Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on April 30, 2009, 16:41:06
-
Ég hef alltaf verið haldinn mikilli '68-'70 Charger dellu, hérna kemur víst einn mjög spes. Það væri gaman ef einhver ætti fleiri myndir af þessum. :wink:
Myndirnar eru fengnar frá Jóa á Sólheimum.
Hér er 70 Charger RT/SE. Einn af 116 framleiddum. Orginal 440 sixpack.
Sagan segir að einhverjum eiganda hafi þótt hann eyða of miklu og hent 440 vélinni í sjóinn og sett í hann 318.
Myndin er tekin 1981 á Hornafirði. þá var tvisvar búið að keyra hann fram af bryggjum. Hræið af bílnum var grafið með viðhöfn í ónefndum blómagarði á Flúðum.
Jói
-
ég þjáist af sömu veilu gagnvart þessum vögnum, manni finnst hálf sorglegt að sjá þá svona,
en gaman af þessu, flr myndir!
-
Er einhver til í að lána mér skóflu??
-
Þessi Charger er einn merkilegasti factory Mopar sem komið hefur hingað. VIN XP29V0G162863. Upphaflega R/T six-pack. Grænsanseraður og STÝRISSKIPTUR. Fluttur inn um 1973. Var fyrst í Hafnarfirði fór svo á Akranes þar sem 318 var sett í hann en 440 vélin týndist. Í apríl 1977 er hann auglýstur til sölu þá með 318 og sjálfskiptingu og powerstýri, leðurstólum, rafknúnum rúðum og sílsapústi (nema hvað). Þar er hann sagður ekinn 70.000 km. Gulli Emilss reif bílinn um 1982 og á enþá VIN plötuna.
Ég skal henda inn bílaauglýsingunni um helgina.
Err
-
Þessi Charger er einn merkilegasti factory Mopar sem komið hefur hingað. VIN XP29V0G162863. Upphaflega R/T six-pack. Grænsanseraður og STÝRISSKIPTUR. Fluttur inn um 1973. Var fyrst í Hafnarfirði fór svo á Akranes þar sem 318 var sett í hann en 440 vélin týndist. Í apríl 1977 er hann auglýstur til sölu þá með 318 og sjálfskiptingu og powerstýri, leðurstólum, rafknúnum rúðum og sílsapústi (nema hvað). Þar er hann sagður ekinn 70.000 km. Gulli Emilss reif bílinn um 1982 og á enþá VIN plötuna.
Ég skal henda inn bílaauglýsingunni um helgina.
Err
Sæll Raggi,
Hérna er auglýsingin sem kemur væntanlega frá þér, fékk hana hjá Jóa. 8-)
-
Sælir hvenar var hann jarðaður???
-
Er eithvað til af þessum gullmolum í uppgerðarhæfu ástandi á landinu?
þá auðvitað einhverja sem væru hugsanlega falir... dauðlangar í einn sona í skúrinn...
-
Er eithvað til af þessum gullmolum í uppgerðarhæfu ástandi á landinu?
þá auðvitað einhverja sem væru hugsanlega falir... dauðlangar í einn sona í skúrinn...
Það eru nú til 3-4 '68-'70 Charger bílar sem þarfnast uppgerðar, en þeir fást ekki keyptir núna frekar en síðustu ár.
Svo er einn '69 Charger að verða klár úr langri uppgerð sem ekki hefur sést á götunni.
-
Það er allt til sölu fyrir "rétt" verð :wink:
-
Er eithvað til af þessum gullmolum í uppgerðarhæfu ástandi á landinu?
þá auðvitað einhverja sem væru hugsanlega falir... dauðlangar í einn sona í skúrinn...
Það eru nú til 3-4 '68-'70 Charger bílar sem þarfnast uppgerðar, en þeir fást ekki keyptir núna frekar en síðustu ár.
Svo er einn '69 Charger að verða klár úr langri uppgerð sem ekki hefur sést á götunni.
Ertu nokkuð með einhverjar myndir og uppl um þessa bíla?
það má nú kanski sannfæra einhvern um að selja á krepputímum...
-
sorglegt að sjá svona bíla í svona ástandi
-
er þessi bíll alveg dauður væri ekki hægt að reyna géra hann upp eða henda bodýinu á nýa grind.... Mjög sorglegt að sjá svona bíl í þessu ástandi
-
er þessi bíll alveg dauður væri ekki hægt að reyna géra hann upp eða henda bodýinu á nýa grind.... Mjög sorglegt að sjá svona bíl í þessu ástandi
Þessi bíll er ekki á grind.
Myndirnar að ofan eru teknar fyrir 28 árum, þú getur ýmindað þér hvað það er mikið eftir af þessum bíl í dag! :-s
-
er þessi bíll alveg dauður væri ekki hægt að reyna géra hann upp eða henda bodýinu á nýa grind.... Mjög sorglegt að sjá svona bíl í þessu ástandi
og verkar ólíklegt að það se body eftir til að gera upp
Hér er 70 Charger RT/SE. Einn af 116 framleiddum. Orginal 440 sixpack.
