinn langi til að "gefa saman" undirvagn og bodý, semsagt allt að gerast.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Moli on March 30, 2013, 13:19:05
Glæsilegt Stefán, til hamingju með þetta.  8-)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Ramcharger on March 30, 2013, 15:19:01
Verður glæsilegur 8-)
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Stefán Hjalti on April 01, 2013, 23:50:24
Takk fyrir það, nú er loka spretturinn framundan, öll grófvinna búin og loksins komið að frágangsvinnu.

Næsta mál er að setja í hann mælaborðið og rafkerfið, ganga frá bensínkerfinu og gera hann keyrslufæran. Einnig er stefnan að fara bráðlega að slétta boddýið og undirbúa fyrir málun.
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: 348ci SS on April 02, 2013, 04:03:36
Glæsilegt  8-) hlakka til sjá hana þegar þú búinn með hana  =D>
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: ÁmK Racing on April 06, 2013, 10:15:59
Geggjað =D>
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Kristján Skjóldal on April 06, 2013, 10:23:50
 =D> =D> =D> =D> =D>
Title: Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
Post by: Brynjar Nova on April 07, 2013, 22:35:44
Hrikalega flott  =D>