Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Moli on November 11, 2009, 20:11:56
-
Hérna er eitt dæmi um 1969 Pontiac Firebird með 350 og 4 gíra bsk.
Bíll sem þyrfti ekki að vera mjög dýr hingað kominn þrátt fyrir hátt gengi dollars.
http://newyork.craigslist.org/lgi/cto/1459319166.html
(http://images.craigslist.org/3mc3p33ld5T55S55R69ba404f193b45751c23.jpg)
(http://images.craigslist.org/3k13pa3o25Qa5R15S99ba6eed83df9a69197a.jpg)
(http://images.craigslist.org/3o23pf3ld5O25Se5Rf9baf6f9103801911171.jpg)
Þessi kostar 5.500 USD = 685.355 (með dollarann á genginu í dag = 123,89 ISK)
Getum sagt að flutningur með Eimskip heim frá NY er um 300.000 ISK
Stofn til VSK = 286.638 ISK
13% tollur = 134.596 ISK
Annar kostnaður við nýskráningu, (númer oþh.) 21.864 ISK
Þessi væri kominn hingað heim og á götuna fyrir um:
1.428.453 ISK sem er kannski engin upphæð sem ég myndi gráta yfir.
Aftur á móti er lítið vitað um ástand bílsins en lítur þokkalega út á myndum, bílar á www.craigslist.org eru margir hverjir merkilega ódýrir, annað en á eBay, sem flestir vita að verðin á bílunum þar eru oft á tíðum mjög óraunhæf.
-
Þetta verð er ekkert galið, þó myndi ég halda að flutningur og aðrar ráðstafanir innan USA yrðu nokkrar krónur í viðbót.. Nema þú hafir gert ráð fyrir því í flutningskostnaðnum..
Töff bíll samt, maður væri alveg til í að vera þarna úti í vinnu og næla sér í eitt svona project.. 8-)
-
Hann er í New York og flutningur til Virginiu eða Boston ætti ekki að hleypa á miklu.
-
og hverju ertu að bíða eftir... :P
-
og hverju ertu að bíða eftir... :P
Er nú ekkert sérlega heitur fyrir '69 Firebird, þetta var bara gott dæmi.
Annars var ég að fá tilboð frá Eimskip, í flutning á bíl, í gám, frá Richmond í Virginu að 25m3, er með hafnarkostnaði í Richmond, sjófrakt til Íslands, uppskipun og öllum öðrum kostnaði hér 600 þúsund! :shock: :shock:
-
Já sæll!!!
Gróft að hækka það um 200% á 2 árum mundi ég segja...
ertu búinn að checka á fluginu?
-
Já sæll!!!
Gróft að hækka það um 200% á 2 árum mundi ég segja...
ertu búinn að checka á fluginu?
Ekki nýlega nei, en skildist í vor að það væri um 400 þúsund, spurning hvort það hafi hækkað eitthvað?
-
núy þó bara 100 % hækkun það svo vitað sé um...