Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Moli on December 23, 2008, 19:08:33

Title: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Moli on December 23, 2008, 19:08:33
Sælir félagar,

Í tilefni jólanna varð mér hugsað um þá sem minna mega sín, þá sem eru ekki fullir heilsu, og þá sem þjást af langvarandi og illa læknandi veikindum. Varð mér þá hugsað til þess hvort að Kvartmíluklúbburinn okkar gæti gefið eitthvað gott af sér og fengið kynningu í leiðinni.

Í vor er fyrirhuguð Bílasýning í Kórnum og datt mér hug hvort að ekki væri hægt að fá þá sem eiga aflmikla (8-12 sek) bíla, t.d. MS/SE/GF/OF til að koma með þá upp á braut nokkrum dögum fyrir sýningu og taka nokkrar 1/8 ferðir með farþega (þeir sem eru með farþegasæti). Viðkomandi farþegi myndi greiða ákveðna upphæð (t.d. 2000.- kr) fyrir að sitja í bílnum út 1/8. Upphæðin sem myndi svo renna í einhvern ákveðin styrktarsjóð, t.d. Krabbameinsjúk Börn, Langveik Börn, Barnaspítali Hringsins o.þ.h. Við myndum svo reyna að plata Fjölmiðla (Stöð 2, RÚV ofl.) til að fjalla um þetta uppátæki og sýninguna okkar í leiðinni. Reyndar gæti kælitími orðið vandamál, en ef við fengjum nógu marga bíla væri kannski hægt að koma þessu í kring.

Þetta væri mjög jákvæð umfjöllun fyrir klúbbinn, fólk myndi fá jákvætt viðhorf til Kvartmíluklúbbsins og væntanlega enn fleiri manns á sýninguna, fleira fólk á keppnir í sumar. Það er ekkert nema jákvætt sem myndi koma út úr þessu.  8-)

Er þetta raunhæf hugmynd og eitthvað sem væri hægt að framkvæma? Hvað finnst ykkur?

Hvernig líst ykkur 8-12 sek. mönnum á þessa hugmynd?
Mynduð þið koma með bílana ykkar upp á braut og láta gott af ykkur leiða?  :wink:
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: maggifinn on December 23, 2008, 19:23:55
Meistaraleg hugmynd Moli. Pant fá Geir Haarde í kryppuna
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Einar K. Möller on December 23, 2008, 19:26:29
Þetta er snilldarhugmynd.... ég skal setja auka sæti í minn bara fyrir þetta.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Kristján Stefánsson on December 23, 2008, 19:35:23
Þetta er SNILLDAR hugmynd hjá þér Maggi og ætla ég að vona að þetta verði að veruleika.

K.v.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Geir-H on December 23, 2008, 20:00:14
Góð hugmynd, góð auglýsing og gefur gott af sér,
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: stebbsi on December 23, 2008, 20:03:10
Frábær hugmynd, ég myndi borga fyrir þetta.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Gilson on December 23, 2008, 20:10:14
þetta er snilldar hugmynd og ég er viss um að fjölmiðlar hefðu áhuga á þessu  :D
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Kristján F on December 23, 2008, 21:35:57
Þetta er góð hugmynd Maggi og sannanlega þess virði að koma í  framkvæmd.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: pal on December 23, 2008, 22:27:38
Frábær hugmynd Maggi, ég veit að ég mundi borga til að fá að sitja í hjá einhverjum og styrkja gott málefni í leiðinni.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Kimii on December 23, 2008, 23:16:44
mér finnst þetta frábær hugmynd. þetta er ekki bara góð auglýsing heldur fær klúbburinn gott orð á sig við þetta.

