Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Belair on October 28, 2009, 19:54:21
-
:evil:
Vegtollur á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut, er nú til skoðunar í viðræðum stjórnvalda og lífeyrissjóða um fjármögnun á breikkun Suðurlandsvegar.
Í viðræðunum liggur þegar fyrir sú forgangsröðun að breikkun Suðurlandsvegar milli Lögbergsbrekku og Selfoss verði fyrst á dagskrá en síðan komi Vaðlaheiðargöng og þar á eftir breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi. Enn síðar verði Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.
Hugmyndin er að lífeyrissjóðir láni til verkefnanna en fái endurgreitt með vegtollum, eins og tíðkast í Hvalfjarðargöngum. Við nánari skoðun hafa menn hallast að því það gæti verið hæpið út frá jafnræðissjónarmiðum, og pólitísk erfitt, að fá Sunnlendinga til að sætta sig við vegtoll á Suðurlandsvegi en sleppa honum á sama tíma á nýbreikkaðri Reykjanesbraut.
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, staðfestir að þetta sjónarmið sé í umræðunni, að óeðlilegt sé að veggjald færi eingöngu á Suðurlandsveg, heldur gæti verið eðlilegra að það færi þá á allar stofnbrautir út frá Reykjavíkursvæðinu, og þá einnig á Reykjanesbraut og Vesturlandsveg. Indriði tekur fram að ekkert sé ákveðið í þessum efnum og engin stefna hafi verið mörkuð í þessa veru.
Veggjald yrði einnig tekið upp við Vaðlaheiðargöng.
Ekkert liggur fyrir um fjárhæðir veggjalda né innheimtuform en sérfræðingum fjármálaráðuneytis hefur verið falið að útfæra þessar hugmyndir nánar
-
Það besta er að við bíleigendur erum búnir að margborga fyrir þessar vegagerð í formi skatta seinustu áratugi .
Einhver sagði mér að peningarnir sem er búið að hafa af bíleigendum í gegnum tíðina hefðu dugað til að fjórfalda þjóðveg eitt :evil:
Fólkið vildi kommana og þetta er það sem það fær. :smt013
Ekki það að hinir séu neitt skárri og eru fyrir löngu búnir að skíta í buxurnar þegar að það kemur að umferðarmálum.
-
Það hefur alla tíð verið ræpan uppá bak á öllum sama hafa haft með þessi mál að gera.
Þessi stjórn er allavega að spá í að gera eitthvað þó að aðferðirnar séu vafasamar, en þetta vegtolla dæmi er náttúrulega bara svikamilla, hvað haldiði að við séu búnir að borga hvalfjarðargöngin oft?
Og líklegt að menn fari að borga þúsara í vaðlaheiðagöng til að stytta sér hva 12 km.
Gróðinn af svona framkvæmdum er allur hjá ríkinu og samfélaginu í heild í formi minni eldsneytiseyðslu, mengunar og viðhaldi á fjallvegum
-
En fer ekki dágóður hluti af verði hvers benzínlitra í vegskatt :---)
Eða hvað :?: :?:
-
Eg held ad eg fari med rett mal tegar eg segi ad herna uti Noregi er tetta buid ad vera svona ad tu borgir vegtoll fyrir nyja vegi og sidan er vegtollurinn tekinn i burtu tegar vegurinn er borgadur nidur. Eg veit fyrir vist ad tetta er svona i Svitjod.
Annars vona eg ad tetta gangi ekki i gegn, otrulega pirrandi tessir helvitis tollar utum allt!
-
Eg held ad eg fari med rett mal tegar eg segi ad herna uti Noregi er tetta buid ad vera svona ad tu borgir vegtoll fyrir nyja vegi og sidan er vegtollurinn tekinn i burtu tegar vegurinn er borgadur nidur. Eg veit fyrir vist ad tetta er svona i Svitjod.
Annars vona eg ad tetta gangi ekki i gegn, otrulega pirrandi tessir helvitis tollar utum allt!
hah, ég myndi ekki vera svo viss um það, það var sagt að gjöldin fyrir að fara í gegnum hvalfjarðargöngin ætti að vera afnumin þegar þau væru búin að borga sig upp, það var ekki gert og þau eru búin að borga sig upp og gott betur en það!
ef þessu yrði komið á er ég nokkuð viss um að þessir tollar myndu haldast, það er allavega oftast þannig...
