Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: @Hemi on January 05, 2009, 21:51:34

Title: Gormar
Post by: @Hemi on January 05, 2009, 21:51:34
Sælir.


ég er með gamlan jeppa, það eru fjaðrir að framan og aftan og mig langar að henda gorumum undir..

hvernig er best að gera það og hvar fær maður góða gorma ?

hvað er sirka verðið á svona gromum ?

á eitthver til gorma sem að ég get keypt og hent undir ?




Title: Re: Gormar
Post by: Kristján Ingvars on January 05, 2009, 21:57:24
Þú hendir nú ekki beinlínis gormum undir þar sem eru fjaðrir fyrir, það er töluverð vinna..
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 05, 2009, 22:14:18
nýjar fjaðrir eða ?...  þessar fjaðrir eru bara svo mikið kurwu drasl :P  :lol:   
Title: Re: Gormar
Post by: Kristján Ingvars on January 05, 2009, 22:45:17
Gormarnir þurfa að sitja í svokölluðum klöfum sem eru boltaðir í grindina á bílnum, gormurinn kemur svo á milli og demparinn inní hann. Það er meira en að segja það að breyta þessu  :wink:
Title: Re: Gormar
Post by: Halldór H. on January 05, 2009, 23:10:53
Krisján ert þú orðinn jeppakall :?:
Title: Re: Gormar
Post by: Kristján Ingvars on January 05, 2009, 23:20:50
Nei ekki síðast þegar ég gáði  :lol:

Hvað áttu við með því?
Title: Re: Gormar
Post by: KiddiJeep on January 06, 2009, 02:03:58
 :lol:
Ekki fara að blanda einhverri sjálfstæðri klafa-fólksbíla fjöðrun inní þetta, maðurinn er að spyrja hérna hvernig á að gormavæða hásingarjeppa og það að fara að tala um klafa er svona álíka gáfulegt og ég fari að sulla smurolíu út í hrærivélina hennar múttu þegar hún biður mig um að rétta sér smjörlíki...
Þetta eru engin geimvísindi að setja gorma á þetta, hvað er bíllinn ca þungur?? Finndu bara jeppa sem er svipað þungur og fáðu gorma undan svoleiðis, Patrol t.d. eða Land Cruiser koma sterkir inn. Gott að nota dempara úr sömu gerð af bíl og gormarnir koma úr.
Svo ráða menn bara hvaða leið þeir fara í því að koma böndum á hásinguna þegar fjaðrirnar eru á bak og burt, það fer svona aðallega eftir því hversu mikla fullkomnunaráráttu menn hafa. Það er hægt að fá Bronco stífur fyrir gott sem ekki neitt og þær virka alveg svosem bæði að framan og aftan. Ef þú vilt gera þetta vel þá eru Range Rover, Land Cruiser, Bronco eða Patrol stífur kjörnar að framan en 4 link að aftan. Lykilatriði er að láta stífurnar alls ekki halla mikið, það kemur niður á virkni fjöðrunarinnar og aksturseiginleikum. Langbest er að láta þær halla nánast ekki neitt, mesta lagi 5 gráður.
Title: Re: Gormar
Post by: Serious on January 06, 2009, 02:36:57
Sammála Kiddijeep að Toyota eða Rover ætti að virka fínt , Hemi vökuportið eða partasalar ættu að eiga eitthvað handa þér sem hentar undir bílinn þinn.Klafa drasl ef slíkt er undir jeppa sem á að breyta hendir maður því oftast og setur hásingu í staðinn það virkar mun betur.
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 06, 2009, 03:01:52
Sælir.


