Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Anton Ólafsson on August 20, 2009, 11:58:14

Title: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Anton Ólafsson on August 20, 2009, 11:58:14
Jæja hvað geta menn sagt um sögu þessa bíls og hvað er til af gömlum myndum af honum.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_1967_camaro_maggi.jpg)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_1967_camaro_maggi1.jpg)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Moli on August 20, 2009, 12:50:32
Var eitt sinn í eigu Gilberts úrsmiðs... Ein gömul mynd...

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_123.jpg)

Eigendaferill
08.12.2008    Arnar Berg Grétarsson    Máritanía    
04.09.2007    Einar Jóhannes Sindrason    Sóltún 6    
20.02.2000    Andri Már Magnússon    Ásbúð 66    
07.10.1993    Sigfús Jónsson    Hvannalundur 7    
04.09.1992    Sverrir Tryggvason    Gullsmári 5    
25.02.1992    Jón Þór Önundarson    Beykidalur 4    
27.09.1990    Kristín Sigríður Óskarsdóttir    Írabakki 2    
01.08.1989    Kjartan Ingi Jónsson    Sléttahraun 32    
20.07.1988    Björn Árnason    Svíþjóð    
26.03.1984    Gilbert Ólafur Guðjónsson    Víðihvammur 25    
13.10.1972    Þorgeir H Jónsson    Akurgerði 24    

Númeraferill
10.11.1983    R15417    Gamlar plötur
13.10.1972    R417    Gamlar plötur

Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: stebbsi on August 20, 2009, 12:58:31
vitiði stöðuna á honum í dag?
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Anton Ólafsson on August 20, 2009, 14:27:16
Hér er hann þá á einhertíman á milli 72-83
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_1456.jpg)

Bíllinn er í uppgerð á Akureyri í dag.

Og hér eftir 83
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_247.jpg)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: GunniCamaro on August 21, 2009, 12:34:25
Þessi er einn af fimm 67 camaro hér á landi og var upprunalega 327 þriggja gíra beinaður í gólfi, grænn á lit en Gilbert lét mála hann dökkbláan.

P.S. Anton, hvernig gengur að gera hann upp ?
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Gummari on August 21, 2009, 15:40:43
´Eg man eftir þessum bíl í garðabæ í eigu flugvirkja að nafni böddi og hann bauð pabba bílinn á góðu verði þá fyrir svona bíl ,þegar bróðir pabba var að kaupa af honum 66 Mustang 6cyl en rosalega heilum en pabbi gat ekki verslað en svo held eg að Helgi tattoo hafi átt hann og svo skólafélagi minn Sigfús sem átti pabba sem rak partasölu og gerði fullt fyrir bílinn áður en hann seldi hann fyrir 70 Camaro sem var betri á rúntinn á þeim tíma meðan við vorum 17 ára púkar

ég man alltaf eftir að það hafi fylgt þessum bíl útvíkkanir að aftan (flairs) en veit ekki hvort að þeir séu enn til eða hvað væri gaman að heyra og fá að sjá nýlegar myndir

Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: xp800 on August 22, 2009, 19:57:10
Sælir strákar.
Fyrsti pósturinn minn hér á spjallinu.
Þetta er að verða spennandi þráður.
Hér er smá sem að ég fann eftir ítarlega leit,en er svo sem ekki mikið.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=24678.0 (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=24678.0)
KOMA svo strákar með eitthvað meira um þennan bíl og hvað er planið með hann.

Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on August 22, 2009, 22:37:23
Góður Anton  :D
Gaman væri ef að einhverjir gætu fyllt út í 15 - 20 ára eyðu þarna í sögu bílsins.
Svona leit hann út í desember í fyrra þegar að ég keypti hann norður til Akureyrar.
Það var strax farið í að rífa til að geta séð ástandið á honum sem að var nú svona lala.
Ég hugsa að ég noti þennan þráð til að pósta myndum af uppgerðinni ef að einhver skyldi hafa áhuga.
En endilega ef að einhverjir luma á fleiri myndum eða sögum um hann,látið vaða.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Belair on August 22, 2009, 23:09:59
 =D> bara ekki selja út þegar hann er til búinn  :wink:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Sigtryggur on August 23, 2009, 02:27:26
Er þetta örugglega bíllinn sem Gilbert átti ? Einhvernvegin alltaf staðið í þeirri meiningu að þetta sé sá sem sjóntækjafræðingurinn átti í mörg ár og var klæddur með einhverskonar gærum að innan.Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál,og hvað varð þá um þann gæruklædda ?
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on August 24, 2009, 00:41:41
Kominn með fleiri myndir
Eftir að vera búinn að skrapa mest af lakkinu af ákvað ég að setja hann í sandblástur.
Boddýið er býsna gott fyrir utan það að hjólaskálar að aftan voru haugryðgaðar ásamt innribrettum og aftast í sílsum.
Það var vitað mál og nýtt fylgdi með í hluta af því.
Svo verður eitthvað bras að sjóða í kringum fram og afturglugga en eftir að vera búinn að skoða þráðinn um ss novuna hans Brynjars,þá sýnist mér að ég ætti að reyna að plata þann snilling í skúrinn  [-o< Ég þarf allavega að finna einhvern góðann í svoleiðis smíðum
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: bluetrash on August 24, 2009, 01:37:53
hmmm ég á 327 67árgerð samkvæmt casting kemur hún úr camaro en hvaða bíl hef ég ekki hugmynd um. Þið uppgerðarkallar vitið af því alla vega  :wink:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Brynjar Nova on August 24, 2009, 01:59:39
Allt að gerast á þessum bæ  =D> þessi verður flottur  8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on August 24, 2009, 02:17:17
Takk  fyrir það Brynjar :) En strákar,hvernig er hægt að finna út úr því hvort að vélin hans "bluetrash" er úr mínum ???
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Gulag on August 24, 2009, 17:59:59
Gilbert keypti hann reyndar fyrr en 1984, sennilega 1981-2, ég bjó við hliðina á honum á þessum tíma, bíllinn var grænn þegar hann keypti hann, 3 gíra beinskiptur, hann lét svo (sennilega 1983) málann bláan, mér fannst hann alltaf miklu flottari grænn, ef ég man rétt þá keypti hann bílinn úr miðbænum,
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Steinn on August 25, 2009, 17:16:51
Eins og ég sagði frá í eldri umræðu um þennan bíl. Þá var Toggi (Þorgeir) verkstjóri í Héðni annar eigandi að þessum bíl hér á landi. Kaupir hann af lækni sem hafði verslað bílinn eftir því sem ég best man í New York. Það er óhætt að fullyrða að aldrei vantaði uppá bónlagið á bílnum meðan Toggi átti hann. Man að eina sem okkur strákunum þótti skrítið var að þegar kallin skipti um kúplingspressu og disk, þá var sett í hann pressa með minna ummáli þannig að kúplingin væri léttari. Sá síðan bílinn af og til í gegnum tíðina í mismunandi ástandi en æðislegt að hann er nú kominn í góðar hendur.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on August 25, 2009, 18:21:43
Svona er staðan í dag.
Nánast allt komið niður í bert stál.
Fer að sjá fyrir endann á niðurrifsstarfssemi og endurbygging að hefjast :D
Er svo heppinn að eiga bróðir sem er bílamálari þannig að hann réttir mér verkfærin,eða þannig :lol:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: GunniCamaro on August 25, 2009, 23:08:51
Það er aldeilis uppgerð, þetta er almennileg, ég hélt að ég ætti mikið verk framundan í mínum en það sem ég er búinn að gera í mínum er eins og helgarvinna miðað við þennan.
Í sambandi við vangaveltur ykkar :

ABG, Þetta verður flott þegar þú verður búinn, alvöru uppgerð, einhverjar hugmyndir um útlit og breytingar sem þú vilt segja frá? verður hann lítið, meðal eða mikið breyttur? hvernig vél, kassi og hásing?
ABG, ef þú langar að vita eitthvað almennt um þessa árg. eða vangaveltur væri gaman að heyra í þér þar sem ég er talinn vera aðalcamaronördinn, þú getur skrifað hér eða bjallað í mig ef þú vilt, þú finnur mig í símaskr.