Sagan segir að einhverjum eiganda hafi þótt hann eyða of miklu og hent 440 vélinni í sjóinn og sett í hann 318.
Myndin er tekin 1981 á Hornafirði. þá var tvisvar búið að keyra hann fram af bryggjum. Hræið af bílnum var grafið með viðhöfn í ónefndum blómagarði á Flúðum.
Jói
-
er þessi bíll alveg dauður væri ekki hægt að reyna géra hann upp eða henda bodýinu á nýa grind.... Mjög sorglegt að sjá svona bíl í þessu ástandi
Þessi bíll er ekki á grind.
Myndirnar að ofan eru teknar fyrir 28 árum, þú getur ýmindað þér hvað það er mikið eftir af þessum bíl í dag! :-s
okey en hvar er þessaar myndir teknar?
-
okey en hvar er þessaar myndir teknar?
Á Hornafirði 1981.
-
Hryðjuverkamenn þessir nágrannar mínir.
-
Þessi 70 charger sem virðist hafa verið um 10 ára gamall þegar hann lætur lífið eftir miklar barsmíðar þessa síðasta eigenda eða næstsíðasta. Ef þessar myndir eru teknar á Hornafirði 1981, rifinn af Gulla 1982 og jarðaður í blómagarði á Flúðum þá væntanlega eftir það.....?...þá eru myndirnar teknar svona eiginlega áður enn hann var rifinn endanlega er það ekki?....veit einhver um eigenda feril og númera sögu þessa bíls. Á myndunum að dæma þá hefði EKKI verið stórmál að gera þennan góðan allaveganna af myndunum að dæma.
-
Það er eiginlega verst að það eru ennþá til svona hryðjuverkamenn, slátra uppgeranlegum bílum jafnvel í búnkum af því að þeir eru að gera upp, taki til sín sem eiga aðrir til umhugsunar.
Kv.Siggi
-
Það er eiginlega verst að það eru ennþá til svona hryðjuverkamenn, slátra uppgeranlegum bílum jafnvel í búnkum af því að þeir eru að gera upp, taki til sín sem eiga aðrir til umhugsunar.
Kv.Siggi
Já satt, og ekki er hægt að friða svona gæðinga... allavega ekki enn.
-
Hryðjuverkamenn... það er þungur dómur og spurning að láta slík ummæli fara rétta leið í dómskerfinu.
Menn sem kveða upp dóma um hluti sem þeir vita ekki nokkurn skapaðann hlut um ættu frekar að halda kjafti en láta tóma vitleysu út úr sér.
Þegar þessar myndir voru teknar 1981 var bíllinn tvisvar búin að fara á hafsbotn og var haugryðgaður, búið að mölva allt gler sem hægt var að mölva bæði innan og utan, enginn vél, stólarnir farnir úr honum sem voru sérstakir, grindin og botninn haugryðgaður, bíllinn var sem sagt ónýtur nema frambrettin og hurðar sæmilegar og var það, það eina sem var nýtilegt úr hræinu. Á þessum árum var mun erfiðara að ná í varahluti og það var mjög dýrt. Það eru allt aðrir tímar í dag þar sem hægt er finna allt á netinu og ýta bara á enter. Það var ekki hægt þegar bíllinn var jarðaður.
Hræið var jarðað með mikill viðhöfn og mikilli sorg og eftirsjá og ber að heiðra minnngu bílsins og þeirra aðila sem höfðu þó þann kjark sem þurfti til að leggja út í slíka athöfn og björguðu því sem bjargað varð úr honum og eiga myndir sem varðveita minningu hans.
Ekki má gleyma því að meintir hryðjuverkamenn hafa safnað og varðveitt ógrynni af bílum sem eru öðrum til ánægju og öðrum uppspretta varahluta. Þessir bílar væru allri komnir undir græna ef okkar nyti ekki við.
Gulla útfararstjóri og Jói meðhjálpari og Kirkjugarðseigandi (meintir hryðjuverkamenn)
-
HEYR HEYR !! Jói
svo satt hjá þér
-
2 búinn að fara á hafsbotn?
-
2 búinn að fara á hafsbotn?
nei, sami bíll tvisvar sinnum.
-
Hryðjuverkamenn... það er þungur dómur og spurning að láta slík ummæli fara rétta leið í dómskerfinu.
Menn sem kveða upp dóma um hluti sem þeir vita ekki nokkurn skapaðann hlut um ættu frekar að halda kjafti en láta tóma vitleysu út úr sér.
Þetta átti nú bara vera létt grín á Hrunamenn ( nágranna mína ) engan veginn illa meint en já, þessi Charger hefur átt magnaða ævi.
-
2 búinn að fara á hafsbotn?
nei, sami bíll tvisvar sinnum.
meinti það, smá innsláttarvilla hja mér :oops: en endilega koma með sögurnar af því