Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: FORDV8 on February 03, 2009, 23:32:51
-
kvartmíluslis
-
Er þetta ekki Valur Vífils á Barracudu á móti Benna :?:Valur lenti á steinvölu á brautinni og lenti út af engin slys á fólki,búrið hélt og Valur heill,er þetta rétt hjá mér :?:er þetta 1982 :?:
-
rétt hjá þér
-
Svo gerðist þetta
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/172.jpg)
Stolin mynd frá Mola. (hvar annarsstaðar)
-
Moli þessa mynd tók ég og hún er stolin frá mér kv.Ingibergur og hættu að eigna þér myndir annarra
-
mér finnst nú æðislegt þessi siða sem Moli heldur um =D> um að gera að safna öllum bílamyndum á þessa síðu \:D/
-
held nú að hann sé ekkert að eigna sér þær. bara samansafn.
-
Moli þessa mynd tók ég og hún er stolin frá mér kv.Ingibergur og hættu að eigna þér myndir annarra
Sæll,
Alveg slakur! Ég hef aldrei, og ætla mér svo sannarlega ekki að reyna að eigna mér myndir annara, eins og Zaper sagði er síðan hjá mér bara samansafn af allskonar myndum. Það er nú venja hjá mér að þakka viðkomandi fyrir myndir hér á spjallinu, vitna í hvar ég hef fengið þær og spyrja aðra hvort að það sé í lagi að vista þær myndir sem birtast á síðunni, og ef þú kannar pósthólfið hjá þér þá sendi ég þér einmitt fyrirspurn um hvort það væri í lagi að setja þessar myndir, sem þú hefur verið að setja hér á spjallið, inn á síðuna hjá mér. Ég fékk amk. aldrei svar frá þér þannig að ég get svona nokkurnvegin áætlað hvernig þú hefur gripið í þá fyrirspurn. Allt í góðu með það, þín ákvörðun. :neutral:
Annars hef ekki hugmynd um hvar ég fékk þessa af Val í Hrauninu, en ef hún er kominn frá þér hvernig stendur þá á því að ég sé með hana hjá mér vistaða? Hef fengið mörg albúm í hendurnar og mjög margar myndir af því þegar Valur velti. Ef þér er illa við að myndirnar sem þú hefur tekið séu að fara á flakk þá skaltu bara snarlega steinhætta því að setja þær á netið, því eins og þú veist er það lang auðveldasta leiðinn til að láta fólk "stela" þeim frá þér! :roll:
-
Það er nú alveg ótrúlegt hvað menn geta verið tens með svona eignarrétt á myndum..
Ég hef meiraðsegja lent í stappi yfir því að pósta mynd af mínum eigin bíl sem einhver annar tók..
Hvor á meiri rétt.. sá sem tók 20kr myndina eða sá sem á mörg hundruð þúsund króna myndefnið?
Mér finnst líka eðlilegt að allar myndir sem er búið að pósta á netið fyrir almenning séu fair game
-
Ekki finnst mér það :???:
-
Ég verð nú samt að vera sammála Stebba. Ég hef aldrei skilið af hverju menn eru svona hrikalega anal þegar kemur að myndum...
-
Það er nú alveg ótrúlegt hvað menn geta verið tens með svona eignarrétt á myndum..
Ég hef meiraðsegja lent í stappi yfir því að pósta mynd af mínum eigin bíl sem einhver annar tók..
Hvor á meiri rétt.. sá sem tók 20kr myndina eða sá sem á mörg hundruð þúsund króna myndefnið?
Mér finnst líka eðlilegt að allar myndir sem er búið að pósta á netið fyrir almenning séu fair game
Nákvæmlega. Ef mönnum er eitthvað illa við að aðrir eignist myndir frá sér þá geta þeir annað hvort haft þær læstar svo ekki sé hægt að save-a þær eða bara hreinlega sleppt því að setja þær á netið =;
Annars sé ég ekki að þetta þurfi að verða að einhverjum leiðindum [-X 8-)
-
Það er nú alveg ótrúlegt hvað menn geta verið tens með svona eignarrétt á myndum..
Ég hef meiraðsegja lent í stappi yfir því að pósta mynd af mínum eigin bíl sem einhver annar tók..
Hvor á meiri rétt.. sá sem tók 20kr myndina eða sá sem á mörg hundruð þúsund króna myndefnið?