Sigtryggur, þessi sem sjóntækjagæjinn átti með gæruna var 68 bíll, þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú minnist á þennan með gæruna, þú ert eitthvað fyrir gærur  [-X, veit Kata af þessu :evil: :?:

Bluetrash, þú getur séð hvort 327 vélin sé úr þessum bíl með því að bera saman 6 síðustu stafina úr VIN númerinu við tölustafina á blokkinni, það á að vera sama númer, hérna eru allar uppl. um númeralestur og margt annað á þessari síðu : http://chevy-camaro.com/

Kveðja
Gunnar Ævarsson (Gunni Camaro)

ABG, Varstu búinn að kíkja á Camaro greinina mína á spjallinu?
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on August 26, 2009, 00:20:50
Gunnar,takk fyrir þetta.
Ég á nú örugglega eftir að fá að leita til þín varðandi bílinn.Mest það sem að ég veit um sögu og gerð þessara bíla hef ég fundið eftir þig hér á spjallinu.
Bíllinn verður gerður upp sem original götubíll þeas. ekkert több eða búr,bara að gera hann sem glæsilegastan.
Núna er í honum 350/350 sem að keyrir (Prófaði það áður en að allt var rifið  :) ) þannig að meiningin er að byrja með það ,þar sem að það verður stór biti að kaupa úr hreppnum allt það sem að vantar eða þarf að skipta út í vetur.
Planið er að gera hann að ss clone og stækka svo vél í framtíðinni en ef að svo ótrúlega vildi til að 327 vélin sem að var í honum dytti upp í hendurnar á mér þá endurskoða ég það hvort að ég hafi ekki bílinn bara "Plain Jane"

Ég geng út frá því að þurfa að kaupa allt nýtt að utan en langar til að biðja menn um að láta mig vita ef að þeir liggja á einhverju passandi í þetta og er til sölu,veit að það er hæpið en...
Það er margt sem að vantar td. ef einhver á bensíntank sem að passar,framstuðara,diskabremsur sem að passa á þetta,Svört framsæti til að nota úr,læsingar í 10 bolta......og endalaus upptalning,skoða allt

Einnig varðandi ss clone þá vantar mig 12 bolta hásingu sem að passar þó að ég sé ekkert stressaður yfir hásingunni í bili og ss húdd úr 67,68 eða 69 bíl.Hugsanlega gætu verið til húdd á landinu samanber umræðu um ss69 camaro sem að var rifinn og "Krissi í breiðholtinu" á ss húddið úr  :) Svo er annað mál hvort að þetta sé til sölu

Ég vil biðja menn og konur sem að hafa eitthvað til sölu í hann að senda mér PM hér eða mail á arnargr@gmail.com
Fyrirfram þakkir  8-)





Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on August 26, 2009, 03:25:19
Ef einhver á ?
Þennan sleða eða sæti vantar mig í aðra hurðina.Er þá væntanlega spegilmynd af þessu

Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: keb on August 26, 2009, 11:05:27
Mér sýnist á öllu að það vanti nokkra fyrri eigendur inn í eigendasögu þessa bíls.... ég amk veit um 2 sem hafa átt hann en eru ekki skráðir.

Í kringum 1990 (ekki nákvæmt 1988-1991) þá átti bílinn strákur sem bjó á Fífuhvammsvegi (stefán - mikill félagi Sigurjóns Harðar leigubílstjóra amk á þeim árum).
Sá fýr fór m.a. í ryðbætur á afturbrettum sem að mínu mati voru frekar óvandaðar og þurftu mikinn fyllir til að líta sómasamlega út, ég aðstoðaði hann við að raða urðum og framenda saman og á en fylgdist svo sem ekki meira með vinnu við bílinn í það skiptið.

Á þeim tíma var upphafleg vél og kassi í bílnum og viðkomandi ætlaði sér ekki að skipta því út.