þetta appratr er Ram Charger '82 og vegur um 2,7 tonn..


og er hægt að fá þetta í bílapartasölu meða eitthverju svoleiðis ? vil góða gorma og stífur, nenni ekki að "uppdate" Þetta eftir eina ferð.. vil hafa þetta fínt.



en hverju mæla menn með ? hvernig tegund af gormum og hvernig stífur ? (eg er nú 17 ára og algjör jólasveinn í þessu bíla dóti  :lol: #-o )

en þetta 4link dót,  eru það 4 stífur sem að koma í hásinguna eða hvernig er þetta apparat ? byrja á að lyfta grindini upp og rífa fjaðrar draslið undan útbý festingu fyrir gormana í grind og hásingu og læt grindina síga aðeins og kem svo fyrir stífonum ? eða hvernig er besta og þægilegasta aðferðin ?
Title: Re: Gormar
Post by: cv 327 on January 06, 2009, 03:18:53
Sæll.

Út af hverju villt þú henda fjöðrunum undan? Eru þær, eða fjaðrafóðringarnar  orðnar slappar? Fjaðrir þurfa alls ekki að vera slæmur búnaður undir svona jeppa. Ef fjaðrirnar eru slappar er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr þvi og mýkja í leiðinni, án mikillar vinnu. Að gormavæða svona bíl er heilmikil vinna, sem skilar síðan kanski ekki því sem leitað var eftir.
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 06, 2009, 03:30:58
skomm, ástæða fyrir að ég vil henda þessu drasli er að, afturfjaðrirnar liggja á dótinu sem að stoppar að þær bogna ekki öfugt (að búngan fari upp..) semsagt ónýtar..

svo er fram fjaðrirnar mis bognar (er skakkur að framan..)  og það er ekki fyrri mann að vera í honum þegar er keyrt á ójöfnu, maður skoppar upp og svo neglir niður á grjóthart og enginn fj-run að aftan og léleg að framan..


og gormarnir eru betri en fjaðrir og víst ég þarf að taka þessar undan og setja nýjar er ég að pæla að setja gorma þar sem þeir eiga að vera betri.  en hvað myndið þið gera ? setja nýjar fjaðrir ? (og hvar fást nýjar fjaðrir ? hjá Benna eða hvar er hægt að fá þær ódýrast?)     eða henda sér á gorma ?


hvað segiði strákar ?       hvort er það nýjar fjaðrir eða gormar ? (fjaðrirnar eru hvort sem er ónýtar...)
Title: Re: Gormar
Post by: cv 327 on January 06, 2009, 03:50:12
Lang einfaldast að prófa fyrst að ath. með notaðar fjaðrir á jeppapartasölu, og vita hvort að það virki ekki. Einnig skalltu ath. demparana í leiðinni, ábyggilega orðnir lélegir úr því að bíllinn skoppar upp. :)
Síðan má líka setja lina fólksbílagorma með fjöðrunum (ef þú færð notaðar fjaðrir), eða loftpúðadempara.
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 06, 2009, 03:57:29
já, ég ríf þetta undan í vikuni og kíkji rúnt í rvk og tékka hvort það sé til sama stærð..   en er enginn hér sem að leynir svona dóti á sér sem að vill selja mér ?  :)


en er eitthver sem að á 35" uppí 42" á felgum á stóru 5 gata deilinguni ? (minum var stolið  :evil:  :smt013 )
Title: Re: Gormar
Post by: Kristján Ingvars on January 06, 2009, 15:48:19
KiddiJeep: ég biðst afsökunar á því að vera svona mikið fífl, ég hef augljóslega ekkert vit á jeppum hélt bara að þetta væri svipað  :mrgreen:
Title: Re: Gormar
Post by: Dodge on January 06, 2009, 15:54:09
þetta appratr er Ram Charger '82 og vegur um 2,7 tonn..