-
2007 var sagt að lánin yrðu full greitt 2018
hah, ég myndi ekki vera svo viss um það, það var sagt að gjöldin fyrir að fara í gegnum hvalfjarðargöngin ætti að vera afnumin þegar þau væru búin að borga sig upp, það var ekki gert og þau eru búin að borga sig upp og gott betur en það!
ef þessu yrði komið á er ég nokkuð viss um að þessir tollar myndu haldast, það er allavega oftast þannig...
ríkið tók ekki yfir Speli (http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=170) allaveg hef eg ekki hreyt það
-
Eg held ad eg fari med rett mal tegar eg segi ad herna uti Noregi er tetta buid ad vera svona ad tu borgir vegtoll fyrir nyja vegi og sidan er vegtollurinn tekinn i burtu tegar vegurinn er borgadur nidur. Eg veit fyrir vist ad tetta er svona i Svitjod.
Annars vona eg ad tetta gangi ekki i gegn, otrulega pirrandi tessir helvitis tollar utum allt!
ég held að það sé nú seint hægt að segja að vegur sé borgaður niður það er alltaf verið að laga og breyta og bæta...endalaust verið að henda í þetta peningum...
en engu að síður fáránleg hugmynd þetta með vegtoll sama hvar það er, hvort sem það eru göng eða vegur því eins og áður hefur komið fram hér þá er allstaðar verið að taka skatt af okkur til að borga vegi. Ég veit auðvitað ekkert fyrir víst hvaða peningar eru notaðir í hvað en það á víst að vera eitthvað af bensínverðinu sem fer í vegagerðir og svo hef ég heyrt um að bifreiðagjöld séu notuð af einhverjum hluta í þetta og svona má endalaust telja og maður veit ekkert hvað er satt af þessu. Maður bara borgar allt með spurningamerki fyrir ofan hausinn og veit ekki neitt í hvað þetta er svo notað....fer örugglega allt í kæruleysislyf fyrir ríkisstjórnina!
-
Það er kominn tími til að drullast út !!! og reyndar löngu kominn tími til !
ég fer vonandi út í Janúar og ef allt gengur upp þá kem ég ekkert aftur á þetta skítasker ! :-({|=
-
Það er rétt með þessa vegatolla í noregi. ég bjó þar í nokkur ár og maður fór sem betur fer mjög sjaldan þar sem að svona tollar voru. en maður borgaði 10Nkr fyri folksbílinn. 5Nkr fyrir mótórfák. og ef ég man rétt að þá borgaði maður krónu fyrir reiðhjól. ég man það semt ekki alveg. það er svo langt síðan að ég bjó þar, svo borgaði maður auðvitað meira fyrir bíla stærri en 6m og en meira fyrir stóru bílana svosem treilera og vörubíla. og þessar stöðvar voru ekkert lagðar niður.
-
Enda var ég ekki að segja að það væru ekki svona tollar þar ég var bara að segja að það væri seint hægt að segja að vegur væri borgaður niður....
-
Hvaða andskotans lán er verið að borga af hvalfjarðargöngum? tekur ríkið lán fyrir hverju verki fyrir sig?
það er náttúrulega hægt að borga göngin 5 sinnum án þess að þau séu fullgreidd ef menn eru í einhverju lánafokki...
ef það er tilfellið þá væri vit að gera ekki shit næstu árin og leggja fyrir svo menn eigi fyrir verkunum, þá er hægt að gera 5 - 8 sinnum meira fyrir peninginn
-
Hvaða andskotans lán er verið að borga af hvalfjarðargöngum?
Hvalfjarðargöng kostuðu 4.630 milljónir króna á verðlagi í febrúar 1996.
Kostnaður skiptist sem hér segir: Milljónir króna
Undirbúningskostnaður 480
Eftirlit og kostnaður Spalar á byggingartíma ganganna 150
Framkvæmdakostnaður 3.300
Fjármagnskostnaður á byggingartíma 700
Stofnkostnaður alls 4.630
(verðlag feb. '96)
Hvaðan komu peningarnir?
Stofnkostnaður Hvalfjarðarganga var alls rúmlega 4,6 milljarðar króna á verðlagi í febrúar 1996.
Fjármagnið kom úr eftirtöldum áttum:Milljónir króna
Hlutafé 86
Lán úr ríkissjóði 120
Framkvæmdalán alls (án ríkisábyrgðar) 4.124
Enskilda í Svíþjóð (2.474 milljónir kr.)
Innlendir bankar (825 millj.)
Baring Brothers Ltd (825 millj.
Ríkissjóður Íslands (hámark)300
Fjármögnun stofnkostnaðar alls krónur: 4.630
tekur ríkið lán fyrir hverju verki fyrir sig?
göngin voru og eru ekki ríkisframkvæmd