Mættir í morgun voru ég, Eddi K og Jón Bjarni rafvirki. Komumst við að því að hitatúban var engan veginn í góðu lagi þar sem það var búið að klippa á flesta víra og stýringar. Einnig var ekki tvöfalt kerfi á túbunni einsog við þurfum. Eitt fyrir ofna og annað fyrir neyslu vatn. Það var ákveðið að taka túbuna niður og skunda í Byko og versla. Það var lokað og læst í Garðabæ, lagnadeildin lokuð í breiddinni og á granda var 14 ára starfsmaður sem vissi ekki í hvorn fótinn ætti að stíga. Var ákveðið að geyma þetta þangað til í fyrramálið. Þegar aftur var komið upp í klúbbhús var meistari Anton mættur (fann víst kaffilyktina heim til sín). Héldum áfram að bora göt og rífa niður gömlu hitagrindina. Anton og Krissi voru duglegir að taka til í gærkvöldi upp í klúbbhúsi og héldum við áfram með það í dag. Ég sótti eitthvað af húsgögnum og ég og Anton bjuggum til skrifstofuherbergi fyrir stjórn og er þar líka þetta fína fundarborð komið með stólum og alles.
Vill bara benda félagsmönnum KK á að það voru að jafnaði fleiri félagar í BA en KK að hjálpa til um helgina og finnst mér það miður.