Hvað varðar "krissa" sem bjó í breiðholti -  þá er sennilega verið að benda á mig í því samhengi.
Varðandi hluti úr 69 camaro þá vildi ég svo sannarlega að ég ætti þá ennþá en því miður þá er sú ekki raunin.

Ég held að þú þurfir að tala við Hjálmar partasala (bílakringlan) varðandi varahluti, hann er búinn að rífa amk 2 67-8 bíla og fékk hjá mér eitthvað af dóti úr 69 bílnum.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: GunniCamaro on August 26, 2009, 11:25:22
Það er soldið erfitt að vera að gera upp bíl í kreppunni þannig að það sem stjórnar uppgerðarhraðanum hjá mér eru mánaðarmót og kortatímabil.
Að fá varahluti hérna heima er frekar hæpið þ.e.a.s. það sem snýr ekki að vél/kassa/hásing, það sem þú taldir upp er svotil ófáanlegt hérna og eru menn lítið að selja frá sér eins og staðan er í dag.
Ég á t.d. 12 b. hásingu sem ég kem til með að setja undir en þá ætla ég að eiga 10 b. svona til vara, þú getur notað mikið úr 68 camaro, það er víst verið að gera upp 2 í Keflavík og svo geturðu notað margt úr 69 camaro og Novu, þú gætir prufað að tala við Krossanesbræðurna (Arnar/Brynjar)
Svo er spurning að reyna að komast í samband við einhverja Camarogæja í USA sem er að selja notaða varahluti en væntanlega þarftu að kaupa stærsta hlutann af dótinu nýtt, ég var að versla smávegis um daginn við NPD í USA, pantaði á föstudegi og dótið kom á mánudeginum, hérna er linkur á þá : http://npd.dirxion.com/WebProject.asp?BookCode=car09flx#
Þetta gluggajárn sem þig vantar, er þetta fremra eða aftara járnið?

P.S. bluetrash, þú getur skrifað inn númerin sem eru fremst hægra megin á blokkarplaninu (fyrir framan hægra heddið) og ég get lesið útúr þeim fyrir þig.

P.S. Krissi, hvað varð um SS húddið sem þú áttir?
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on August 26, 2009, 17:49:55
Krissi,varðandi afturbrettin,þá passar þetta alveg.Hjólbogarnir voru gerðir úr sparsli og ekki með sömu lögun og á frambrettum eða á nýju bogunum sem að fara undir.
Átt þú nokkrar myndir af honum frá þessum tíma.Gaman hefði líka verið að sjá mynd af honum með útvíkkanirnar sem að er minnst á hérna fyrr í þræðinum.

Gunni,var þinn ss bíll með 10 bolta hásingu original?

Ég vil þakka ykkur fyrir ráð og ábendingar,þær eru vel þegnar.
Eins og ég sagði,þá reikna ég bara með að þurfa að kaupa allt að utan en langar bara að tékka samt hérna.


Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: GunniCamaro on August 26, 2009, 23:18:59
Hvernig var það, var eitthvað búið að endurnýja í bílnum þegar þú fékkst hann og vantar alveg einhverja hluti í bílinn þinn?

Bíllinn minn var með 12 bolta hásingu eins og allir SS camaroarnir en hún var löngu týnd ásamt upprunalegu vélinni þegar ég kaupi hann.
SS Camaro var ekkert mikið öðruvísi, kraftmeiri vél, stífari fjöðrun, 12 bolta hás. og í útliti voru þeir eins og venjulegir camaro fyrir utan húddið, röndina og merkin, það má eiginlega segja að SS camaro sé meira söguleg heimild um kraftmikinn bíl.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on August 27, 2009, 02:23:16
Já ok,ég hélt að þinn bíll væri með original vélinni og hásingu þannig að mér fannst þetta skrýtið með 10 bolta hásinguna.

Ég er ekki á landinu eins og er þannig að ég er ekki með það sem að ég var búinn að lista niður.

