Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Anton Ólafsson on April 05, 2009, 03:00:01

Title: Sandur
Post by: Anton Ólafsson on April 05, 2009, 03:00:01
Jæja núna eru bara 56 dagar í fyrsta sand.

Hverjir ætla að vera með?

Title: Re: Sandur
Post by: Lindemann on April 05, 2009, 22:54:22
ég stefni að því að vera með á fjórhjóli
Title: Re: Sandur
Post by: Kristófer#99 on April 05, 2009, 23:58:38
ég væri með ef ég mætti keppa á hjólinu mínu
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on April 12, 2009, 23:06:24
Hvað er að frétta af sandi þarna suðurfrá, er bónarinn að guggna eða?
Title: Re: Sandur
Post by: Jón Þór Bjarnason on April 13, 2009, 12:17:35
Hvað er að frétta af sandi þarna suðurfrá, er bónarinn að guggna eða?
Nei bónarinn er ekkert að guggna.
Ég talaði við hann um daginn og honum gengur bara asskoti ílla að ná sambandi við fólk.
Tölvupóstum frá honum er ekki svarað og fólk ansar ekki símanum segir hann.
Mér skilst að hann sé á leiðinni í feðraorlof og þá ætlaði hann að láta hendur standa fram úr ermum.
En annars ef þetta á að verða að veruleika þá þurfa hlutirnir að gerast mjög hratt.  :smt023
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on April 13, 2009, 17:21:15
Ok, gott að heyra :D
Title: Re: Sandur
Post by: Serious on April 14, 2009, 22:52:10
kanski maður skrá sig með jeppann uppá funnið að vera með ?? hver veit.
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on April 16, 2009, 20:25:11
Jæja, þá eru smá fréttir af gangi mála. Ég hringdi í kappana og spurði um hvort þeim hefði borist fyrirspurnin en hún hafði gleymst eða tínst svo nú er réttur maður kominn með þetta í hendurnar og svars er að vænta vonandi bara á mánudaginn eða allavegana snemma í næstu viku. Ef þetta gengur ekki eftir þá er ein hugmynd sem ég fékk, það er að skoða svæðið í kringum Grindavík, gæti alveg hugsast að það meigi finna svæði þar jafnvel á svipupu svæði og torfærukepnirnar voru haldnar. Maður notar tímann meðan guttin sefur í vagninum í allt annað en húsverkin þessa dagana  \:D/
Kv. Anton
Title: Re: Sandur
Post by: kiddi63 on April 17, 2009, 19:16:52
Quote
Jæja, þá eru smá fréttir af gangi mála. Ég hringdi í kappana og spurði um hvort þeim hefði borist fyrirspurnin en hún hafði gleymst eða tínst svo nú er réttur maður kominn með þetta í hendurnar og svars er að vænta vonandi bara á mánudaginn eða allavegana snemma í næstu viku. Ef þetta gengur ekki eftir þá er ein hugmynd sem ég fékk, það er að skoða svæðið í kringum Grindavík, gæti alveg hugsast að það meigi finna svæði þar jafnvel á svipupu svæði og torfærukepnirnar voru haldnar. Maður notar tímann meðan guttin sefur í vagninum í allt annað en húsverkin þessa dagana  Dancing
Kv. Anton

Hvernig er með svæðið í Sandvík á Reykjanesi.?? (þar sem Clint Eastwood sprengdi með látum um árið)

Það er andsk.... nóg af sandi þarna en hvort það er nógu slétt veit ég ekki, hef ekki farið þangað lengi.
Maður spændi þarna á krosshjólum þegar maður var gutti og fannst ströndin svakalega stór. :smt024
Title: Re: Sandur
Post by: Ravenwing on April 18, 2009, 19:09:36
Sandvík á reykjanesinu er of hallandi að ég held, eins líka skiptir máli með fljóð og fjöru þar...og svo er hún líka í einkaeigu.

