Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Valli Djöfull on September 12, 2008, 18:36:57
-
Ég er að reikna út stigin en eitt sem fer í mig..
Svona hélt ég að þetta væri strangt til tekið:
1 keppandi = ekki keyrt
2 keppendur = keyrt enginn bikar eða stig
3 keppendur = keyrt og bikar en engin stig
4 keppendur = keyrt, bikar og stig
Við höfum látið 2 keppendur nægja fyrir allt.. En 1 keppandi = 10 mætingarstig..
Það sem ég er að heyra núna er að ef þú mætir einn í flokk, færð að keyra með í öðrum flokk, fáir þú fullt hús stiga í þínum flokk.. Skil ekki alveg? 1 keppandi... bara 10 stig hélt ég..
Hvað finnst mönnum um þetta? Það eru ekki til neinar reglur um stigagjöf eða hvernig þetta á að fara fram hjá okkur. Við erum að notast við amerískar reglur að hluta til sýnist mér samkvæmt þessu.
Þarf ekki bara að henda upp á blað og samþykkja þetta á næsta aðalfundi? Svo þetta sé ekki svona loðið.. Endilega viðrið skoðanir ykkar á þessu..
-
Ef það er bara einn keppandi þá á hann að fara tímatökuferð og hefur hann þá sigrað keppnina og fær stig miðað við besta tíma í tímatökum og sigur.
-
Sælir félagar. :)
Varðandi stigagjöf, þá erum við að nota stigagjöf IHRA.
Við notum stigagjöfina óbreytta einmitt til þess að ekki komi til neinna árekstra vegna sér-Íslenskra ákvæða.
Það er líka til þess að ef það kemur upp eitthvað vafamál þá getum við haft samband út og fengið meiri upplýsingar, eða látið leysa málið fyrir okkur.
Hér er stigagjöf IHRA.
http://www.kvartmila.is/images/IHRA-stig.doc (http://www.kvartmila.is/images/IHRA-stig.doc)
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Ok, en þarna stendur í raun ekkert um fjölda keppenda. Hvernig er þetta úti.. Ef einn keppandi mætir í einhvern flokk, fer tímatökuferð, fær hann þá fullt hús stiga? Er keyrt flokka úti ef einn mætir?
-
Sælir félagar. :)
Sæll Valli.
Rétt!
Hversu vitlaust sem að það nú er, þá er einn keppandi í flokki sigurvegari og fær fullt hús stiga!
Þetta er reyndar gert vegna þeirra undirflokka sem eru í til að mynda "Super Stock", "Stock" og "Competition".
Þó að þetta séu allt flokkar sem keyra á kennitímum (index) þá er hver undirflokkur keyrður til meistara titils, og stundum kemur það fyrir að þó að það séu fleiri en 100 keppendur til að mynda í "Stock" að þá er kannski bara einn í "D/SA.
Þar sem að hann keppir við aðra keppendur í "Stock" sem eru í öðrum undirflokkum og fær á þá forskot eða að þeir fá forskot á þennan eina keppanda í "D/SA".
Samt væri "D/SA" flokkurinn keyrður til meistara og skiptir þá ekki mali hversu margir keppendur eru eða hafa verið í honum á tímabilinu.
Þetta er svolítið rugglingslegt, en svona er þetta.
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Ok, gott að fá þetta á hreint.. Þá er í raun tómt rugl að færa keppendur upp um flokk ef þeir vilja bara fá stig í sínum flokk :)
Munum það næst.. :wink:
-
Sælir félagar.
Sæll Valli.
Já það er rétt.
Það má ekki færa keppendur milli flokka, nema að höfðu samráði þá.
Þá verður líka að útskýra fyrir þeim að með því að flytjast milli flokka þá fá þeir engin stig í þeim flokki sem að þeir skráðu sig upphaflega í.
Ef keppendur eru einir í flokk en langar að reyna að slá met, þá mega þeir ekki keyra í neinum öðrum flokk en þeim sem að þeir ætla að reyna við metið í, en fá þá fullt hús stiga plús met ef þeir ná því.
Þá er mætingin í flokkin talin þeim til tekna þegar bónusstigin eru reiknuð út að loknu tímabilinu.
