Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: stigurh on November 23, 2009, 11:08:18

Title: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: stigurh on November 23, 2009, 11:08:18
Með betri vídeoum sem ég hef séð og gangurinn í mótornum alveg frábær ! 
http://www.youtube.com/watch?v=ErTRuNzfI5w&NR=1

Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: fordfjarkinn on November 23, 2009, 15:40:30
Ef þetta er ekki trillitæki þá er ekkert til sem heitir trillitæki. Hjálmurinn eftir ströngustu regglum og glansaði á veltibúrið. :-" Þennann væri ég til í að eiga og tækji hann framfyrir flestar glanstíkurnar sem helst ekki má heyfa út úr skúrum. Hvað þá fara á þeim upp á braut að spyrna.
Kv TEDDI Gamalladruslubílaaðdáandi.
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: 1965 Chevy II on November 23, 2009, 16:45:15
Það er talsvert rokk í þessu  8-) ekkert öryggisbelti og annar óþarfi til að þyngja bílinn.
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: MoparFan on November 23, 2009, 22:36:57
Helv. töff hjá honum, sést að þetta eru smá átök, gaurinn með samanbitnar tennur alla leið  8-)
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: einarak on November 25, 2009, 11:03:18
þetta er partýbíll http://www.youtube.com/watch?v=TiolaySmEq4&feature=channel
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: stigurh on November 26, 2009, 15:19:38
 From: 62Buford | August 28, 2006 | 12,097 views
My friend Dave's bitchin' blown small-block A with green velvet interior taken from a whorehouse couch down in Piedras Negras

Þetta fann ég á öðru videói. Svo sannarlega verið partý. Fór 10,96@122mi
stigurh
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: GunniCamaro on November 27, 2009, 10:25:53
Þetta var röfftöff en hann þarf að vera aðeins sneggri að skipta, fyrst tók hann morgunkaffið á milli gíra svo hádegismat og svo seinna kaffið.
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: ÓE on November 27, 2009, 12:10:06
Þetta var röfftöff en hann þarf að vera aðeins sneggri að skipta, fyrst tók hann morgunkaffið á milli gíra svo hádegismat og svo seinna kaffið.
Ertu sneggri á Cammanum? :D
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: GunniCamaro on November 27, 2009, 23:29:44
Var og verð
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: ÓE on November 27, 2009, 23:31:03
Var og verð
Flottur  :D
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: Moli on November 27, 2009, 23:41:28
Var og verð

Þú stendur við stóru orðin næsta sumar gamli, og ekki orð um það meir. Ég bíð svo eftir boði í kaffi og video til þín!  :mrgreen:
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: crown victoria on November 27, 2009, 23:51:47
Haha og sjáið svarta Adda þarna að ræsa  :lol:
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: GunniCamaro on November 28, 2009, 13:38:29
Þegar ég var að keppa upp úr miðri síðustu öld (1986-90) sleppti ég ekki úr keppni og í öll skiptin þegar ég var að skipta slakaði ég ekki á bensíngjöfinni á milli 1. og 2. þannig að ég VAR og VARÐ að vera snöggur á milli gíra.
Það var oft það sem bjargaði mér frá mörgum big block bílum, ekki öllum, því ekki hafði ég mikið vélarafl.
Þess vegna finnst mér sumir sem hafa komið upp á braut með beinaða bíla taka oft kaffitíma á milli gíra.
Title: Re: Frábær spyrna með 4 beina
Post by: 1965 Chevy II on November 28, 2009, 13:51:20
Eru menn ekki bara að spara kassann? Þetta er nú ekki það besta upp á endinguna að dundra þessu á milli gíra.