Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on October 04, 2008, 22:58:07
-
Lagði af stað kl 9 í morgun að sækja Edda K. og Leif. Vorum komnir heim aftur milli kl 17:30 og 18:00
Fórum í að leggja vatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn.
Þó svo heita vatnið komi ekki strax þá er gott að gera ráð fyrir þessu strax.
Rafvirki kemur á morgun að tengja hitatúbuna og við ætlum að reyna að klára að tengja vatnið.
Ég fer um hádegisbil að ná í skrifstofu húsgögn fyrir klúbbinn.
Allt að gerast, endilega kíkið við í kaffi upp á braut og aldrei að vita nema við getum fundið verkefni handa ykkur.
ATH. breytti fyrirsögn kl 20:29
Sunnudaginn 5. okt.
-
Djöfull eruð þið seigir kallar.
Err
-
(http://farm4.static.flickr.com/3196/2913203076_ba4ea3d55f.jpg)
(http://farm4.static.flickr.com/3026/2913202422_3a7369dfc7.jpg)
-
:smt023
-
flottir :D =D> \:D/
-
Tær snilld, þið eigið hrós skilið.
-
Mættir í morgun voru ég, Eddi K og Jón Bjarni rafvirki. Komumst við að því að hitatúban var engan veginn í góðu lagi þar sem það var búið að klippa á flesta víra og stýringar. Einnig var ekki tvöfalt kerfi á túbunni einsog við þurfum. Eitt fyrir ofna og annað fyrir neyslu vatn. Það var ákveðið að taka túbuna niður og skunda í Byko og versla. Það var lokað og læst í Garðabæ, lagnadeildin lokuð í breiddinni og á granda var 14 ára starfsmaður sem vissi ekki í hvorn fótinn ætti að stíga. Var ákveðið að geyma þetta þangað til í fyrramálið. Þegar aftur var komið upp í klúbbhús var meistari Anton mættur (fann víst kaffilyktina heim til sín). Héldum áfram að bora göt og rífa niður gömlu hitagrindina. Anton og Krissi voru duglegir að taka til í gærkvöldi upp í klúbbhúsi og héldum við áfram með það í dag. Ég sótti eitthvað af húsgögnum og ég og Anton bjuggum til skrifstofuherbergi fyrir stjórn og er þar líka þetta fína fundarborð komið með stólum og alles.
Vill bara benda félagsmönnum KK á að það voru að jafnaði fleiri félagar í BA en KK að hjálpa til um helgina og finnst mér það miður.
-
(http://farm4.static.flickr.com/3059/2916246924_45e3cfb093.jpg)
(http://farm4.static.flickr.com/3262/2916247762_645d2bd5b3.jpg)
Vill bara benda félagsmönnum KK á að það voru að jafnaði fleiri félagar í BA en KK að hjálpa til um helgina og finnst mér það miður.
Þá að við komum?? :roll:
-
Þá að við komum?? :roll:
Nei eflaust það að alla hina vantaði frá KK
-
Duglegir drengir,verður þá sem sagt hiti í húsnæðinu í vetur =D>
-
Duglegir drengir,verður þá sem sagt hiti í húsnæðinu í vetur =D>
Já hitinn kemur núna á næstu dögum Eddi K kláraði að tengja allar lagnir í gær =D>. Það er verið að taka til efnið sem þarf í raflagnir að þessu og vonandi klárast að tengja rafmagnið í vikunni.
-
Það er frábært að heyra,þá lofar veturinn góðu fyrir félagstarfið. =D>
-
Ég tók nokkrar myndir í gærkvöldi eftir að ég kláraði að tengja rafmagnið
-
Flottir á því, nú er hægt að taka massa dump í stóra hvíta símann =D>
-
Flott, en "eftir að þú kláraðir að tengja".
Ég sé nú ekki betur en að það sé þarna miði sem á stendur EKKI SLÁ INN og svo einhver öryggi niðri, hvernig stendur á því? ;)
-
Flott, en "eftir að þú kláraðir að tengja".
Ég sé nú ekki betur en að það sé þarna miði sem á stendur EKKI SLÁ INN og svo einhver öryggi niðri, hvernig stendur á því? ;)
Það er einfalt að svara því...
eddi k átti eftir að setja vatn á hitakerfið og ef elimentin og dæla ganga þurr þá skemmist dótið.... :roll:
Þannig að þetta var bara til þess að einhver færi ekki að fikta og myndi óvart skemma hitakerfið 8-)
-
Takk fyrir Jón Bjarni og Eddi K.
Þið eruð hetjur í mínum augum.
-
Já, þetta er algjör snilld. Búinn að vera fjarstæður draumur hjá okkur í mörg ár að hafa rafmagn og upphitað húsnæði við brautina. Loksins orðið að veruleika.
Er litla boxið þarna on-demand hitari fyrir ofnana og stóri kassinn neysluvatnhitaflaska?
-
þetta er ekkert nema snild :D þvílíkt þæginlegt að koma þaran í gær í upphituðu húsi.
svo var þessi snildar tiltekt :D allt í röð og reglu
kærar þakkir þeir sem eiga það skilið