ég myndu mæta með minn ef áhugi væri fyrir þvi.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Shafiroff on December 24, 2008, 00:08:22
SÆLIR FÉLAGAR.já ekki svo vitlaust.munið þið eftir því þegar LANDSLIÐIÐ í fótbolta kom upp eftir til okkar og fóru ferðir með góðum KK mönnum sem mættu með bílanna sína og má þar nefna STIG og GÍSLA SVEINS sem voru mjög duglegir að fara ferðir,það voru reyndar einhverjir fleiri þarna man ekki hverjir en einhverjir buðu ekki far sem er kannski ekki aðal málið en þetta fékk góða umfjöllun það man ég.jú þetta er bara gott mál ég styð þetta.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Moli on December 24, 2008, 00:23:12
SÆLIR FÉLAGAR.já ekki svo vitlaust.munið þið eftir því þegar LANDSLIÐIÐ í fótbolta kom upp eftir til okkar og fóru ferðir með góðum KK mönnum sem mættu með bílanna sína og má þar nefna STIG og GÍSLA SVEINS sem voru mjög duglegir að fara ferðir,það voru reyndar einhverjir fleiri þarna man ekki hverjir en einhverjir buðu ekki far sem er kannski ekki aðal málið en þetta fékk góða umfjöllun það man ég.jú þetta er bara gott mál ég styð þetta.kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Mikið rétt Auðun, man eftir þessu, hérna er video frá kvöldinu sem Frikki gerði. 8)

http://www.youtube.com/v/wbyhjwcl6HQ&hl=en&fs=1
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Addi on December 24, 2008, 03:29:10
Alger snilldarhugmynd, alveg endilega að hrinda þessu í framkvæmd, skapa gott umtal og að sjálfsögðu styrkja gott málefni. Mér líst allavegana alveg dúndrandi vel á þessa hugmynd.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Heddportun on December 24, 2008, 03:47:01
Góð hugmynd en afhverju ekki til styrktar okkur?

Hefur ekki verið gefið út dagatal með bílum frá KK eða sýningum til styrktar KK?
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: TONI on December 24, 2008, 03:48:47
Held að ég kaupi mér nokkur "rönn" fyrir mig og mína ef af þessu frábæra framtaki verður, málefnið, kynningin og að sjálfsögðu "kikkið" er að fullu þess viðri. Er ekki málið að gera þetta í upphafi tímabilsins til að gera sem mest úr kynningunni, gæti skiðað bestum árangri fyrir alla (hvort sem menn eru að ná í styrktaraðila eða annað) svo meigi nýta þetta að fullu. Hafa þetta jafnvel með í/eða í kringum fyrstu keppni.
Kv. Anton
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: gstuning on December 24, 2008, 12:15:07
Góð hugmynd en afhverju ekki til styrktar okkur?

Hefur ekki verið gefið út dagatal með bílum frá KK eða sýningum til styrktar KK?

Þetta er til styrktar klúbbnum , bara óbeint,
þetta vekur umfjöllun í samfélaginu, sem er betra enn hreinar auglýsingar.
Og mun auka áhorfendur, sem á endanum eykur þáttakendur.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: psm on December 24, 2008, 12:29:24
Ég myndi hiklaust borga fyrir að fara rönn í alvöru bíl
Góð hugmynd =D>
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Heddportun on December 24, 2008, 13:05:40
Þetta er til styrktar klúbbnum , bara óbeint,
þetta vekur umfjöllun í samfélaginu, sem er betra enn hreinar auglýsingar.
Og mun auka áhorfendur, sem á endanum eykur þáttakendur.

Það er engin að efast um það eða tilgangi með því sem Moli segir heldur afhverju er ekki verið að halda fjáraflanir fyrir KK eða hvað er
verið að gera..Góð umfjöllun þýðir ekki fleiri áhorfendur á keppnir ef þú heldur það,nema í mjög litlum mæli en auglýsir sýninguna-Klúbbinn þeim mun meira

Það eru litlir sem engir peningar að koma frá Ísí,hafnarfjarðabæ eða auglýsingum í klúbbinn næstu ár vegna efnahagsins


 
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Moli on December 24, 2008, 13:15:17
Góð hugmynd en afhverju ekki til styrktar okkur?

Af því ég kastaði upphaflega fram þessari hugmynd til að auglýsa Bílasýninguna og fyrir þá sem nauðsynlega þurfa á fjárframlegi að halda. Ég held að fjölmiðlar hafi mun minni áhuga á því að fjalla um þetta ef innkomann rennur svo í vasa KK, annað ef þetta er gert fyrir samtök/aðila/stofnanir eins og þessi sem ég minntist á.

