Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Moli on June 05, 2009, 14:05:02
-
Á morgun, Laugardag ætlar Mustangklúbburinn í samstarfi við Kvartmíluklúbbinn að hafa opinn brautardag á Kvartmílubrautinni fyrir eigendur allra AMERÍSKRA bíla, og skiptir engu máli hvort hann sé frá Ford, GM eða Chrysler, eða hvaða árgerð hann er. Þemað á morgun er AMERÍKA.
Það verður keyrt frá kl. 11.00 til kl. 16.00 og er verðið fyrir daginn kr. 2.000. Þó er hægt að kaupa 3 ferðir á 1.000kr.
Við minnum á að ennþá þarf Tryggingarviðauka þannig að nú er að drífa í að hringja í Tryggingarfélagið og græja viðaukann!
Einnig þurfa menn að vera með fullskoðaða bíla ásamt hjálmi, en eflaust er hægt að fá lánaða hjálma hjá einhverjum sem geta ekki reddað sér hjálm.
Grillað verður meira en dekk því við ætlum að bjóða upp á pyslur og ískalt Appelsín, fríkeypis! \:D/
Dragið nú bílana úr skúrunum og kíkið við á Kvartmílubrautina milli kl. 11.00 og 16.00 á morgun, Laugardaginn 6. Júní. 8-)
-
ÆÐISLEGT!! :P
-
Svo þarf að vera félagi í KK eða BA til að fá að keyra.. skillst mér allavegana..
-
Félagsgjaldið hjálpar til við að borga malbikið og allar frábæru framkvæmdirnar sem nú hefur verið ráðist í!
-
Þetta er frábært loksins getum við farið að taka á því 8-)
Verður ekki örugglega passað uppá að bílar á radial dekkjum séu ræstir til hliðar við miðju akreinar?
-
Svo þarf að vera félagi í KK eða BA til að fá að keyra.. skillst mér allavegana..
Það er ágætt að taka það fram að þennan eina dag þarf EKKI að vera meðlimur í KK eða BA, þessi dagur er til þess gerður að leyfa sem flestum að prufa brautina og vonandi fá þá til að ganga í klúbbinn og keyra með okkur oftar. :wink:
Verður ekki örugglega passað uppá að bílar á radial dekkjum séu ræstir til hliðar við miðju akreinar?
Ég held að það ætti ekki að skipta máli þar sem það er ekki búið að setja trackbite á brautina.
-
Ég held að það ætti ekki að skipta máli þar sem það er ekki búið að setja trackbite á brautina.
Ég er ekki svo viss,til öryggis myndi ég gera það vegna þess að við töpum allavega engu á því að færa þá til! :wink:
-
Ég held að það ætti ekki að skipta máli þar sem það er ekki búið að setja trackbite á brautina.
Ég er ekki svo viss,til öryggis myndi ég gera það vegna þess að við töpum allavega engu á því að færa þá til! :wink:
Það skiptir feitu máli... Um að gera að byrja frá þessu frá day one! Spólför eftir soft compound dekk eru sticky, á meðan hefðbundin radial dekk skilja oft eftir sig dekkjaryksalla og "raspa" mjúkt gúmmí í burtu.
Mér sýnist að það sé fullt af bílum sem eru komnir á soft compound dekk sem er bara jákvætt 8-)
-
Það skiptir feitu máli... Um að gera að byrja frá þessu frá day one! Spólför eftir soft compound dekk eru sticky, á meðan hefðbundin radial dekk skilja oft eftir sig dekkjaryksalla og "raspa" mjúkt gúmmí í burtu.
Mér sýnist að það sé fullt af bílum sem eru komnir á soft compound dekk sem er bara jákvætt 8-)
oki, ég vissi ekki betur, enda svosem enginn track sérfræðingur, en þið sem þekkið þetta, hljótið að vita betur! :wink:
Mér finnst þá allt í lagi að reyna beina bílum á radial dekkjum aðeins til hliðar! 8-)
-
Það allavega skemmir ekki fyrir Moli :wink:
En það var ekki gert á æfingu áðan en reyndar ekki farnar margar ferðir því það kom að sjálfsögðu rigning ](*,)
Það sést vel á malbikinu núna hvað það er mikilvægt að litli malarkaflinn verði malbikaður,þvílík drulla sem kemur þar með bílunum!
