Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Anton Ólafsson on October 05, 2008, 22:56:38
-
Var að heyra þá kjaftasögu að bilavefur.net væri að hætta!!!
Sökum þess að kosnaður á síðunni hafi hækkað með fallinni krónu, og fáir sem vilja auglýsa eða styrkja síðuna,
www.bilavefur.net (http://www.bilavefur.net)
Meiri kostnaður er nú orðin til að halda síðunni uppi því hún er sífelt að stækka og því þarf meira pláss fyrir myndirnar og það kostar sitt. Erfiðlega hefur gengið að fá styrktaraðila á síðuna til að halda henni uppi og datt mér þessvegna í hug, EF þið viljið láta ykkar að mörkum og sjá til þess að hún verði uppi í framtíðinni að leggja til pening til styrkar henni, þá eru frjáls framlög eru mjög vel þeginn.
Hægt er að leggja inn á:
Reikning 0372 - 13 - 110026
Kennitala: 250581- 4679
-
hún má ekki lokast [-o< vest að hafa vitað þetta fyrir þá hefið maður set styrk inná fjárhagsáælun þessar mánaðar geri það næst mánuð
-
það má ekki loka þessari síðu!!! :-(
upp með veskin félagar!!!
-
Ég er vel til í að styrkja síðuna aðeins. Verst að maður stendur i bílakaupum. Ósjaldan sem maður hefur gleymt sér þarna inni. :lol:
Það væri náttúrulega synd ef þessari síðu yrði lokað.
-
Sælir drengir, ég þakka góð orð. En þetta er að vísu alveg rétt, það hefur gengið illa að fá spons á síðuna og þar sem maður er kominn í skóla hafa tekjurnar aðeins rýrnað, ef fram sem horfir verður henni lokað en ég er ennþá með tvo aðila sem eru að hugsa um að styrkja, þeir eiga eftir að gefa mér svar þannig að það er ekki öll nótt úti ennþá. 8-)
-
Hver er kostnaður af svona síðu?
-
Í þessu tilviki er upphæðin rétt rúmlega 20 þúsund.
-
Í þessu tilviki er upphæðin rétt rúmlega 20 þúsund.
á mánuði þá?
-
Í þessu tilviki er upphæðin rétt rúmlega 20 þúsund.
à mànudur
nei, minnir að það sé á 6 mánaða fresti.
-
Er þetta svona mikið hjá þér ? Ég er sjálfur með síðu með í kringum 4400 myndum inn á og ég er að borga á núverandi gengi í kringum 10.000 og það bara einusinni á ári.
Ég man reyndar ekki alveg hvað það eru mörg gígbæt sem ég get verið með á þessu verði, en mig minnir að það sé einhverir tugir ef ekki hundruðir.
-
Er þetta svona mikið hjá þér ? Ég er sjálfur með síðu með í kringum 4400 myndum inn á og ég er að borga á núverandi gengi í kringum 10.000 og það bara einusinni á ári.
Ég man reyndar ekki alveg hvað það eru mörg gígbæt sem ég get verið með á þessu verði, en mig minnir að það sé einhverir tugir ef ekki hundruðir.
Síðasti reikningur hljóðaði upp á 181 USD. Það er fyrir allt árið. Innifalið í því eru 20GB heimasíðupláss og fullt af öðrum fítusum. Miðað við gengið í dag (1 USD/114kr) er þetta rúmlega 20 þúsund. Inni á síðunni eru rúmlega 12 þúsund myndir.
-
Maggi þú þarft að koma upp þínum eigin server :wink:
Ert með svo svakalegt magn af myndum að það er eiginlega bara ekki annað hægt.
Er allveg til í að hjálpa þér með þetta ef þú vilt 8-)
-
Sæll Skari, takk fyrir það, það má alveg skoða það í framtíðinni.
Það væri kostur ef ég gæti hýst þetta hérlendis án þess að fara á hausinn :lol:
-
Afhverju notaru ekki Webshots.com?
Ég er að borga $29.88 fyrir árið og get verið með 24500 myndir og 2450 video.
-
Webshots er bara allt annar handleggur, það í raun ekki hægt að líkja því saman við það að hafa sitt eigið lén, sitt eigið albúm sem maður stjórnar sjálfur, laus við allar auglýsingar auk margra annara hluta. Það væri alveg hægt að fara þessa leið sem þú bendir á, en gallarnir eru miklu fleiri en kostirnir. Ég kýs að leggja aðeins meira í þetta heldur en hafa þetta á síðu eins og Webshots.
-
Verðum við ekki að koma okkur upp linux-server fyrir myndasafnið hér heima?
-
já ég skil það alveg en þetta er verð á vip og þar eru engar auglýsinga. Í hverju felst það að setja upp linux server?
-
Stjórn kvartmíluklúbbsins hefur ákveðið að styrkja Bílavef.is með því að versla auglýsingu af vefnum.
Með því vonum við að það sé hægt að hafa síðuna opna í eitt ár í viðbót.
Stjórn kvartmíluklúbbsins vill með þessu aðstoða við að halda utan um þessi gríðarlegu mikilvægu menningarverðmæti sem Moli hefur verið duglegur að halda utan um. Þarna er eitt stærsta og glæsilegasta myndasafn af bílum staðsettir á íslandi og væri mikil synd ef vefsíðunni yrði lokað sökum fjárskorts.
-
=D>
-
frábært flott hjá ykkur =D>
-
Glæsilegt =D>
-
Já, þetta reddaðist ég vil þakka Stjórn Kvartmíluklúbbsins kærlega fyrir þeirra framlag sem og Gummara og eiginkonu hans, Lindu fyrir þeirra framlag, án þessara aðila hefði síðan farið í dvala. =D> =D> 8-)
Langar í leiðinni að minnast á Ökukennslu Lindu > ÖKULIND S: 897-9969
Nú er bara að halda áfram að scanna myndir, ég á von á að fá góðan slatta af gömlum bílamyndum á næstu vikum, ég mun svo henda hér inn nokkrum myndum þegar ég byrja! :)
-
glæsilegt!!! 8-) :smt023
en heyrðu Moli áttu einhverjar fleiri myndir af malibuinum mínum??
eða var það bara þessi eina mynd?
(sem er þessi: http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?pid=1481&fullsize=1)
-
Snilld!
-
(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/420.gif)
-
glæsilegt hjá stjórn kk alveg til fyrirmyndar og moli verðskuldar þúsundkalla hér og þar!!!
kv. björgvin helgi valdimarsson
-
\:D/
mykið gott að heira
-
:bjor: =D> :smt041
Frábært Moli !!
Þessi síða er bráðnauðsynleg fyrir okkur, !!