Sælir félagar,
Í tilefni jólanna varð mér hugsað um þá sem minna mega sín, þá sem eru ekki fullir heilsu, og þá sem þjást af langvarandi og illa læknandi veikindum. Varð mér þá hugsað til þess hvort að Kvartmíluklúbburinn okkar gæti gefið eitthvað gott af sér og fengið kynningu í leiðinni.
Í vor er fyrirhuguð Bílasýning í Kórnum og datt mér hug hvort að ekki væri hægt að fá þá sem eiga aflmikla (8-12 sek) bíla, t.d. MS/SE/GF/OF til að koma með þá upp á braut nokkrum dögum fyrir sýningu og taka nokkrar 1/8 ferðir með farþega (þeir sem eru með farþegasæti). Viðkomandi farþegi myndi greiða ákveðna upphæð (t.d. 2000.- kr) fyrir að sitja í bílnum út 1/8. Upphæðin sem myndi svo renna í einhvern ákveðin styrktarsjóð, t.d. Krabbameinsjúk Börn, Langveik Börn, Barnaspítali Hringsins o.þ.h. Við myndum svo reyna að plata Fjölmiðla (Stöð 2, RÚV ofl.) til að fjalla um þetta uppátæki og sýninguna okkar í leiðinni. Reyndar gæti kælitími orðið vandamál, en ef við fengjum nógu marga bíla væri kannski hægt að koma þessu í kring.
Þetta væri mjög jákvæð umfjöllun fyrir klúbbinn, fólk myndi fá jákvætt viðhorf til Kvartmíluklúbbsins og væntanlega enn fleiri manns á sýninguna, fleira fólk á keppnir í sumar. Það er ekkert nema jákvætt sem myndi koma út úr þessu.
Er þetta raunhæf hugmynd og eitthvað sem væri hægt að framkvæma? Hvað finnst ykkur?
Hvernig líst ykkur 8-12 sek. mönnum á þessa hugmynd?
Mynduð þið koma með bílana ykkar upp á braut og láta gott af ykkur leiða?