Það fylgdi þó slatti af dóti með bílnum og sumt nýtt,mest eða allt þéttingagúmmí,krómlistar og ýmsir smáhlutir.
Bætningastykkin í afturbrettin og spoilerar aftan og framan
Fyrir utan það var mest endurnýjun undir húddinu eins og sjá má á myndum.
Það vantaði framrúðuna en hana fékk ég nýja í Orku
Húddið er með honum og í fínu lagi en ég kem örugglega til með að skipta því út fyrir ss húdd

Það sem að vantar alveg og ég man í fljótu bragði er:

Bensíntank og fylgihluti,pústkerfi,framstuðara,alla spegla,innréttingar í hurðir og hliðar afturí,framsæti að stórum hluta eða alveg( þau eru blá sem að fylgdu ),krómmerkingar allar og eitthvað af höldum og tökkum,loftklæðningu og teppi,utan um bæði framljós (Það sem að fylgdi er nýtt af 68 bíl)
Svo að sjálfsögðu dekk og felgur

Listinn var orðinn langur hjá mér þannig að það er örugglega fullt sem að ég er að gleyma  :-k
En...þetta verður allt verslað í vetur  8-) svo aftur,ef að einhver á eitthvað af þessi í lagi og til sölu á sanngjörnum prís þá er ég klár  :wink:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ÓE on September 07, 2009, 11:41:18
Á ég ekki að skipta við þig...? Þarft þá ekki að clona neitt eða leita af húddi né hásingu. Þessi er með stóran mótor og er RS/SS O:)

Kv ÓE
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ljotikall on September 07, 2009, 14:40:20
er þetta bilinn sem ingó á/átti?
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Moli on September 07, 2009, 18:16:33
er þetta bilinn sem ingó á/átti?

Já, sá sem hann átti.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on September 24, 2009, 16:37:05
Já sæll  :idea: Hann er rosalegur þessi.Held nú samt að ég verði að klára þetta sem að ég byrjaði á.
Kom á klakann í gærkvöldi og renndi norður í nótt á 70´ GTO sem að kveikti þokkalega áhugann.Svo að nú er bara að fara að gera eitthvað í skúrnum.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Kristján Skjóldal on October 06, 2009, 09:10:26
jæja þá er byrjað á því að smíða upp svona 67 Camaro #-o :D
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Gummari on October 07, 2009, 18:42:03
átt þú þennan bíl núna Kristján :?:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Kristján Skjóldal on October 08, 2009, 00:21:52
nei er bara  laga hann :D
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on October 15, 2009, 15:51:21
Jæja,Stjáni Skjóldal rúllar þessari riðbætningu upp,allt að gerast hjá kappanum.Búinn með allt í kringum glugga,skottið,sílsa og styttist í að bræða nýju stykkin á afturbrettin.
Kagginn verður kominn til Alla Berg bílasprautara,ja ekki eftir svo langan tíma :D
Þessi vetur leggst vel í mig og vonandi næsta sumar enn betur :lol:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Moli on October 15, 2009, 17:51:39
Glæsilegt að sjá!  =D>
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Brynjar Nova on October 15, 2009, 22:06:53
Flott  :smt023
gott að hafa svona lyftu  :mrgreen:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Kristján Skjóldal on October 27, 2009, 18:31:12
jæja þá eru allir nýju hlutir fastir búið að sjóða allt og græja ný innribretti og stór hluti af báðum afturbrettum og búið að loka öllum götum og nú fer hann svo bara aftur til eiganda og er nú næsta mál að undirbúa fyrir málun :D
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: olafur f johannsson on October 27, 2009, 20:00:21
helvíti flott verður eðal
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on October 29, 2009, 15:06:39
Alveg magnað hjá þér Stjáni  \:D/ Og útskrifaði fornbíladeildin hann frá þér eftir úttekt í gærkvöldi  :mrgreen:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Kristján Skjóldal on October 29, 2009, 16:31:46
já það kom bara hellingur af fólki og ég veit ekki betur en öllum hafi litist vel á græjuna og er ég búinn að græja hann í gáng nú snýrðu bara lyklinum og kvikindið malar bara eins og sannur GM
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on October 29, 2009, 23:31:21
hehe,það er flott. 8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Kristján Skjóldal on November 14, 2009, 18:23:52
jæja þá er hann farinn í næsta áfanga þar sem hann verður réttur og gerður klár fyrir málingu og verður gaman að sjá svo hvernig hann verður svo málaður
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Svenni Devil Racing on November 14, 2009, 20:10:26
Glæsilegt  8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 16, 2009, 14:47:59
Maður er nú ekkert að falla á tíma með litaval  :-k en planið í dag er svartur og silfurgrár og þá er spurning með eitthvað svona undir hann,eða hvað  :?:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ltd70 on November 16, 2009, 20:18:01
tær snilld :D
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Dodge on November 17, 2009, 09:35:23
það hljómar grand, svartur og grár á efri felgunum!