Title: Re: Sandur
Post by: Lindemann on April 19, 2009, 02:55:29
sandvíkin gengur allavega ekki, það er massívur halli á fjörunni þar!
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on April 19, 2009, 13:44:19
Er ekki Langisandur málið, nóg pláss og möguleikar á áhofendum.
Title: Re: Sandur
Post by: Belair on April 19, 2009, 13:55:55
Er ekki Langisandur málið, nóg pláss og möguleikar á áhofendum.


(http://www.motocross.is/images/stories//frettir_skjol/2006_okt/LANGISANDUR%20JPG.jpg)
Title: Re: Sandur
Post by: PalliP on April 19, 2009, 14:11:45
Þetta er besta hugmynd sem, ég hef heyrt lengi. Ef hægt væri að nota Langasand væri það geðveikt, myndi lika laða að fólk.
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on April 19, 2009, 23:35:49
Það er þrennt með Langasand, hann hallar, það er flóð um svipað leiti og keppnin er og mjög erfitt að ná að rukka inn, menn komast allstaðar að með engri fyrirhöfn, annars þarf MIKIÐ af starfsfólki en virkilega flottur staður að öðru leiti.
Kv. Anton
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on April 20, 2009, 02:25:40
Anton,, ertu búinn að skoða aðstæður á Langasandi?

Það er ekki eins og sandspyrna þurfi 5km langt svæði, 400m er alveg nóg,  það hlýtur að vera hægt að loka af smá blett
þarna.

Ef fólk á ekki alveg greiðan aðgang að svona þá nennir enginn að leggja eitthvað labb á sig útaf 1000 kr eða svo.

Hallinn er er ekki svo mikill að sjá á myndum, veghefill bjargar því á 3klst.
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on April 20, 2009, 23:24:00
Sælir.
Hef ekki labbað þarna en skoðað mikið magn af myndum og má sjá einhverjar á öðru spjalli um sama efni já eða bara á netinu t.d http://search.live.com/images/results.aspx?q=langisandur&FORM=BIRE# en svo er eitt vandamál eins og var rætt hér á undan, það er blessað hafið, það er flóð í kringum hádegi þann dag sem stefnt er á að halda kepnina svo að ef það er eitthvað brim þá fellur þetta um sjálft sig og þá sér í lagi á þeim stöðum þar sem fjaran er hvað slétturst.....eðlilega ekki satt  :wink:
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on April 21, 2009, 01:34:16
Sæll Toni.

Já það er verst með fjárans flóðið.

Er ekki verið að huxa um 16 Mai?
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on April 21, 2009, 14:34:44
Það er 16 maí, eini dagurinn sem er laus svo það stangist ekki á við önnur keppnishöld sem gætu haft áhrif á keppendahópinn.
Title: Re: Sandur
Post by: Valli Djöfull on April 21, 2009, 14:39:43
Er ekki einhver svaka vinna í gangi á Bakkafjöru eða einhversstaðar þar?  Allar vélar á staðnum og svona? :)
Title: Re: Sandur
Post by: Sigurpáll on April 21, 2009, 21:02:46
16 maí er skoðunardagur hjá BA á Akureyri
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on April 23, 2009, 13:19:21
Þið Norðanmenn hljótið að getað hliðrað til með það er þetta blessað leyfi fæst, annar dagur er vart fær í þetta. Sjáum samt hvað setur, svarið átti að koma í þessari viku svo að nú er bara að bíða og vona.
Kv. Anton
Title: Re: Sandur
Post by: Kristján Skjóldal on April 23, 2009, 18:49:45
það er nú ekki bara við sem ráðum því  #-ofrumherji er með í þessu og þetta er eitthvað sem er búið að vera á dagskrá í allan vetur :!: og stendur þessi dagsetnig á okkar síðu :!: bara skoða líka hvað er í gangi hjá hinum sem eru í allskonar mótorsporti td torfæra og ba það er nú svona lámark þar sem sá hópur er mest til í að vera með  ekki satt :-k
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on April 23, 2009, 19:01:35
Halló halló.

