Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: kerúlfur on October 19, 2008, 21:55:44
-
veit einhver hvar þessi bill er og afdrif hans, mynd fenginn af bilvefnum
-
Gamli minn :neutral:
Þetta er 1988 IROC-Z fluttur inn nýr af umboði. Sá sem kaupir hann nýjan hét örugglega Hörður. Ég kaupi hann svo í félagi við bróðir minn af Herði 16. júní 1992. Mig minnir að hann hafi verið ekinn uþb 20000 km þá. Bíllinn var allur sem nýr. Þessi mynd er tekin þegar Hörður átti bílinn.
16. ágúst þegar ég var búinn að eiga bílinn í 2 mánuði og 4 klukkutíma lenti ég í mjög hörðum árekstri á honum. Snillingur á Hondu CRX, sem var að spyrna við annan snilling sem var á Toyota Celica, fór yfir á rauðu ljósi og dúndraði beint í hliðina á Camaro-inum.
Það var ekki nothæft stykki eftir á CRX-inum, en það var gert við Cammann. Jósi bílamálari keypti bílinn af tryggingunum og gerði við hann og málaði hann í rauðum lit. Hann fór svo á talsvert flakk og stóð mikið á bílasölum næstu árin (bíllinn, ekki Jósi).
Þetta var alveg hrikalega flottur bíll sem ég hef alltaf séð mikið eftir.
-j
-
ok þetta er þá hann, man aðeins eftir þessum árekstri, gaman væri að vita hvar hann er í dag er þetta kannski hann
-
ok þetta er þá hann, man aðeins eftir þessum árekstri, gaman væri að vita hvar hann er í dag er þetta kannski hann
Ekki sami bíll, þessi kemur hingað 1996.
-
Rétt hjá Mola, þetta er ekki hann.
-j
-
Er þetta ekki hann ?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_82_92/normal_camaro_raudur.jpg)
-
held að þetta sé nú gamli minn er hann ekki beinskiftur þessi :?:
-
Er þetta ekki hann ?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_82_92/normal_camaro_raudur.jpg)
Neibb.
-j
-
mér hafðiu verið sagt að irocinn sem lenti í tjóninu hafi verið sá sem varð svo eyjabíllinn, en það er s.s ekki rétt? áttir þú svbo eyjabílin eftir að þetta skeði?
er eitthvað vitað hvaða bíll varð úr þessu?
camaro.is
-
Eyja bíllinn er örugglega 1986 bíll.
IROC-Z bílarnir sem hafa verið hér á landi eru eftir besta minni:
1985
* Svartur með rauðu og silfur accent var upphaflega á Akureyri. Var orðinn mjög sjúskaður þegar ég sá hann síðast fyrir ca 8-10 árum síðan á kjalarnesinu. Ennþá svartur þá. Fluttur inn ca 85-86
1986
* Kóngablár með silfur accent. Var keyptur norður á AK. frá varnaliðseignum ca '91. Strax málaður rauður og endaði örugglega ævi sína á brúarstólpa einhversstaðar fyrir sunnan fyrir nokkrum árum.
* Kóngablár með gull accent. Kemur ca '87-'89. Sá fyrir ca 8-10 árum síðan orðin mjög sjúskaður. Búið að rífa í dag?
* Rauður. Kom held ég fyrst til Akureyrar ca '91. Með rimlagardínu á afturrúðu. Alltaf verið fallegur bíll. fór til Vestmannaeyja ca '94 og fékk viðurnefnið Vestmannaeyja bíllinn.
1988
* Minn sem myndin er af hér efst. Hvítur með rauðu accent. Fluttur inn nýr af umboði. Nú rauður.
1989
* Rauður. Á óorginal felgum. Held að hann sé 1989. Kom til landsins ca 1995?
Svona er þetta ef minnið er ekki að bregðast mér. 6 Stk.
-j
-
Þetta er svo bíll sem mér skilst að Kalli Málari hafi flutt inn, Iroc-Z? Hvað varð um hann?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_82_92/normal_jAN%2CFEB_MAR%2CAPR%2C04_108.jpg)
-
Þetta er svo bíll sem mér skilst að Kalli Málari hafi flutt inn, Iroc-Z? Hvað varð um hann?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_82_92/normal_jAN%2CFEB_MAR%2CAPR%2C04_108.jpg)
Þetta er eldri Z-28 (1982-1984) ekki IROC-Z þó að það standi á hliðinni.
-j
-
þessi guli var 82 módel, hann var víst rifinn í vöku.. nokkuð heill þegar hann var rifinn.. algjör synd.. :cry:
-
ég sá einhverntíman dökkgráan bíl með öllu iroc límmiðakittinu, hvort hann var svo veit ég ekki,
þessi hvíti er vitað hvar hann er í dag? svo maður átti sig á því hvaða bíll þetta er,
það er iroc hérna nokkrum húsum frá mér, rauður með skóp og á american racing felgum
-
ég sá einhverntíman dökkgráan bíl með öllu iroc límmiðakittinu, hvort hann var svo veit ég ekki,
þessi hvíti er vitað hvar hann er í dag? svo maður átti sig á því hvaða bíll þetta er,
það er iroc hérna nokkrum húsum frá mér, rauður með skóp og á american racing felgum
Man ekki eftir gráum IROC-Z. Einhver annar sem kannast við þennan bíl?