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Ok, þarna liggur misskilningurinn.. Mér var sagt nú í sumar af einum að ef menn væru færðir í annan flokk gætu þeir haldið stigum í sínum skráða flokki en keppa bara í hinum.. Mér fannst það ekki meika neitt sens.. Enda hefur það klárlega áhrif á hinn flokkinn.
-
Sælir félagar. :)
Sæll aftur Valli.
Já þú hefur fengið vitlausar upplýsingar.
Það má enginn keppa á sama tækinu í tveimur flokkum!
Það má hins vegar sami keppandi keppa í tveimur flokkum á sitt hvoru tækinu.!
Vitlaust eða ekki.................... :?: :?: :?:
Svona er þetta. :!:
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Enn eitt málið.. Íslandsmet
Ég keyri í MC, bæti íslandsmet, og korteri seinna í sömu keppni bætir þú íslandsmetið sem ég var að ná... Fær ekki bara sá sem tók betra metið stigin fyrir það?
-
Sælir félagar. :)
Sæll Valli.
Það er getur aðeins eitt Íslandsmet verið sett í hverjum flokki í hverri keppni.!
Sá sem fær stig fyrir met er að sjálfsögðu sá sem á metið uppbakkað að lokinni keppni.
Kv.
Hálfdán. :)
-
Hæ. Hvert er þá metið í MC? Er það 12.42 og bakkað upp með 12.34 eða ?
mvh Harry
-
Ef munurinn er innan við 1% gildir betri tíminn.. Ef munurinn er meira en 1% gildir verri tíminn.. Ekki satt?
-
Ragnar fer ferð upp á 12,344@113,07 mph og bakkar þá ferð upp með 12,424@112,22 mph.
Það er innan við 1% þar á milli svo 12,344@113,07 er núverandi met í MC
Og jafnar gamla hraðametið mjög svo nákvæmlega! :lol: 113,07 náði hann einnig 07.07.07 :)
-
Sælir félagar. :)
Sæll Valli.
Þetta er alveg kórrétt hjá þér. :smt023
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Þetta er ótrúlegur árangur á þessum pramma á radial dekkjum =D>
-
Hæ. Staðfestingaferðin getur þá verið farin á undan met ferðinni ?
mvh Harry
-
já :D
-
Hæ. Það er nú ekki að ástæðulausu sem ég er með þessar vangaveltur.Keppni er ekki lokið (frestað) og ég á inni ferðir og hvað þá? Því þegar Ragnar fer 12.34 hafði hann lokið keppni. Ég vann á 12.41 og er búinn fara 2 bakkup ferðir. Hvað ef ég kem næst og nota eina ferð sem heppnast fyrir bakkup ferð og það reynist vera met?
Ég held að Ragnar hafi verið búinn að fyrirgera rétti sínum til setja met þegar hann tapar í úrslitum og ég set íslandsmet í þeirri spyrnu,þessu var Hálfdán sammála á keppnisdag
Hvað ef ég keyri á meðan að úrslit frá keppni 6 sept eru kláruð?
Ég alveg sammála því að Ragnar er að ná mjög góðum árangri og hann skilur þessar vangaveltur mínar.
mvh Harry
-
Er að skoða málið fyrir ykkur..
Íslandsmet fyrir þessa keppni var 12,551
Ég sé 2 æfingarferðir, önnur reyndar vitlaust merkt en skiptir ekki því æfingarferðir teljast ekki til íslandsmeta.
MC6 - 12,687
MC69 - 13,448
Tímatökur
MC69 - 12,601
MC69 - 12,484 (undir íslandsmet) (3 backup inni, þarf 12,608 sem er nú þegar komið)
MC66 - 12,572
MC66 - 12,424 (undir íslandsmet) (3 backup inni, þarf 12,548)
Keppni hefst
Ferð 1
MC69 - 12,694 - viðbragð upp á 0,610
MC66 - 12,601 - viðbragð upp á 0,704
Hér vinnur Harrý með 0,001 sek mun :lol:
Ferð 2
MC66 - 12,596 - viðbragð upp á 0,766
MC69 - 12,415 - viðbragð upp á 0,712 (aftur undir íslandsmet og á enn inni 3 ferðir, hér er Harrý kominn með met upp á 12,415 því 12,484 dugar til að bakka þetta upp)
Hér vinnur Harrý með 0,235 mun..
Hér eiga báðir aðilar inni 3 backup ferðir. Þær má taka hvenær sem er í keppni, inn á milli ferða, eftir keppni eða hvernig sem ykkur hentar.
