Sælir ég er frekar nýr á þessu spjalli svo að mig langaði að deila með ykkur bílnum sem ég keypti um daginn..
Um er að ræða 71 árgerðina af mustang coupe. Ég ætla að eyða vetrinum í að "fiffa" hann til og rúnta fram í
rauðan dauðann næsta sumar
og hugsanlega fara að spreyta mig á þessari braut ykkar.
Þetta gat er úr sögunni
Hann er með 351 cleveland með holley blöndung, edelbrock millihedd, msd kveikjukerfi en meira veit ég ekki en ég ætla að forvitnast um innbyrðis
hluta vélarinnar í vetur.
Það er eitt sem fer svolítið í taugarnar á mér og það er að hann er ekki með læst drif... sem gerir það að verkum að maður er bara 50% kúl þegar maður er að spóla
En það verður eitthvað gert í því..
Nóg af þessu bulli í mér, hvað finnst ykkur..