Þetta er baraekkert vanda mál,

menn ákveða bara hvort þeir vilja fara í skoðun eða keppa í sandi.
Hjá mér er sandur framar í röðinni þó svo ég ætti fornbíl :)
Title: Re: Sandur
Post by: Björgvin Ólafsson on April 23, 2009, 21:33:31
Ég held nú svona af fenginni reynslu að það ætti ekki að koma til vandamála vegna þessa :lol:

kv
Björgvin
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on April 23, 2009, 21:54:29
Satt er það BÓ :D
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on April 24, 2009, 19:54:17
Sælir.
Heilbrigðiseftirlitið tekur vel í þetta og keppnissvæðið er á að mér skils náttúruminjaskrá svo að það þarf leyfi þeim og svo einnig landeiganda.
Nú vantar allar upplýsingar um nákvæma staðsetningu, gamlar myndir til að staðsetja þetta vel, já hvaða uppl. sem hugsast getur til að til að flýta fyrir þessu, já leyfið er rétt í þann mund að nást ef allt gengur að óskum.
Kv. Anton S:8959558
Title: Re: Sandur
Post by: Kristján Stefánsson on April 29, 2009, 01:06:04
Jæja hvað er að frétta af sandmálum Toni ?
Verður haldinn sandur þann 16. eins og upphaflegu plönin segja til um  :-({|=

K.v.
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on April 29, 2009, 22:29:56
Útlitið ekki gott, vantar nákvæma staðsetningu svo það megi tala við landeiganda, var að óska eftir aðstoð með uppl. en það komu engar. Ég er einfaldlega að vinna á milli 100 og 130 tíma á viku svo það er ekki mikill tími hjá mér aflögu en ég reyni. Ég ættla samt að ná þessu leyfi svo það megi halda sand ef það fellur niður keppni í Kvartmílu, en ef ég fæ þessar uppl. þá er ekkert því til fyrirstöðu að panta kamra og hefil og gera allt klárt, leyfið er svo gott sem komið, strandar á uppl. skorti.
Kv. Anton
Title: Re: Sandur
Post by: Arnþór77 on April 30, 2009, 00:19:30
Sælir piltar

Ef maður er nýliði og langar að keppa á sandinum á fjórhjóli hvernig snýr maður sér í þessu reglur skráning ofl......

Kv Ak
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on May 05, 2009, 23:49:02
Á enginn uppl. eða myndir af keppni á þessum stað?????
Title: Re: Sandur
Post by: Lindemann on May 10, 2009, 02:34:59
Sælir piltar

Ef maður er nýliði og langar að keppa á sandinum á fjórhjóli hvernig snýr maður sér í þessu reglur skráning ofl......

Kv Ak

hérna eru a.m.k. reglur frá 2006, held þær hafi ekkert breyst.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=17587.0 (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=17587.0)

hvað skráningu varðar, þá verður það örugglega auglýst þegar keppni er komin á hreint.
Title: Re: Sandur
Post by: Jón Þór Bjarnason on May 10, 2009, 18:42:04
Jæja Toni þetta virðist ekki vera að ganga upp eða hvað.  :-(  :?:
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on May 15, 2009, 01:54:46
Það er bara beðið um nákvæma staðsetningu til að sé hægt að staðsetja leifið og fá leifi frá landeiganda, það er það sem vantar uppá, hitt er allt nánast klárt.
Kv. Anton
Title: Re: Sandur
Post by: Valli Djöfull on May 15, 2009, 09:46:03
Og hver er pælingin með nýja dagsetningu?
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on May 15, 2009, 11:59:59
Ekki farið að spá í því, líka spurning um að hafa leifið opið þannig að það meigi keyra sand ef það fellur niður míla.
Kv. Anton
Title: Re: Sandur
Post by: Dodge on May 15, 2009, 17:39:56
BA breytti reglum í sandi núna um daginn..