Þessi rauði sem þú talar um er það nokkuð þessi?
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_82_92/normal_dsc00494.jpg)
Þessi er alla vega ekki IROC-Z heldur Berlinetta með Z-28/IROC-Z hlutum á.
-j
-
þessi bíll er hfj núna, psm hérna á spjallinu á hann,
hinn bíllinn sem ég er að tala um, myndi ég halda að væri bíllinn sem kom mynd af hérna í þræðinum áðan held ég, sama hood, bara iroc (s.k útliti allavega) american racing álur, hann er í auðbrekku kópavogi, sona alla jafna allavega,
bíllinn hans tomma var grár og er blár í dag, hann ér sagður iroc, án þess að ´æeg þekkji það betur
-
synd og skömm að guli skuli hafa verið rifinn, ég man eftir gráum iroc-z bíl, eigandin var bílapartasali við rauðavatn
-
ásgeir jamil?
-
já akkúrt hann ég kom þangað fyrir mörgum árum og sá þennan camma og mig minnir að það hafi staðið iroc á honum
-
Held að Jamil hafi keypt leyfarnar af '86 IROC-Z sem fór á brúarstólpa. Hefur hann ekki bara notað hann til að búa til IROC-Z úr örðum Camaro, eða kannski gert við hann?
Hmmmm.
-j
-
Var KM700 (rauður) ekki IROC bíll? Eða er hann kannski Eyjabíllinn?
-
KM700 er ekki eyjabíllinn það er ub693 ég fór og skoðaði km700 í þorlákshöfn fyrir nokkru og svona var hann þá gaman væri að sjá hvernig hann er í dag
-
synd og skömm að guli skuli hafa verið rifinn, ég man eftir gráum iroc-z bíl, eigandin var bílapartasali við rauðavatn
það er bíll sem ég er búin að gera upp og gera bláann, veit það ekki með staðfestu hvort bíllinn minn sé iroc z en hann ber einhver kenni af því
-
Sælir víst að við erum komnir í 3rdgen umræður kannast einhver við þennan?
-
Sælir víst að við erum komnir í 3rdgen umræður kannast einhver við þennan?
Ja þessi var á klaustri , er nú á selfossi , sonur gunna egils kefti hann klesstan og er búin að koma honnum saman , en þetta er 84 árg að mig minnir strákurin sem átti hann á klaustri keyfti einhvern bláan camaro með 350 tpi úr tryggingunum sem var klesstur á hliðini , hann notaði eigilega allt úr þeim bíll í þennan rauða , þar á meðal framendan og motorinn
-
Já okei , ég vissi að hann var á klaustri dauðlangaði að kaupa hann tjónaðan á sínum tíma en átti MC-154 sem að Gutti á núna á þeim tíma og því miður bara pláss fyrir einn, ](*,)
-
Gamli minn :neutral:
Þetta er 1988 IROC-Z fluttur inn nýr af umboði. Sá sem kaupir hann nýjan hét örugglega Hörður. Ég kaupi hann svo í félagi við bróðir minn af Herði 16. júní 1992. Mig minnir að hann hafi verið ekinn uþb 20000 km þá. Bíllinn var allur sem nýr. Þessi mynd er tekin þegar Hörður átti bílinn.
16. ágúst þegar ég var búinn að eiga bílinn í 2 mánuði og 4 klukkutíma lenti ég í mjög hörðum árekstri á honum. Snillingur á Hondu CRX, sem var að spyrna við annan snilling sem var á Toyota Celica, fór yfir á rauðu ljósi og dúndraði beint í hliðina á Camaro-inum.
Það var ekki nothæft stykki eftir á CRX-inum, en það var gert við Cammann. Jósi bílamálari keypti bílinn af tryggingunum og gerði við hann og málaði hann í rauðum lit. Hann fór svo á talsvert flakk og stóð mikið á bílasölum næstu árin (bíllinn, ekki Jósi).
Þetta var alveg hrikalega flottur bíll sem ég hef alltaf séð mikið eftir.
-j
Ég á nú að muna eftir þessum bíl en það er einhver foka í gangi.
En er það ekki rétt munað að Jósi hafi sett heilann topp á hann og gott ef ekki lúgu.
Það var eitthvað sem maður átti að þekkja hann á sem ég bara man ekki.
-
ég hef séð rauðan 3rd gen með bílanaust lúgu
-
Ég á nú að muna eftir þessum bíl en það er einhver foka í gangi.
En er það ekki rétt munað að Jósi hafi sett heilann topp á hann og gott ef ekki lúgu.
Það var eitthvað sem maður átti að þekkja hann á sem ég bara man ekki.
Niebb. Hann var örugglega áfram með T-top.
-j