Harrý
Ferð 1 - 12,594
Ferð 2 - 12,749
Ferð 3 - á inni
Ragnar
Ferð 1 - 12,344 (undir íslandsmet og undir hinn tímann sem hann náði, hér á hann aftur inni 3 ferðir fyrir það)
--
Ferð 1 - 12,549
Ferð 2 - á inni
Ferð 3 - á inni
--------
Það skiptir engu hvort maður vinnur eða tapar.. Undir íslandsmet = 3 backup ferðir :)
Vonandi útskýrði ég þetta nógu vel.. Svona hlutir hafa ekki verið nógu vel útskýrðir..
kv.
Valli
-
Við lukum keppni í öllum flokkun nema GF og OF,
Tilkynntum hina flokkana lokna, auglýstum kærufrest og héldum síðan verðlauna afhendingu í þeim flokkum þannig að Gaggi á þetta met.
-
Jæja.... Mr. Holmgersen er að spyrja og spyrja um Íslandsmetið í MC.
Fyrir 4. keppnina var það eign Harrys upp á 12.557.
Þessi tími er svo bættur fjórum sinnum í 4. keppninni þessari röð:
Harry 12.484 x 1% = 0,12484, sem þýðir að hann gat staðfest hann með því að fara allt að 12.608 og niður að 12.359.
Ragnar 12.424 x 1% = 0,12424 sem þýðir staðfestingu á bilinu 12.548 og niður í 12.299.
Harry fer 12.415 x 1% = 0,1245 sem þýðir staðfestingu á bilinu 12.539 og niður í 12.290
Ragnar fer 12.344 x 1% = 0,1234 sem þýðir staðfestingu á bilinu 12.4674 og niður í 12.220
Ég er alveg ósammála ágætum keppinaut mínum um að ég hafi "fyrirgert rétti mínum" til að bakka upp metatilraunina mína. Rökin fyrir því eru þessi:
Í 1. lagi er löng hefð fyrir þremur back-up tilraunum hvort sem keppandi hafi verið sleginn út eða ekki svo framarlega sem mettíminn hafi verið settur í tímatökum eða keppni, eins og reyndin er í mínu tilviki. Ég man meira að segja eftir einum keppanda sem fyrir mörgum árum var í þessari stöðu og það var farið að skyggja þegar hann hafði lokið back-up tilraunum sínum.
Í 2. lagi stendur í metareglum IHRA að met séu ákvörðuð "at the conclusion of each event." sem þýðir "þegar keppni er lokið." Í tilvikinu sem Harry er að gera athugasemdirnar við var keppninni ekki lokið.
Í 3. lagi mundi túlkun Harrys leiða til þess að sá keppandi sem setur met í úrslitaspyrnu, hvort sem hann tapar spyrnunni eða ekki, mætti ekki fá þrjú tækifæri til að bakka þann tíma upp sem er náttúrlega út í hött. Tilbúið dæmi þessu til stuðnings: MC flokkur og Íslandsmetið er 12.004. úrslitaspyrna. Bíll A fer á 12.006. Bíll B fer á 11.889. Bíll A vinnur og sigrar í keppninni á holeshot (þ.e. betri viðbragðstíma)en með lakari e.t.. Bíll B tapar í úrslitunum en setur samt tíma undir Íslandsmeti. Samkvæmt túlkun Harrys mætti bíll B ekki gera neina back-up tilraun. Það gengur náttúrulega ekki.
Gaman? Já. Spennandi? Svo sannarlega.
Hittumst á brautinni þar sem úrslitin ráðast.
Err
-
Hæ. Sammála ,þetta er spennandi. Ég er nú bara að hengja hatt minn á hvað Hálfdán sagði á keppnisdag.Ragnar á eina ferð eftir eins og ég til að bakka upp metið.Hann fór ferð 327(???) / 329..Eg veit að úrslit ráðast á brautinni og hlakka mikið til.
mvh Harry
-
Ferð 327 er öll á núlli hjá mér.. enginn tími og ekki neitt.. Man ekki hvað gerðist þar.. Hugsanlega eitthvað vesen með sellurnar.. Rámar eitthvað í að lokin á sellukössunum hafi dottið niður einhverntíman yfir daginn, hvort það var þarna man ég ekki, eða hvað kom uppá..