En gripið virðist gott,Kimi fór 13.05 á low profile radial dekkjum og Danni tók að ég held sýnar fyrstu ferðir í 11.9x =D>
-
Er ekki kjörið að setja track bite á brautina á morgun,fyrir ''Ameríska'' daginn svo að brautin verði orðin flott fyrir fyrstu keppni?
Tekur alltaf smá tíma að djöflast á brautinni og gera hana ''ósleipa''.
-
ég tók 1.587 í 60 ft áðan!!! þetta malbik er að gera sig! :D :mrgreen:
-
Á ekki að selja inn á morgun fyrir áhorfendur? :) fínt að fá allavega 500 kr per haus! eða hvað? :-({|=
-
Það er frítt inn á morgun =D>
-
Takk fyrir daginn,þetta var skemmtilegt og í frábæru veðri.
-
Þetta var alveg hreint út sagt ÆÐISLEGT :D
náði FULLT af myndum og var skammaður og alles ( góð ástæða fyrir því samt ) :oops:
-
Þakka kærlega fyrir daginn!
Keyrði mikið .... enda ekki vanþörf á því fyrir mig - góð æfing að venjast bílnum.
Bætti alla tíma nema hámarkshraðann í dag
Frábær dagur með grilluðum pylsum og dekkjum.
Sjáumst á næsta "Muscle car" degi
-
Takk kærlega fyrir mig :) Gaman að hitta alla Mustang mennina og einnig sjá bætinguna á Shelby bílunum :D Frábært að sjá Hilmar á Sterling bílnum taka á honum.. svakalegur bíll og Hilmar toppmaður
Gaman líka að sjá hvað allir GT Mustangarnir voru að virka flott
-
Takk kærlega fyrir mig :) Gaman að hitta alla Mustang mennina og einnig sjá bætinguna á Shelby bílunum :D Frábært að sjá Hilmar á Sterling bílnum taka á honum.. svakalegur bíll og Hilmar toppmaður
Gaman líka að sjá hvað allir GT Mustangarnir voru að virka flott
já það er hann, mætti þarna uppúr 11 í morgun og strákarnir sem voru þarna voru ekkert nema almennilegir og skemmtilegir :D
annað en sumir ungu strákarnir sem eru á svona bílum s.s flottum, rignir uppí nefið á þeim sumum sem ég hef talað við :lol:
-
Takk fyrir mig.
Set inn link síðar á allar myndirnar sem ég tók.
Muscle-dagurinn er kominn til að vera!!!
-
Takk fyrir mig.
Mjög skemtilegur dagur. :D
-
Takk kærlega fyrir mig :) Gaman að hitta alla Mustang mennina og einnig sjá bætinguna á Shelby bílunum :D Frábært að sjá Hilmar á Sterling bílnum taka á honum.. svakalegur bíll og Hilmar toppmaður
Gaman líka að sjá hvað allir GT Mustangarnir voru að virka flott
Hvaða tíma voru Mustangarnir að taka? Hvað með 60 ft, menn að bæta sig þar?
-
60ft voru ömurleg hjá mér en tímarnir voru alltaf að bætast þegar leið á daginn og shelbyarnir náðu best 12.7 að mig minni
-
Ég bætti alla tíma mína í dag - var í vandræðum í startinu lengi vel það batnaði er leið á daginn
60ft - 2,071
1/8 - 8,320
1/4 - 12,748@111,66mph
Þetta var allt í sama run-inu
Bíllinn er óbreyttur en á 305/35x18 Mickey Thompson ET Street götuslikkum að aftan
Frábær dagur og vonandi keyra fleiri bílar á næsta "Muscle car" degi.
-
Tímar dagsins í exelskjali fyrir þessa forvitnu :D
-
60ft voru ömurleg hjá mér en tímarnir voru alltaf að bætast þegar leið á daginn og shelbyarnir náðu best 12.7 að mig minni
fórstu 11.553@ með rumar 1.9 í 60fet, helviti er það gott..... það er bæting frá því í fyrra er það ekki?? ´, varstu ekki þá með betri 60ft á svipuðum tima \:D/
-
Tímar dagsins í exelskjali fyrir þessa forvitnu :D
Takk fyrir þetta :D
-
Þetta var mitt fyrsta skipti í kvartmílu og ég verð að segja að þetta var helv... gaman. Var í smá vandræðum með minn nýja bíl, var að spóla of mikið og stundum snuðaði hann í 3ja og svo sleit ég reim. Bíllinn togar mjög vel. Eg þarf bara að geta hitað dekkin betur. Mig langar að þakka öllum fyrir frábæran dag og sérstaklega Hrannari og bræðrum fyrir góð ráð og hjálp. Öðlingspiltar að norðan. Ég náði best 12,121 á 122,28 mílum með 60ft 2,060 og ég held að bíllinn eigi mun meira inni og ég get örugglega bætt mig. Hefðum við fengið lengri tíma hefði ég sjálfsagt náð niðurfyrir 12 sec. þar sem ég byrjaði í mínum fyrstu rönnum á 12,80. En í einum af þeim ferðum náði ég endahraða uppá 124 mílur.