áttu nokkuð myndir af svona bíl í þessu litacomboi?
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 17, 2009, 12:50:44
Nei ég finn fáar myndir af svörtum og gráum,sem að er kannski bara jákvætt.
Efsti bíllinn er bara flottur en ég tími ekki öllu króminu,finna einhverja hæfilega blöndu af þessu enda er minn ekki með rs lúkk.Langar að hafa ss strípur og svo er spurning með eitthvað custom eins og þessi neðsti.Converta litunum en hafa ekki rönd á hliðinni samt.Svo á maður eftir að fara marga hringi í þessu  :D
Efri felgurnar eru flottar já
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: patrik_i on November 17, 2009, 21:25:40
þessi a efstu myndinni er sjuklega flottur;)

en gangi þer vel með þetta;)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 00:12:58
Sá er vígalegur og takk fyrir  :)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: JHP on November 18, 2009, 00:27:09
Mála þetta alveg kolsvart  8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 01:55:46
Hehe djöfull er það freistandi  :???:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Kristján Ingvars on November 18, 2009, 08:38:13
Nitrous felgurnar eru flottar, ætla einmitt að fá mér svoleiðis felgur bara póleraðar  8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Dodge on November 18, 2009, 09:56:46
Það er töff að sameina bumble bee og SS rendurnar, þá er húddið basicly eins og mynd 2 en endar svo svipað og mynd 3 niðrá brettin,
Sá þetta í overhaulin í gær, kom helvíti flott út..
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 12:12:49
Nitrous felgurnar eru mjög flottar Kristján  :)
Það er einmitt svona Stefán,eins og þú lýsir,sem að ég var búinn að sjá þetta fyrir mér og svo var Alli ( sá sem að málar bílinn ) að segja mér frá þessum þætti í gærkvöldi og fannst þetta koma mjög vel út.Þannig að það er það er sjóðheitt ennþá  8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: keb on November 18, 2009, 14:05:03
Í fyrsta lagi þá finnst mér að þú eigir að láta mig hafa þetta body ...... en það sem ég efast um að það gerist þá held ég að þetta sé málið !!

Speedster2 frá Chip Foose ....... eru alveg að gera sig á svona body
(http://www.chipfoose.com/images/wheels/speedster2_thumb.jpg)

Litir ...... grátt/silfur fer þessu body vel
(http://www.pro-touring.com/gallery/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=22021)
(http://img165.imageshack.us/img165/2683/fikse2pq1.jpg)

En það gerir rautt / grátt - two tone líka
(http://www.gearheadcars.com/images/touring/3t.jpg)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Dodge on November 18, 2009, 14:16:50
Hérna er umræddur "Overhaulin" camaro

(http://www.arcaudio.com/album/Overhaulin%20Projects/67%20Camaro%205-05/slides/IMG_0130.jpg)
(http://www.arcaudio.com/album/Overhaulin%20Projects/67%20Camaro%205-05/slides/IMG_0109.jpg)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 15:30:32
Í fyrsta lagi þá finnst mér að þú eigir að láta mig hafa þetta body ...... en það sem ég efast um að það gerist þá held ég að þetta sé málið !!