-
Sælir félagar. :)
Það er rétt sem að Ragnar segir og er það sama og ég sagði Harry, að sá sem er með besta tímann og þar með met til að bakka upp þegar keppni lýkur á réttinn á þessum þremur aukaferðum til að bakka upp metið.
ATH tveir keppendur geta aldrei átt uppbökkunarrétt í sama flokki, nema að svo ólíklega vildi til að þeir væru á nákvæmlega sama tíma upp á 1/100 úr sek.
Þessi tími verður að vera settur innan ramma keppninnar, það er í tímatökum eða útslætti.
Keppni er hinns vegar ekki lokið þannig að þetta mál stendur opið.
ATH að keppni er ekki lokið fyrr en fullnaðar úrslit eru fengin úr öllum flokkum og þar með talin eru uppbökkuð met!
Eftir það tekur síðan við kærufrestur.
Þannig að þangað til honum er lokið er aðeins hægt að koma með bráðabirgða úrslit og síðan lokaúrslit að kærufresti gengnum.
Kv.
Hálfdán.
-
Ok, ef 2 sem fara báðir undir íslandsmet geta ekki báðir átt backupferðir, hlítur Harrý að eiga backupferð en ekki Ragnar, þar sem Harrý á betri tíma seinna í keppninni..
Í seinni úrslitaferðinni fer Harrý á besta tíma sem hefur náðst í keppninni, þó báðir séu undir íslandsmetum. Á Harrý þá bara rétt á backupferðum. Þó Ragnar sé líka undir íslandsmeti? En Harrý með betri tíma..
Það meikar svossem alveg sens.. Bara svo maður hafi þetta á hreinu?
-
Sælir félagar. :)
Sæll Valli.
Þetta er rétt skilið hjá þér.
Besti tíminn í viðkomandi flokk yfir daginn (innan ramma keppninnar) hlítur alltaf að vera metið, og það er sá sem að tekur tímann sem á rétt á að staðfesta sitt met.
Kv.
Hálfdán.
-
En ef ég fer undir met í tímatökum, má ég þá taka mínar backup ferðir strax eða þarf alltaf að bíða þar til keppni er lokið til að fara backup ferðir?
-
Sælir félaga. :)
Sæll Valli.
Þú verður að sjálfsögðu að bíða þangað til keppni er lokið að minnsta kosti í þínum flokki til að mega taka uppbökkunarferðir fyrir met.
Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er metið besti tími í viðkomandi flokk þegar keppni líkur, og þá fær sá sem setti þann tíma tækifæri til að staðfesta að hann geti náð viðkomandi tíma með þremur ferðum.
Keppni hefst með skoðun ökutækja og tímatökum.
Það eiga ALDREI að vera leyfðar einhverjar sérstakar æfingaferðir í keppni.
Kv.
Hálfdán.
-
Ok, ágætt að vera kominn með þetta á hreint og fínt að hafa þessa umræðu hér á spjallinu svo sem flestir viti..
EFTIR að ferðum í flokkum er lokið fær sá sem fór mest undir met að keyra 3 backup ferðir. Og enginn annar.
Sem þýðir að Harrý á í raun eina ferð eftir en ekki Raggi. Og Harrý er nú reyndar nú þegar kominn með met og 5 aukastigin. Bara spurning hvort það breytist í þessarri einu ferð.
-
Hæ. það er bara svona :wink:
mvh Harry
-
Vááá
Þar sem ég, ólíkt Harry, er mjög illa haldinn af bikargirnd þá langar mig að vita nákvæmlega hvar er að finna þá reglu að fari tveir keppendur undir íslandsmeti í tímatökum eða keppni þá lokast sá möguleiki fyrir þann sem á næstbesta tímann til að bakka upp sína tíma ef annar keppandi á betri tíma að lokinni úrslitaspyrnu. Vinsamlegast bendið mér nákvæmlega á staðinn; ekki bara þetta er í IHRA eða KK reglunum.
Góðar stundir
Err
-
Ragnar, þetta er einmitt það sem ég er búinn að vera að pirra mig á.. Við eigum svo lítið af reglum. Allt of mikið af "Jahh, þetta hefur nú bara alltaf verið svona".
Þurfum að taka virkilega mikið til í reglumálum í vetur finnst mér.