Mér finnst líka eðlilegt að allar myndir sem er búið að pósta á netið fyrir almenning séu fair game
Nákvæmlega. Ef mönnum er eitthvað illa við að aðrir eignist myndir frá sér þá geta þeir annað hvort haft þær læstar svo ekki sé hægt að save-a þær eða bara hreinlega sleppt því að setja þær á netið =;
Annars sé ég ekki að þetta þurfi að verða að einhverjum leiðindum [-X 8-)
Þetta eru oft ljósmyndarar sem eru væntanlega bara hugsa um að geta grætt pening á að selja sínar myndir. Um leið og þær eru komnar á netið þá mundi ég halda að þær væru orðnar verðlausar.
Svo er ótrúlegt eins og þið eruð að benda á að einhver auli með myndavél geti tekið mynd af minni eign í minni óþökk og selt hana og ég hef ekkert með það að segja og fæ ekki einu sinni eintak af myndinni...
-
Ég get svo sem alveg skilið að menn vilji passa upp á sinn eignarrétt á myndum. Oft eru áhugamannaljósmyndarar með mjög dýrar græjur og talsverða reynslu að baki sem hefur kostað tíma og vinnu. Það hefur komið upp að erlendar síður og tímarit hafa verið að birta myndir eftir áhugaljósmyndara hérlendis að þeim forspurðum og þá er verið að sniðganga eignarrétt þeirra, þar sem oft er hægt að selja slíkar myndir til birtingar. En þegar þetta er komið á netið þar sem allir geta nálgast þær og þar sem eignarrétturinn kemur hvergi fram er kannski hægt að horfa öðruvísi á hlutinn. :roll:
-
bara svona til að tala um myndina að þá á pabbi upptöku af þessari kvartmílu og þessu slysi! :)
-
en hverig er það þá eiga þá ljósmyndarar ekki þá að fá leifi eða borga fyrir að fá að taka myndir af td billnum þínum :?: :lol:
-
Sælir bílaljósmyndarar
Það eru til ákveðnar reglur um höfundarrétt á ljósmyndum. Þetta snýst um eignar- og umráðarétt á verkum. Hér að ofan er Moli ásakaður um að stela ljósmynd. Mér finnst það nú fullgróf ásökun enda held ég að í flestum svona tilvikum sé um óviljaverk eða vanþekkingu að ræða.
Árið 2003 gaf Forlagið út mjög fína bók sem heitir Íslenska bílaöldin. Glás af góðum myndum í henni. Það sem kom mér skemmtilega á óvart var að í bókinni voru sjö myndir af bílum sem faðir minn hafði tekið úr hans einkasafni en hans var samt hvergi getið sem höfundar. Í bókinni voru ljósmyndir hans hinsvegar sagðar úr safni Bjarna Einarssonar. Annar höfundur bókarinnar er Ingibergur Bjarnason sem ég giska á að sé sá sami og sakar Mola hér að ofan um myndastuld. Hér fær hann tækifæri að útskýra hversvegna höfundarréttur var ekki virtur við útgáfu þessarar bókar.
Góðar stundir
Ragnar
-
Moli þessa mynd tók ég og hún er stolin frá mér kv.Ingibergur og hættu að eigna þér myndir annarra
(http://img380.imageshack.us/img380/2882/owned9wz.jpg)
-
heyri ekki betur en fordv8 hafi skotið sig í fótinn með þessu mynda bulli sínu allavega ef hann er að stela myndum sjálfur og birta þær síðan í bók , það væri lámark allavega að taka það fram hver hafi tekið þær .... :mrgreen:
-
Ég hef alltaf litið til vefsins hans Mola sem algjörs demants.....
Það að hann safni saman öllum þessum myndum sem eru ekkert annað
en heimildir sem mega ekki glatast, er bara frábært og ómetanlegt.
Finnst frekar hæpið að vera svona stóryrtur um myndir sem hafa
byrst á netinu.
-
Sammála því að síðan hans er Gullmoli fyrir dellukarla.
Ég er búinn að senda Mola (gullmola) fullt af myndum í gegn um tíðina og ég geri það svo aðrir geti notið þeirra líka,
og með því að setja hana á netið þá er maður að veita öðrum aðgang að henni.
Þegar mynd frá mér er kominn á netið þá get ég nú lítið verið að skipta mér af því hverjir skoða hana og nota hana.
EN þetta er auðvitað "mín" skoðun á þessu.
-
Ég á einnig eitthvað af myndum inn á síðunni hjá Mola... Finnst það í góðu lagi að þær séu þar svo allir geti fengið að njóta þeirra. Sniðugt reyndar hvað Hálfdán o.fl. gera þ.e. að merkja myndirnar.