Speedster2 frá Chip Foose ....... eru alveg að gera sig á svona body
(http://www.chipfoose.com/images/wheels/speedster2_thumb.jpg)

Litir ...... grátt/silfur fer þessu body vel

En það gerir rautt / grátt - two tone líka

Hehe,þetta er svo andskoti gaman orðið að ég klára þetta dæmi úr þessu.Það eru einmitt þessar litasamsetningar ,svart,grátt,rautt sem að ég hef fókusað á  8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 15:33:48
Hérna er umræddur "Overhaulin" camaro

Stefán þetta er eins og "málað frá mínu hjarta"  :D nema bara svart í staðinn fyrir blátt  8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: keb on November 18, 2009, 15:46:13
"  Stefán þetta er eins og "málað frá mínu hjarta"   nema bara svart í staðinn fyrir blátt  "



grátt í stað blátt -  og svo svart í stað grátt .........
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 15:57:00
 :-k  :lol:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 16:54:25
Er þetta ekki að steinliggja
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Svenni Devil Racing on November 18, 2009, 19:23:02
smá spurning , hva ertu að spá í að hafa breiðar felgur hjá þér  :?: :?:
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 20:00:20
Ég er lítið búinn að skoða það hverju ég kem undir hann,en ég ætla að lækka hann svo að þetta eru 7 eða 8" að framan og helst 9,5 eða 10" að aftan.Held að það gangi.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Moli on November 18, 2009, 20:22:22
Með rétt backspace ætti 17x8" að framan, og 17x10" að aftan fara honum vel, sérstaklega með þessar Foose felgur og þetta litacombo. Hinsvegar mætti sleppa rauðu pinstripe línunni, nema hafa hana og strípurnar hvítar.  8-)
 
(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=44062.0;attach=50770;image)
(http://www.arcaudio.com/album/Overhaulin%20Projects/67%20Camaro%205-05/slides/IMG_0109.jpg)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 18, 2009, 21:22:43
Já ég er sammála með þessa rauðu línu.
Þetta fer að verða svona aðeins "sá á kvölina sem á völina" hjá mér.Það er svo margt flott í þessu  :mrgreen:
Maður þyrfti að eiga fleiri en einn hehe.
En pælingin er 18" felgur og það er nú nokkuð vinsælt á þessum bílum,
þannig að ég var búinn að sjá einhverntímann á camaro spjalli bs´ið fyrir 8" og 10" á ótöbbuðum bílum,bara man það ekki.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: GunniCamaro on November 21, 2009, 13:41:28
Það er gaman að þessum pælingum hjá þér, ég sé að þú hneigist í átt að Pro Touring útlitinu/breytingunum sem er vinsælt núna, það er spurning hvort þú ætlar að fara í útlitið eða allan pakkann með fjöðrun og alles.
Ég er hissa á að þig langi í SS útlitið (sem er alveg skiljanlegt) þar sem þú ert að horfa til Pro Touring, SS er meira retro look en það er reyndar hægt að leika sér með SS röndina en ég færi frekar í Cowl-induction húddið (Z-28 húddið) sem er meira pro og algjör snillt.
Aftur á móti finnst mér algjört "MUST" að vera með RS grillið, sérstaklega ef þú ferð út í pro lookið, standard grillið finnst mér ekki fallegt og enn ljótara á Pro bílunum.
Það er hægt að kaupa RS kitt þar sem venjulegu brettunum er breytt fyrir RS grill og er hægt að fá allt saman í einum pakka en það er ekki ódýrt.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 21, 2009, 20:48:15
Það er gaman að þessum pælingum hjá þér, ég sé að þú hneigist í átt að Pro Touring útlitinu/breytingunum sem er vinsælt núna, það er spurning hvort þú ætlar að fara í útlitið eða allan pakkann með fjöðrun og alles.
Ég er hissa á að þig langi í SS útlitið (sem er alveg skiljanlegt) þar sem þú ert að horfa til Pro Touring, SS er meira retro look en það er reyndar hægt að leika sér með SS röndina en ég færi frekar í Cowl-induction húddið (Z-28 húddið) sem er meira pro og algjör snillt.
Aftur á móti finnst mér algjört "MUST" að vera með RS grillið, sérstaklega ef þú ferð út í pro lookið, standard grillið finnst mér ekki fallegt og enn ljótara á Pro bílunum.
Það er hægt að kaupa RS kitt þar sem venjulegu brettunum er breytt fyrir RS grill og er hægt að fá allt saman í einum pakka en það er ekki ódýrt.