Ég mundi byrja á að fjarlægja 500kg fiskikarið eða vörubílavélina sem þú ert greinilega með í þessu
og skoða svo hvort range rover gormar séu ekki passlegir ef þú ætlar á annað borð að demba þér í
að gormvæða græjuna.

ramcharger á að vikta 2,1 - 2,3 tonn
Title: Re: Gormar
Post by: Heddportun on January 06, 2009, 17:12:08
Getur gert þetta einfalt,sett gorm á milli og utan um stopparan

Þá þarftu ekki að vesenast með allt hitt
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 06, 2009, 17:16:43
og er það alttí lagi að setja utan um stopparan og gera festingu eða sjóða þá á fjaðrirnar að neðan ? ekkert gert útá þetta í skoðun eða hvernig eru þau mál ?
Title: Re: Gormar
Post by: Heddportun on January 06, 2009, 17:58:56
Átt ekki að þurfa að sjóða neitt,þeir skorðast fastir á milli

Ef þú ert byrjaður að sjóða,færa,breyta og þessháttar þá þarftu líklegast að fara í sérskoðunn frekar
en að lauma gormunum á milli en þeir setja út á brotnu fjaðrirnar
Title: Re: Gormar
Post by: #1989 on January 06, 2009, 23:11:44
Sælir.


þetta appratr er Ram Charger '82 og vegur um 2,7 tonn..


og er hægt að fá þetta í bílapartasölu meða eitthverju svoleiðis ? vil góða gorma og stífur, nenni ekki að "uppdate" Þetta eftir eina ferð.. vil hafa þetta fínt.



en hverju mæla menn með ? hvernig tegund af gormum og hvernig stífur ? (eg er nú 17 ára og algjör jólasveinn í þessu bíla dóti  :lol: #-o )

en þetta 4link dót,  eru það 4 stífur sem að koma í hásinguna eða hvernig er þetta apparat ? byrja á að lyfta grindini upp og rífa fjaðrar draslið undan útbý festingu fyrir gormana í grind og hásingu og læt grindina síga aðeins og kem svo fyrir stífonum ? eða hvernig er besta og þægilegasta aðferðin ?
Haltu þig bara við fjaðrirnar, ódýrara og einfaldara hitt dæmið er ekki fyrir "17 ára jólasvein" að framkvæma af einhverju viti Kv. Siggi
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 07, 2009, 00:14:43
hehehe já,  ég ætla að gera það ;)   



en hey það er eitt annað sem þið þurfið að kenna mér hehe, fæðist enginn sem veit allan fjandan um þetta apparat...



það er ventlabank öðrumegin í 318 járn hrúguni, hvernig fixaður maður það ?  væntanlega ventlalokið af og hvað svo ? "berja til með hamri :lol: "





Title: Re: Gormar
Post by: Serious on January 07, 2009, 03:28:54
Ég mæli nú með heldur nettari tólum en hamri til að stilla ventlana en það hefur kanski hver sínar aðferðir. :lol:
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 07, 2009, 05:04:53
  :mrgreen: :lol:    en er eitthver sem getur sagt mér hvernig svona er lagað ??...

Title: Re: Gormar
Post by: eisi on January 07, 2009, 12:54:10
skvo veit ekki mikið en eitthvað ef þetta eru ventlarnir þá tekuru ventla lokin af færð þér bók um þennan mótor og snýrð mótor og stillir ventlan með því
er ekki alveg nkvæmustu lísingar en svona i áttina ef færð einhvern vanan þá ætti hann ekki vera lengi að þessu ef þú losar það sem þarf frá

en .. annað var á svona bíl með 318 mótor fyrir hvað 15 20 árum síðan og það birjaði eitthvað helvitis glamur i mótornum ... ég var ungur og vitlaus .. bætti bara oliu á hann þar sem lak mikið og brenndi mikið oliu og viti með glamur hvarf .. þar til þurfit bæta aftur ..

