Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Guðmundur Þór Jóhannsson on August 17, 2009, 07:46:32
-
Þeir sem að vildu myndu þá gefa upp gsm símanúmer fyrir daginn og fengju tíma slip sent eftir hvert run í sms.
Ég gæti trúað að þetta myndi kosta einhverja hundraðkalla fyrir daginn.
Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd ?
Við yrðum að sjálfsögðu að hafa það þannig að það væri hægt að fá útprentaða slips fyrir þau run sem að manni myndi langa að eiga.
kv
Gummi
-
Þegar maður er að keppa er gott að sjá hvað keppinauturinn var að gera.
Er eitthvað vesen með að fá miða eins og vant er?
-
Nei það er ekkert vesen.
Þetta væri ætlað til hæginda.
Það væri alveg líka hægt að fá tímann hjá keppinautnum fyrir hvert run.
-
Líst vel á þessa hugmynd!
-
Líst vel á þetta, flott að losna við þetta miða vesen.
-
Alls ekki hætta með miðana í pittprentara,ég geymi hvern einasta miða.
Hitt er ágætis viðbót.
-
Mér finnst þetta vera bara vesen. Prentarinn virkar ágætlega.
-
Mér finnst þetta vera bara vesen. Prentarinn virkar ágætlega.
=D>
-
Miði fyrir mig :) en hitt er reyndar sniðugt líka
-
Miðinn er bestur... svona þegar það er í gangi. Leiðinlegt þegar maður fær ekki miða fyrir besta rönnið sitt :-(
PS. Ég tók eftir því að hraði á 1/8 í hægri braut er búinn að vera í tómu tjóni í 2-3 keppnir í röð.. einhver ástæða :?:
PS. PS. Hver er ástæða fyrir því að ég fæ 140.18 mílur fjögur skipti (nákvæml. upp á brot) í röð en tímarnir frá 9.8-10.2 og 60 ft. út um allt....... Bara gengur ekki upp
-
Miðinn er bestur... svona þegar það er í gangi. Leiðinlegt þegar maður fær ekki miða fyrir besta rönnið sitt :-(
PS. Ég tók eftir því að hraði á 1/8 í hægri braut er búinn að vera í tómu tjóni í 2-3 keppnir í röð.. einhver ástæða :?:
PS. PS. Hver er ástæða fyrir því að ég fæ 140.18 mílur fjögur skipti (nákvæml. upp á brot) í röð en tímarnir frá 9.8-10.2 og 60 ft. út um allt....... Bara gengur ekki upp
Hraðamælingin er bara ekki nákvæmari en þetta. Þú ert 321 millisekúndu að fara í gegnum hraðagildruna (66 fet) á þessum hraða. Tímatökubúnaðurinn er bara nákvæmur upp á eina millisekúndu og á þessum hraða þýðir það að næsta míla fyrir ofan er 140.63.