Já Gunnar,það er margt hægt að gera  :) Mér finnst bara eins og flestir 1 og 2 kynslóðar cammar sem að eru gerðir upp í dag séu með cowl húddi,finnst það geggjað en ss húddið er meira gamaldags sem að ég fíla í bland við lækkun og stærri felgur.
Ég hef átt erfitt með að gera það upp við mig hvort húddið ég tek en þarf að panta það í desember svo að það kemur í ljós..þá
Það er mikil vinna og margt sem vantar til að koma honum á götuna í vetur svo að fjöðrun,hásing,vél oþh. bíður til betri tíma.Svo kemur vetur aftur og annar vetur...  :lol:
Mér finnst standard grillið skemmtilega gamaldags og flott og stendur svolítið í huga mér sem ímynd 1st gen camaro frá því að maður var púki  8-) Efast um að ég skipti því út
Hér eru flottir 67 og 68
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: GunniCamaro on November 21, 2009, 22:07:37
Þar sem við erum ekki sammála sé ég fram á skemmtilegan vetur hjá okkur, það gleður gamla SS kallinn hvað þú ert hrifinn af SS húddinu, ég hitti nokkra Camaro kalla í dag við vorum að ræða Pro touring dæmið fram og til baka og þar voru ýmsar skoðanir sem komu fram enda ekki von, það eru svo margir mögleikar til eins og sést á myndunum sem eru hér.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 21, 2009, 22:42:37
Haha já sem betur fer eru skiptar skoðanir og fullt af flottum hugmyndum.Annars værum við bara með einn ríkisbíl  :mrgreen:
Er þinn camaro á leiðinni á götuna ?
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Svenni Devil Racing on November 22, 2009, 14:37:29
Ég er lítið búinn að skoða það hverju ég kem undir hann,en ég ætla að lækka hann svo að þetta eru 7 eða 8" að framan og helst 9,5 eða 10" að aftan.Held að það gangi.

Held að lámarkið sé alveg 12 tommur að aftan  8-) ehehe en bara mín skoðun , þetta verður flott hjá þér :D
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 22, 2009, 17:26:41
Ég bara veit ekki ennþá hvað ég kem breiðu undir hann,set örugglega eins breitt og passar honum og takk  :)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: GunniCamaro on November 22, 2009, 18:44:11
Það er líka spurning hvað menn ætla að ganga langt í breytingum, hafa boddý óbreytt eða breyta smá t.d. minitubba að aftan að grindinni.
Ég er núna að taka í gegn framhjólastellið og þá verð ég búinn að taka allt í gegn að framan, en boddýið verður látið bíða þar til næsta vetur, síðan er stefnan að koma honum á götuna næsta vor.
Það stefnir í að ég komi kannski norður í sumarfríinu næsta sumar og þá fær ég kannski að kíkja á framkvæmdina hjá þér.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: GunniCamaro on November 22, 2009, 18:45:54
Aðeins meira
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on November 22, 2009, 18:54:57
Þetta er magnað,við verðum að koma þessum vögnum á götuna aftur.Vertu svo velkominn í heimsókn
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: Moli on March 21, 2010, 13:41:26
Er eitthvað að frétta? er búið að mála Camaro?  8-)
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: ABG on March 25, 2010, 20:10:19
Sæll Moli
Nei,það er algjör aulaskapur í gangi hjá mér og ljóst að hann fer ekki á götuna í sumar.
Er búinn að vera lítið á landinu í vetur svo að þetta tefst eitthvað.
Title: Re: Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Post by: 70 Le Mans on January 16, 2011, 20:00:17
hvernig gengur?