Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: stebbsi on December 03, 2008, 23:39:21

Title: Mustanginn minn..
Post by: stebbsi on December 03, 2008, 23:39:21
Sælir ég er frekar nýr á þessu spjalli svo að mig langaði að deila með ykkur bílnum sem ég keypti um daginn..
Um er að ræða 71 árgerðina af mustang coupe. Ég ætla að eyða vetrinum í að "fiffa" hann til og rúnta fram í
rauðan dauðann næsta sumar :D og hugsanlega fara að spreyta mig á þessari braut ykkar.

(http://farm4.static.flickr.com/3231/3078367490_e8c0c4acbd.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3068/3077340041_200215741c.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3027/3078367508_8c80ce463a.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3245/3078367528_4271ebbcfc.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3295/3078367552_43c7d5ab56.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3180/2973157638_7c8f114c97.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3046/2972233183_d809bb7917.jpg?v=0)

Þetta gat er úr sögunni 8-)
(http://farm4.static.flickr.com/3281/2972738778_67130da359.jpg?v=0)

Hann er með 351 cleveland með holley blöndung, edelbrock millihedd, msd kveikjukerfi en meira veit ég ekki en ég ætla að forvitnast um innbyrðis
hluta vélarinnar í vetur.
Það er eitt sem fer svolítið í taugarnar á mér og það er að hann er ekki með læst drif... sem gerir það að verkum að maður er bara 50% kúl þegar maður er að spóla :oops: En það verður eitthvað gert í því..
Nóg af þessu bulli í mér, hvað finnst ykkur..
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Brynjar Nova on December 04, 2008, 00:14:17
Flottur til hamingju 8-)
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: psm on December 04, 2008, 13:42:57
Flottur bíll
Vona að hann sjáist upp á braut næsta sumar
Hlakka til að spyrna við þig 8-)
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Ási Ben on December 04, 2008, 19:31:42
þú færð þér bara no-spinn
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: stebbsi on December 04, 2008, 19:58:33
Hvar fæ ég svoleiðis?
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: 429Cobra on December 04, 2008, 20:09:49
Sælir félagar. :)

Sæll Stebbi.

Hlustaðu ekki á manninn sem sennilega hefur aldrei komið nálægt "No Spin". :mrgreen:

Athugaðu heldur hvort að það sé ekki diskalæsing í bílnum (limited slip), og skoðaðu hvort að það séu ekki bara diskarnir sem að þarf að skipta um.

Miklu ódýrara heldur en "No Spin" og miklu skemmtilegara að keyra bílinn, já og heldur alveg 351 Cleveland. (gerði það allavega þegar bíllinn kom á brautina fyrir mörgum árum)

Það getur verið gaman að keyra með "No Spin" öðru hverju en að rúnta með svoleiðis læsingu er alveg ömurlegt (er með svoleiðis í bílnum hjá mér.).