Í aðalatriðum var tjakkstýri bannað í std. jeppa flokki, númerareglan í fólksbílaflokki tekin út
og hvalbaksregla sett í staðinn.

sjá í heild hér http://ba.is/static/files/Keppnisreglur%20sandspyrna%202009.pdf
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on May 15, 2009, 19:19:34
Eitt skalt þú athuga Anton.  Þú skellir ekki sandspyrnu á ef fellur niður míla.
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on May 16, 2009, 23:01:52
Því má ekki skella á sandi ef útlitið er ekki gott fyrir míluna, sama dót í sjoppunni, panta kamra og hefil.....bara spurning um að flauta af míluna í tíma ef það er tvísýnt eða svo gott sem útilokað að það verði míla. Það hafa t.d ekki komið neinar uppl. sem  geta hjálpað mér að klára þetta, hef fengið tvö boð um aðstoð sem er fínt en það vantar samt enþá helv..... staðsetninguna svo að þetta meigi gerast. Hefði ekki verið amarlegt að keyra einn sand í dag, vissi bara ekki að áhugaleysið væri svona mikið að halda sand. Eina sem eftir var er að fara á rúntinn með þá sem að veita leyfinn á staðinn og klára þetta.... en það gekk því miður ekki. En þetta er ekki búið, ennþá möguleikar EF ÉG FÆ MYNDIR EÐA UPPLÝSINGAR UM HVAR KEPPNIN VAR HALDIN, ég skal svo sjá um rest. Þetta er alger sind að stoppa þarna, kominn með styrktaraðila, leyfið að verða klárt og ekkert að vanbúnaði að halda vinnunni áfram
Kv. Anton
Title: Re: Sandur
Post by: Halldór H. on May 16, 2009, 23:28:52
Það er lágmarks kurteisi að auglýsa keppni með 10 daga fyrirvara. Þú getur ekki reiknað með því að mæting sé góð með minni fyrirvara. Áhugaleysið er magnað hjá KK? Hvert er markmið KK?  Að halda mílur í garðinum en ekki sand í næsta póstnúmeri?
Ég held hreinlega að þetta sé ekki áhugaleysi,  heldur nenna forsprakkar KK ekki að fara út fyrir heimalandið. Það er til hellingur af tækjum og mönnum sem vilja keppa í sandi þarna hjá ykkur fyrir sunnan.
Hinsvegar vona ég að þú gefist ekki upp Toni þó þú hafir verið að tala fyrir tómum eyrum.
Title: Re: Sandur
Post by: Moli on May 17, 2009, 00:04:25
Dóri, þú getur ekki sagt að áhugaleysið sé ekkert hjá KK. Stjórnin hefur fullan hug á að halda sandspyrnu, þetta er bara spurning um að finna svæði sem hentar. Undanfarin ár höfum við ekki fengið nógu gott svæði sem hentar hvað varðar umhverfi og annað, hvað eiga menn þá til brags að taka? Við leituðum til félagsmanna og Toni bauð sig fram, við fengum hann til að finna svæði til þess að halda Sandspyrnu á vegum KK, þangað til verðum við að bíða þolinmóðir þagnað til eitthvað gerist, hvort sem það er hér sunnanlands eða annars staðar, það er nóg til að þáttakendum! Eins og stendur er mjög mikið að gerast hjá þeim sem sitja í stjórn, gríðarstór bílasýning er eftir 2 vikur, við treystum á að hún gangi vel fyrir sig og borgi sig vel upp. Það er nýlent malbik á brautina og ýmsir endar sem þarf að ganga frá eftir það. Þess vegna bið ég þá sem hfa einhvern áhuga á því að halda sandspyrnu, eða vera í sandspyrnunefnd, að setja sig í samband við stjórn KK, eða Tona (hér á spjallinu) og sýna áhuga. Það er ekki hlutverk stjórnar einnar saman að halda sandspyrnu, hvar væri eiginlega klúbburinn ef félagsmenn gerðu ekkert? KK væri ekkert án ykkar!  :!: Ég miðla því hér með til félagsmanna KK að setja ykkur í samband við stjórn KK, eða Tona, ef þið hafið áhuga á að halda sandspyrnu og veita því fullan stuðning... og hætta öllu væli (taki það til sín sem mega)  :-"
Title: Re: Sandur
Post by: Björgvin Ólafsson on May 17, 2009, 02:47:12
Dóri, þú getur ekki sagt að áhugaleysið sé ekkert hjá KK.