Eg bíð spenntur eftir næstu Mustang mílu :lol:
-
http://community.webshots.com/user/yellstang
-
Þetta var mitt fyrsta skipti í kvartmílu og ég verð að segja að þetta var helv... gaman. Var í smá vandræðum með minn nýja bíl, var að spóla of mikið og stundum snuðaði hann í 3ja og svo sleit ég reim. Bíllinn togar mjög vel. Eg þarf bara að geta hitað dekkin betur. Mig langar að þakka öllum fyrir frábæran dag og sérstaklega Hrannari og bræðrum fyrir góð ráð og hjálp. Öðlingspiltar að norðan. Ég náði best 12,121 á 122,28 mílum með 60ft 2,060 og ég held að bíllinn eigi mun meira inni og ég get örugglega bætt mig. Hefðum við fengið lengri tíma hefði ég sjálfsagt náð niðurfyrir 12 sec. þar sem ég byrjaði í mínum fyrstu rönnum á 12,80. En í einum af þeim ferðum náði ég endahraða uppá 124 mílur.
Eg bíð spenntur eftir næstu Mustang mílu :lol:
flottur , bíllinn er svaðalegur.
þú verður betri næst.
kv Bæzi
-
Takk kærlega fyrir mig félagar góður dagur og ég er ekki frá því að maður hafi náð sér í smá lit í sólinni en ég náði best 13.72 á 102.6 mílum væri gaman ef eh gæti reiknað það í hestöfl en ég mæti pottþétt aftur á svona æfingu takk takk =D>
-
Jebb, þetta var flottur dagur.. Vonandi verður track prep næst, þá hríðfalla tímar tækja. Gunni prufaði geitina sína í fyrsta skipti upp á braut í dag með flottan götu '69 GTO 12.499/113.44mph með 1.99 60 ft. og 0.501 í viðbragð 8-)
PS. á myndinni sést þegar hann fær kennslu frá frægri kvartmíluhetju.
-
Takk kærlega fyrir mig félagar góður dagur og ég er ekki frá því að maður hafi náð sér í smá lit í sólinni en ég náði best 13.72 á 102.6 mílum væri gaman ef eh gæti reiknað það í hestöfl en ég mæti pottþétt aftur á svona æfingu takk takk =D>
http://www.wallaceracing.com/et-hp-mph.php
kv
Björgvin
-
vá 276 7 út í hjól fínt fyrir all pot 302 :mrgreen:
-
Takk mustang gæjar fyrir að leyfa mér að vera með! ég er mjög ánægður með árangurinn sem ég náði í dag!
þetta eru tímar dagsins á evo
60ft 1.709
mid mph 93.75mph
660 7.674
ET 11.889 @ 116.27 mph
-
Takk fyrir mig.
Frábær dagur.
Kveðja
Þröstur
-
Gaman að hitta alla Mustang mennina og einnig sjá bætinguna á Shelby bílunum :D Frábært að sjá Hilmar á Sterling bílnum taka á honum.. svakalegur bíll og Hilmar toppmaður
Þá er næst á dagskrá að taka Shelby-inn á næsta stig og auka aflið.
Sumarið verður nýtt í að bæta bílinn og ökumanninn.
Takmarkið er að fara vel undir 12 sek. í sumar
-
Þetta var gaman þennan klukkutima sem ég var þarna.. Hefði viljað vera lengur og fá að prufa minn en þeð verður bara næst, og helst sem fyrst..
-
Ég þakka öllum þeim sem mættu... fín stemning sem myndaðist og allir sáttir! :wink:
Það gaman að prófa nýja malbikið og GTO-inn, var í endalausu spóli og náði best 14.111 á 100 mílum. Bíllinn hætti að vinna í 4 gír á 4500 RPM með pedalann í gólfi og er ég líklegast með ekki nógu öfluga bensíndælu, þarf að bæta úr því, ásamt nýjum dekkjum, dempurum og meiri æfingu! 8-)