Quote from: gstuning

Þetta er til styrktar klúbbnum , bara óbeint,
þetta vekur umfjöllun í samfélaginu, sem er betra enn hreinar auglýsingar.
Og mun auka áhorfendur, sem á endanum eykur þáttakendur.

Einmitt, þetta er fyrst og fremst til að fá aukið umtal fyrir klúbbinn, komandi sumar og Bílasýninguna í lok Maí, flott leið að ná þessu nokkrum dögum fyrir sýningu. Myndi auka umtal auk þess að draga fólk á sýninguna. 8)
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: TONI on December 24, 2008, 13:31:09
Held að það væri t.d ráð að fá efnameira fólk og pólitíkusa til að mæta og leggja málsataðnum lið, ferðin kostar frá 2.000 kr og svo er mönnum frjálst að leggja meira til. Þetta gertur vakið skilning ráðamanna á því hvað við erum að sækjast eftir með miklu afli, að þetta séu ekki bara óþroskaðir karlmenn sem eru að leika sér, heldur menn sem hafa vit á því að fara á lokuð svæði til að gera krefjandi og skemmtilega hluti í senn fyrir utan þá heimavinnu sem unnin hefur verið. Með góðu skipulagi og heimavinnu mætti þessi dagur verða öllum mikill ávinningur, þeim sem er verið að styrkja, þeim sem eru að keppa og áhugamönnum svo ekki sé talað um ef þetta verður til þess að stóra óskin verði að veruleika að hraðaksturinn fari af götum og vegum inn á lokuð svæði sem með tíð og tíma gæti ýtt undir að framtíðar svæðið verið að veruleika. Það atriði að foreldrar ungs ökumanns frétti af því að barið geti farið á fimmtudagskvöldi og spyrnt við jafnaldra sína með öryggið í því formi sem það gerist hvað best ýtir undir að fjölskyldufaðirinn eða jafn vel fjölskyldan öll fer saman og ungviðið fær að spreita sig......og leifir kannski gamla að taka eitt "rönn" svo hann verði til friðs.
Rétt útfærsla með réttum áherslum og flottum undirbúningi gæti skilað miklu...og það í alla staði
Kv. Anton
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: bluetrash on December 24, 2008, 14:03:06
Heyr, heyr  =D>
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Tiundin on December 24, 2008, 17:14:08
Hver ætlar að taka Sollu? :)
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Dodge on December 25, 2008, 16:19:10
Fín hugmynd.. en rönnið þyrfti að kosta meira en 2000 kall,, á öflugri bílum kostar rönnið mun meira en það fyrir driverinn :)

Svo væri hægt að gera þetta sem happdrætti, þúsundkall miðinn og svo dregin út nokkur nöfn sem færu þá rönn í mis öflugum bílum t.d. 1. sæti 8sec, 2. sæti 9sec o.s.frv.

Við vorum með svona fríkeypis happdrætti á einum sandi í sumar, og vinnerinn fór bunu með mér í 'cudunni,
verst fyrir greyjið að á þessum tíma var allt á suðupunkti og steinhætt að ganga, og úr var al slappasta ferð sem þessi bíll hefur farið :)
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: baldur on December 25, 2008, 16:26:25
Úti á Santa Pod brautinni er 2 sæta dragster og ferðin með honum kostar 250 pund. Hann gengur eins og klukka, alltaf í 7.8x
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Moli on December 25, 2008, 16:58:23
Flott innlegg hjá Tona og Stebba, eitthvað sem mætti vel athuga.   :wink:

Eins og Stebbi segir þá væri ekki óeðlilegt að hafa dýrara í ferðum OF/GF bíla, og jafnframt þeir bílar myndi fólk keppast um að fara með.

Ég hef annars séð fáa 8-11 sek aðila tjá sig um þetta hérna?  :-"
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Kimii on December 25, 2008, 17:24:50
hvað með að bjóða upp ferðirnar?

ákveðið margar ferðir á bíl og ferð er seld hæstbjóðanda? svona á stærstu bílunum?
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Moli on December 25, 2008, 17:30:52
hvað með að bjóða upp ferðirnar?