Ertu að meina að það sé ekki skortur á áhugaleysi 8-) 8-) :lol: :lol:

Annars svona að öllu gríni slepptu vona ég að það verði sandur að suðurlandinu í sumar - þó svo að það sé samt bara æfingakeppni þetta árið!!

kv
Björgvin
Title: Re: Sandur
Post by: TONI on May 20, 2009, 20:32:31
Við Eddi K fórum upp að Krísuvíkurvatni til að skoða aðstæður í dag og það verður tæplega haldin keppni þar, það er of hátt í vatninu, annað er í skoðun núna. Kv. Anton
Title: Re: Sandur
Post by: Haffman on May 28, 2009, 23:32:00
67 Racing Team fór á æfingu í Þykkvabæ. Þar er fín aðstaða til að halda Sandspyrnukeppni. Ég held alveg endilega að einn úr 67 Racing hafi verið búinn að hafa samband við Tona og láta hann vita af þeim möguleika á að halda þar keppni.

Annars hefði ég viljað sjá fleirri skráða í Sjallasandinn sérstaklega í hjólaflokkunum........ það er til fullt af tækjum í þetta mál.

Svona er skráningin.
Vélsleðar:
Aðalbjörn Tryggvason Artic-Cat
Garðar Hallgrímsson Ski-Doo Mach-Z 925
Friðrik Jón Stefánsson Artic Cat 800 mod
Ásmundur Stefánsson Artic Cat 1000
Stefán Þengilsson Artic Cat
Ragnar Már Hansson Yamaha RX1

Mótorhjól 500cc:

Pétur V. Pétursson Honda CRF 450
Þorgeir Ólason Kawazaki KX 125
Hafsteinn Eyland Honda CR 500
Birkir Ingi Símonarson KTM 380
Brynjar Schiöth KTM SFX 450

Mótorhjól 500cc +:
Jón Kr. Jacobsen Yamaha R1
Björn B. Steinarsson Suzuki 1100

Fjórhjól:
Aðalbjörn Tryggvason Can-Am 800
Arnþór Kristjánsson Polaris Outlaw 525

Fólksbílar:
Vilhjálmur Jónsson Ford Torino GT 418
Björgvin Ólafsson Ford Mustang GT 302
Hjörvar Jóhannesson Ford Mustang GT 302
Sigurpáll Pálsson Chevrolet Nova 383

Jeppaflokkur:
Steingrímur Bjarnason Willys
Guðjón Bjarki Guðjónsson Pollabuxurnar
Árni Hólm Þormóðsson Jeep Grand Cherokee
Gunnar Björn Þórhallsson Chevrolet Silverado 2500
Daníel G Ingimundarson Chevrolet Silverado 2500
Haukur Þorvaldsson Silver Power 383
Páll Steindór Steindórsson Ford Bronco 460
Grétar Óli Ingþórsson Ford F-150 351M
Gunnlaugur Sigvaldason Subaru Impreza WRX
Bjarni Hjaltalín Scout 440
Leonard Jóhannsson Jeep Commando 360
Ásgeir Bragason Nissan 3000

Útbúnir Jeppar:
Pétur V. Pétursson Sjarmatröllið 383
Kristmundur Dagsson TÍMAUR 350
Ásgeir Bragason Willys CJ2A Volvo B20
Daníel G. Ingimundarson The Secret 355
Ólafur Bragi Jónsson Refurinn 406
Einar Gunnlaugsson HP 561
Hafsteinn Þorvaldsson Torfan 427
Bjarki Reynisson Dýrið 383
Jóhann Rúnarsson Trúðurinn 436
Leó Viðar Björnsson Iron Maiden 540

Sérsmíðuð ökutæki:
Anton Ólafsson Ford Escort 351W
Halldór Hauksson Porsche 935
Stefán Örn Steinþórsson Plymouth Cuda 440
Grétar Franksson Chevrolet Vega 540
Einar Gunnlaugsson HP 561