-
Þar sem ég er með svipaða síðu og Moli nema bara með jeppa myndum,
þá veit ég að það er algjör Kleppur að ætla að merkja allar myndirnar sem maður setur inn,
samt er ég "bara" með rúmlega 5300 myndir en Moli er held ég kominn með yfir 12.000 myndir inn á síðuna sína.
Ég reyni reyndar að merkja við hvaðan ég fékk myndinaen ég á samt eftir að breyta uppsetningunni á síðunni
hjá mér þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta verður endanlega hjá mér.
Ég er t.d. búinn að fá haug af myndum frá þeim Ólafsson Racing sem þeir eru búnir að safna saman fyrir mig
frá hinum og þessum mönnum fyrir norðan en ég veit ekkert hvaða menn það eru þannig að ég merki þeim myndirnar.
En ég skil ekki alveg hvað menn eru að stökkva upp í nef sér þegar þeir eru á annað borð búnir að setja þær á netið.
Reyndar skil ég vel menn eins og Sæma og JAK sem eru svona pro ljósmyndarar að þeir vilji kannski síður að
menn séu setja myndir frá þeim inn netið án þess að merkja þeim myndirnar.
Án þess að ætla að lasta þessar myndir sem Ingibergur hefur sett hérna inn þá finnst mér vera nú
vera töluverður stigsmunur á þeim myndunum og myndunum sem t.d. Sæmi eða JAK hafa tekið.
En allt eru þetta ómetanlegar heimildir fyrir okkur bíladellu fólk, það var einmitt að fyrirmynd Mola sem ég opnaði þessa síðu mína =D>
-
Hæ.
Það verður lengi rifist um höfundarétt á öllum hlutum... Ef þú færð arkitekt til að teikna fyrir þig hús....þá á hann höfundarrétt á húsinu.???? mér finnst þú bara vera að láta "iðnaðarmann "HIRED HAND" vinna fyrir þig...
Þetta er sama í faðernismálum...hver á barnið... en einsog einn faðirinn útskýrði fyrir dómaranum, "ef ég set 100 kr í sjálfsala og fæ út kók...hver á þá kókið, ég eða sjálfsalinn ?"
Að öðru..
Re: hvað gerðist næst
« Reply #14 on: Yesterday at 18:05:30 » Quote
--------------------------------------------------------------------------------
bara svona til að tala um myndina að þá á pabbi upptöku af þessari kvartmílu og þessu slysi!
Ertu að meina það, á pabbi þinn upptöku af þessu 'ohappi.???? Er nokkur leið að fá að sjá það.... 'Eg var á staðnum og meira að segja mjög nálægt, en ég sá ekkert (voða lítið allavega) af þessu.. En það væri gaman að fá að sjá þetta.
með fyrirfram þökk
Valur veltikall...
Þess má geta að næsti bíll á eftir þessum var EVA II sem var með prjóngrind...og sást fyrst á vorsýningu KK . Þar var lítill gutti sem hafði séð veltuna og var á undan pabba sínum inn, kom svo hlaupandi á móti pabba sínum. "komdu pabbi komdu, sjáðu þetta ....Valur velta er kominn með hjálparadekk"
-
Moli þessa mynd tók ég og hún er stolin frá mér kv.Ingibergur og hættu að eigna þér myndir annarra
Bara svona til að klára málið, þá var ég að fá email frá þeim aðila sem tók þessa umræddu mynd og hann sá þennan þráð. Hann fór í albúmið sitt og bar saman myndina við þá mynd sem birtist á síðu eitt.
Það fer ekkert á milli mála að þetta er mynd frá honum, en ekki Ingibergi. (FORDV8)
-
Jább upptakan er til á vhs.. Þeir pabbi og frændi minn voru sjálfir að keppa þarna á gulum duster 340 og auðvitað var upptökuvélin tekin með til að taka upp spyrnurnar en spólan er orðin ansi skemmd enda frá árunum 1982.
En veit einhver hérna á spjallinu hvort að það séu einhverjir að breyta svona vhs spólum yfir í dvd diska og hvað það kostar og framvegis? :D
-
mynbandavinnslan 5621026
-
Bara svona skjóta inní þessar myndavangaveltur, það er hægt og hefur verið gert að taka myndir af myndum, þannig að tveir geta átt svo til sömu myndina væntanlega..
En já er ekki hægt að útfæra myndbandið af þessu slysi á stafrænt form og skella því hér inn, t.d. gegnum youtube eða slíkt.