ákveðið margar ferðir á bíl og ferð er seld hæstbjóðanda? svona á stærstu bílunum?

Uppboð á aflmestu bílunum gæti oðrið spennandi. Alls ekki vitlaus hugmynd...  :-k
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: TONI on December 25, 2008, 20:21:07
Held að þetta með uppboð, happadrætti og annað sé ekki málið, þetta á ekki að snúast um efnahag hvort þú mætir til að skella þér eða bjóða þínum upp á ferð, svo sem ekkert óeðlilegt við það að 12sek kosti 2.000- kr 11 sek kosti 3.000- kr o.s,fr, það er bara ekkert fallegt við það að það komi einhverjir peningakappar og taki allar ferðirnar með peningavaldi, mætti heldur kannski bjóða upp valdar ferðir með öflugustu bílunum svona til að leika við hégóma peningavalsssins. Varðandi eldsneytiskostnað mætti eflaust fá eitthvað olíufélag til að kosta ferðirnar, þá allavegana eldsneytið. Höfum þetta einfalt, fallegt og skemmtilegt fyrir alla. Ég hef áhuga á að fara ferð og einnig að bjóða mínu fólki að fara eina ferð en ég ættla ekki að fara að eyða aleigunni í þetta þó svo að málstaðurinn sé góður.......svo má bítast um Stjána, björtustu vonina og fl með peningum.
Kv. Anton
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Moli on December 25, 2008, 20:51:43
Held að þetta með uppboð, happadrætti og annað sé ekki málið, þetta á ekki að snúast um efnahag hvort þú mætir til að skella þér eða bjóða þínum upp á ferð, svo sem ekkert óeðlilegt við það að 12sek kosti 2.000- kr 11 sek kosti 3.000- kr o.s,fr, það er bara ekkert fallegt við það að það komi einhverjir peningakappar og taki allar ferðirnar með peningavaldi, mætti heldur kannski bjóða upp valdar ferðir með öflugustu bílunum svona til að leika við hégóma peningavalsssins. Varðandi eldsneytiskostnað mætti eflaust fá eitthvað olíufélag til að kosta ferðirnar, þá allavegana eldsneytið. Höfum þetta einfalt, fallegt og skemmtilegt fyrir alla. Ég hef áhuga á að fara ferð og einnig að bjóða mínu fólki að fara eina ferð en ég ættla ekki að fara að eyða aleigunni í þetta þó svo að málstaðurinn sé góður.......svo má bítast um Stjána, björtustu vonina og fl með peningum.
Kv. Anton

Það var nú akkúrat það sem ég átti við, að bjóða upp amk. nokkrar ferðir með öflugustu tækjunum, en ekki öllum.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Kimii on December 26, 2008, 00:01:52
Held að þetta með uppboð, happadrætti og annað sé ekki málið, þetta á ekki að snúast um efnahag hvort þú mætir til að skella þér eða bjóða þínum upp á ferð, svo sem ekkert óeðlilegt við það að 12sek kosti 2.000- kr 11 sek kosti 3.000- kr o.s,fr, það er bara ekkert fallegt við það að það komi einhverjir peningakappar og taki allar ferðirnar með peningavaldi, mætti heldur kannski bjóða upp valdar ferðir með öflugustu bílunum svona til að leika við hégóma peningavalsssins. Varðandi eldsneytiskostnað mætti eflaust fá eitthvað olíufélag til að kosta ferðirnar, þá allavegana eldsneytið. Höfum þetta einfalt, fallegt og skemmtilegt fyrir alla. Ég hef áhuga á að fara ferð og einnig að bjóða mínu fólki að fara eina ferð en ég ættla ekki að fara að eyða aleigunni í þetta þó svo að málstaðurinn sé góður.......svo má bítast um Stjána, björtustu vonina og fl með peningum.
Kv. Anton

akkúrat það sem ég var að tala um ( nema skrifaði það ekki ) það má bjóða upp sérferðir með aflmestu bílunum og þá er spurnign um að reyna að gera þær frábrugðnar hinum eins og hafa þær 1/4 ef það má... en endilega ekki láta þessa hugmynd hverfa, keyrum þetta í gegn

svo vil ég líka fá að heyra frá fleiri kvartmíluköppum  :???:
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: maggifinn on December 26, 2008, 11:17:30
Það vill greinilega enginn segja það, alveg eins gott að ég geri það. Kannski gerir sér enginn hér almennilega grein fyrir því.