veit ekki hvort sama eða hvað er hja þér
en you never know
kær kv
Eisi
Title: Re: Gormar
Post by: Ramcharger on January 07, 2009, 16:51:15
Þessar vélar eru nú með vökvaundirlyftum sem á ekki að þurfa að stilla.
Þú ættir að ath hvort ekki sé sé föst undirlyftan þar sem hann glamrar.
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 07, 2009, 17:03:09
það er vinstra meginn ef að maður stendur fyrir framan,    og helduru eða ertu viss um að það sé undirlyfta sem er föst ? það heyrist ekkert smá bank bank  heldur er allt á fullu spani kikkilani, og drinur alveg endalaust og það standa eldtungurnar útúr pústinu  :twisted: hehe  alveg 30cm útúr pústi...
Title: Re: Gormar
Post by: #1989 on January 07, 2009, 19:40:51
það er vinstra meginn ef að maður stendur fyrir framan,    og helduru eða ertu viss um að það sé undirlyfta sem er föst ? það heyrist ekkert smá bank bank  heldur er allt á fullu spani kikkilani, og drinur alveg endalaust og það standa eldtungurnar útúr pústinu  :twisted: hehe  alveg 30cm útúr pústi...
Sæll, ertu nú viss um að það borgisig fyrir þig að vera að reina að laga þetta fjós, er eitthvað sem er í standi? áttu myndir af honum eins og hann er í dag? En annars gangi þér vel meda. Kv.Siggi
Title: Re: Gormar
Post by: Valli Djöfull on January 07, 2009, 19:51:48
Fólk á þessarri síðu spáir ekkert sérstaklega oft í því hvort það "borgi sig" að laga eða gera upp hauga..  menn gera það bara  :lol:
Title: Re: Gormar
Post by: #1989 on January 07, 2009, 20:22:05
Já svo ernúþað, bara kannski svoldið erfitt að læra það á blogginu.
Title: Re: Gormar
Post by: Valli Djöfull on January 07, 2009, 21:19:10
Einhvernvegin verða menn að byrja.. litli bróðir breytti sjálfskiptum bmw í beinskiptan eftir leiðbeiningum á netinu :)  Það tókst  :lol:
Title: Re: Gormar
Post by: #1989 on January 07, 2009, 21:57:28
Já auðvitað verður að byrja einhverstaðar, bin there done that, ég er bara að vara Hemi við að taka ekki of stóran bita, engin leiðindi þar í gangi. Kv. Siggi
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 07, 2009, 22:07:54
er kominn með aðra vél, henda þessari járnhrúgi sem er ofan í bara...



en það vantar 4hólfablöndung og kveikju pakkið ofan á ef að eitthver á það til handa mér.

svo er bara að ráðast á hræið...
Title: Re: Gormar
Post by: Serious on January 07, 2009, 23:53:19
er kominn með aðra vél, henda þessari járnhrúgi sem er ofan í bara...



en það vantar 4hólfablöndung og kveikju pakkið ofan á ef að eitthver á það til handa mér.

svo er bara að ráðast á hræið...


Ekki henda gömlu vélinni það er nefnilega oftast hægt að laga þær þó að þær séu orðnar lúnar greyin  8-)
Title: Re: Gormar
Post by: @Hemi on January 07, 2009, 23:57:50
vilt þú hana ?          get lofað þér því að vélinn er ekki neitt til að brosa yfyir en öruglega fínn varahlutur..


það er búið að SKÍTMIXA kveikjukerfið á vélini úr L6 drasli og vantar fullf af pinnum og dóti í blöndung, er benslaður opin og algjört rugl og svo er öruglega meira,   fyrri eigandi gerði þetta og þetta er ekki neitt til að brosa yfir.   en öruglega eitthvað nýtanlegt úr þessu apparati.     ef eitthver vill getur hann fengið hana á skítinn, ef að ég fæ þessa vél sem ég er að reyna að fá.    annars verður hann áfram útá túni ef að ég fæ enga 318 í hann...
Title: Re: Gormar
Post by: Serious on January 08, 2009, 13:33:56
Gjarnan hefði ég viljað það en í 1 lagi hef ég ekki geimslupláss í 2 lagi veit ég ekki hvar þú býrð og í 3 lagi er þetta mopar en mig vantar meyra í ford.