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: #1989 on December 04, 2008, 20:27:29
þú færð þér bara no-spinn
Neinei það er bara jeppadót, sammála diskalás. Kv. Siggi
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Contarinn on December 04, 2008, 21:24:10
það koma svona skemmtilegir smellir í no spin þegar maður beygir.
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: stebbsi on December 04, 2008, 22:03:19
Og hvernig kemst ég að því hvort það sé diskalás í honum?
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: #1989 on December 04, 2008, 22:55:08
Og hvernig kemst ég að því hvort það sé diskalás í honum?
Sæll Stebbi. Gæjalegur Múkki sem þú er búinn að eignast, til lukku!! Þú tjakkar upp að aftan (bæði hjól) snýrð svo öðru og ef hitt snýst í sömu átt er læsing ef hitt snýst í öfuga átt er ekki læsing en sérð ekki hvort það er diskalás nema opna og kíkja, en þeir eru oftast í orginal, spólar bara á öðru getur verið slitnir diskar eða vitlaus olía þarf spes olíu.Kv. Siggi. Ps. hafann í hlutlausum.
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Moli on December 04, 2008, 23:37:47
Ekkert að því að rúnta með No-Spin, spólandi fyrir horn í hverri beyju!  :mrgreen:
Annars á ég á No-Spin læsingu fyrir þig, 35 þús kall, 696-5717  :wink:
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Kimii on December 05, 2008, 00:23:04
no-spin er málið  8-)
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: TONI on December 05, 2008, 01:06:44
Hafa þetta bara alvöru læsingu sem kostar lítið, Filarc og Esab, jafn góðar, engir smellir, og verðið c.a 1000 kr :D
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: stebbsi on December 06, 2008, 00:03:04
Og hvernig kemst ég að því hvort það sé diskalás í honum?
Sæll Stebbi. Gæjalegur Múkki sem þú er búinn að eignast, til lukku!! Þú tjakkar upp að aftan (bæði hjól) snýrð svo öðru og ef hitt snýst í sömu átt er læsing ef hitt snýst í öfuga átt er ekki læsing en sérð ekki hvort það er diskalás nema opna og kíkja, en þeir eru oftast í orginal, spólar bara á öðru getur verið slitnir diskar eða vitlaus olía þarf spes olíu.Kv. Siggi. Ps. hafann í hlutlausum.
Ég tjakkaði hann up og tékkaði, þau snúast í gagnstæðar áttir.. Er það þá ekki ólæst?? Og það er ekki hægt að opna og kíkja því að það eru engin samskeyti, bara lokaður köggull. En gæti verið lás og ég sé bara með vitlausa olíu eða slitna diska??
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: #1989 on December 06, 2008, 00:22:51
Og hvernig kemst ég að því hvort það sé diskalás í honum?
Sæll Stebbi. Gæjalegur Múkki sem þú er búinn að eignast, til lukku!! Þú tjakkar upp að aftan (bæði hjól) snýrð svo öðru og ef hitt snýst í sömu átt er læsing ef hitt snýst í öfuga átt er ekki læsing en sérð ekki hvort það er diskalás nema opna og kíkja, en þeir eru oftast í orginal, spólar bara á öðru getur verið slitnir diskar eða vitlaus olía þarf spes olíu.Kv. Siggi. Ps. hafann í hlutlausum.
Ég tjakkaði hann up og tékkaði, þau snúast í gagnstæðar áttir.. Er það þá ekki ólæst?? Og það er ekki hægt að opna og kíkja því að það eru engin samskeyti, bara lokaður köggull. En gæti verið lás og ég sé bara með vitlausa olíu eða slitna diska??
Sælir. Jú hræddur um að það sé ekki læsing í drifinu hjá þér, þannig að það er bara spurning hvað buddal leifir þér að gera í málinu, fá þér diskalæsingu eða hreinlega að sjóða allt fast, jafn gott og eiða pening í no spin, en ekki hlusta bara á einhverja nöldrara á netinu, vandaðu málið. kv. Siggi
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Moli on December 06, 2008, 00:47:50
Ekkert að því að rúnta með No-Spin, spólandi fyrir horn í hverri beyju!  :mrgreen:
Annars á ég á No-Spin læsingu fyrir þig, 35 þús kall, 696-5717  :wink:


Bara minna á þetta.  :mrgreen:
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: stebbsi on March 19, 2009, 23:26:49
Viðraði hann í dag..

(http://farm4.static.flickr.com/3444/3368037755_2c55c0f1a4.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3643/3368036375_15fa14c87f.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3586/3368035279_a06c6feeda.jpg?v=0)

(http://farm4.static.flickr.com/3607/3368033795_bf328b70d8.jpg?v=0)

http://www.youtube.com/watch?v=NqMQ2QQbjgU
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Geir-H on March 20, 2009, 00:36:10
Viljugur er hann
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Kristján Ingvars on March 20, 2009, 20:05:25
Fínasti Mustang  8-)
Title: Re: Mustanginn minn..
Post by: Sterling#15 on March 20, 2009, 22:55:32
Flottur bíll og endilega hittu okkur í Mustang klúbbnum.