 Hver einasta ferð, sérstaklega undir ellefu, er áhætta. Áhættan fer stigvaxandi því lengra sem þú ferð undir ellefu. Ekki vera hissa þó menn hópist ekki hingað að bjóða bílana. Það er eitt að taka séns með sjálfan sig, annað að bera ábyrgð á einhverjum í farþegasætinu.

       Ekki þetta bull um að ekkert geti komið fyrir, því það getur víst komið fyrir, og einmitt þegar síst skyldi.

  Þegar malbikið/steypan er komin og fullfrágengið guardrail alla leið, þá má athuga að vera með óhapp uppá braut með Loga í beinni.

Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Elmar Þór on December 26, 2008, 11:44:31
Það vill greinilega enginn segja það, alveg eins gott að ég geri það. Kannski gerir sér enginn hér almennilega grein fyrir því.

 Hver einasta ferð, sérstaklega undir ellefu, er áhætta. Áhættan fer stigvaxandi því lengra sem þú ferð undir ellefu. Ekki vera hissa þó menn hópist ekki hingað að bjóða bílana. Það er eitt að taka séns með sjálfan sig, annað að bera ábyrgð á einhverjum í farþegasætinu.

       Ekki þetta bull um að ekkert geti komið fyrir, því það getur víst komið fyrir, og einmitt þegar síst skyldi.

  Þegar malbikið/steypan er komin og fullfrágengið guardrail alla leið, þá má athuga að vera með óhapp uppá braut með Loga í beinni.



satt, bara puða hámark 1/8
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Moli on December 26, 2008, 11:45:08
Sæll nafni,

Vissulega rétt hjá þér, en ég var meira að hugsa um 1/8 ekki fulla 1/4. Áhættan er minni en samt til staðar það er alveg rétt.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Heiðar Broddason on December 26, 2008, 16:27:20
Mér líst vel á þetta mæti þótt rúnturinn í rúntinn sé ágætur

kv Heiðar
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Kristján Skjóldal on December 26, 2008, 16:47:05
þetta er allt gott og blessað  :roll:en eins og Stebbi sagði kostar 1 ferð á 7-8 sek bil miklu meira en 2000 =; og það er ekki eins og bensínið eða alkahól sé gefins á þessi tæki  :!:og þá er eftir slit á öllu svo sem dekk skifting og vél  :roll:mér hefur nú ekki geingið það vel að halda mínu tæki bara gangandi í keppni :D
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Heddportun on December 26, 2008, 19:16:14
Mér líst vel á þetta mæti þótt rúnturinn í rúntinn sé ágætur

kv Heiðar

Skil þetta ekki allveg en ef þú ert að meina í stað þess að hræða úr fólki líftútuna í 200metra :) að taka það á rúntinn í hópakstri KK eða öðru?Það væri ekki vitlaust



 
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Hera on December 29, 2008, 23:16:11
Flott hugmynd!! og til að kóróna það þá held ég að krökkunum fyndist nú gaman að fá að sitja í svona tækjum. Hugmynd að mæta með bíla og hjól og leyfa þeim að njóta skemmtunnar um leið og féð yrði afhent ef af þessu verður??



Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 30, 2008, 11:40:33
Ég held að sumir væru jafnvel tilbúnir að borga fyrir það eitt að setjast upp í alvöru keppnisgræju.
Henda þeim í galla og setja hjálm á hausinn.
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Kimii on May 06, 2009, 15:59:17
hvernig væri að endurvekja þessa hugmynd svona i tilefni þess að við erum að fá malbikið og sumarið er að koma?
Title: Re: Góð kynning/auglýsing fyrir KK?
Post by: Moli on May 06, 2009, 16:28:10
Það er spurning, þetta veltur að sjálfsögðu allt á eigendum bílanna og hvort að þeir séu tilbúnir að koma að þessu.