Skrifa þetta allt upp og fá samþykkt á aðalfundi.
-
Sælir félagar. :)
Hér koma reglur NHRA sem að við byggjum á.
Það er sérstaklega bls 40. sem farið er eftir.
Nema að Comp reglan á bls 41. á við um OF og aðra bracket og flokka með fastan kennitíma.
(http://www.internet.is/racing/Bls-40.jpg)
(http://www.internet.is/racing/Bls-41.jpg)
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Houston we have a problem:
Við erum að reyna að ráða í hvaða reglur gilda um að bakka upp met.
HVERGI í ofangreindum NHRA reglum er að finna neitt um ÞRJÁR uppbökkunarferðir eins og tíðkast hafa hérlendis frá því kvartmílubrautin byggðist. NHRA reglurnar segja einfaldlega að met sé ekki met nema það sé sett í keppni, eftir það er ekkert hægt að bakka upp. Eins og allir vita hefur þessi NHRA regla aldrei gilt hérlendis. Þessar útlendu reglur eru eins og Hálfdán sagði einhversstaðar "grunnur" að reglum KK og reglur KK virðast alltaf alltaf hafa gefið keppendum tækifæri á þremur tilraunum til að bæta tíma undir íslandsmeti. Ef að útlendu reglurnar og KK reglurnar rekast á þá hljóta KK reglurnar að vera æðri þeim útlendu. Af þessu leiðir að þar til ég sé annað Í PRENTUÐUM OG FULLGILDUM REGLUM mun ég halda því fram að allir keppendur sem fara undir Íslandsmeti í keppni megi fara Þrjár back up ferðir þar til keppnisstjórn lýsir keppni lokið. Þetta þýðir að við Harry höfum hvorugur fullnýtt rétt okkar til að bakka besta tímann sem er 12.344 upp. Ég óska líka eftir að keppnisstjórn, sem fram að þessu hefur ekkert opinberlega sagt um þetta, skoði það sem við erum að deila um hér og úrskurði um þetta svo að málið verði á hreinu þegar lokabardaginn brestur á :D
Góðar stundir
Ragnar
-
Og svo þurfum við að skrifa þetta upp á íslensku og fá samþykkt hjá okkur. Við þurfum að búa til okkar eigin reglubók. Við erum að keyra "að hluta til" eftir NHRA reglum og veit þessi og hinn en er hvergi á blaði og hvergi samþykkt.
Nú er bara komið að því að það þarf að skoða þessi mál frekar. Eins og mörg önnur.
Þurfum keppnishandbók með öllum svona upplýsingum í og samþykkja svoleiðis bók á aðalfundi svo þetta verði ekkert vandamál.
Það er allavega mín skoðun. Þó þetta hafi verið svona í þessi 30 ár gengur það bara ekki upp lengur. Reglur sem hvergi eru samþykktar hjá okkur geta varla gilt, nema það sé tekið fram í lögum okkar að við keyrum eftir reglum nhra í þessum málum og öðrum. Þá breytist það þegar þeir breyta, hvenær svo sem þeir gera það.
En á meðan ekkert er til hjá okkur varðandi keppnishald koma upp svona atriði.. Aftur og aftur..
Við verðum hreinlega að eiga íslenska bók með íslenskum reglum eða keyra alfarið eftir reglum og flokkum annarra félaga úti í heimi. Það þarf allavega að vera betur skilgreint hvaða reglur gilda. Er eitthvað í okkar lögum og reglum sem segir að við eigum að nota þessar reglur frá NHRA?
kv.
Valli
-
Sælir félagar. :)
Þið verið að afsaka en ég er ekki með NHRA reglubókina mína við höndina.
Þetta sem að ég skannaði inn hér að ofan er úr því sem er kallað "race policies and procedures" og er grunnurinn að öllum reglum NHRA.
Reglubókin er í raun úrdráttur úr þessum grunnreglum auk flokkareglna sem eru ekki í þessari bók.
Hinns vegar hafa reglur breyst frá 1992 þegar við fengum þessa bók, og það var líka á þeim árum sem að margt Íslenskt var sett inn sem að hefur ekki verið tekið út.
Í dag keyrum við eftir reglum FIA sem eru fengnar að láni frá NHRA!
IHRA og NHRA hafa að grunni til sömu reglur þó að þeir til dæmis noti ekki sömu stigagjöf.
IHRA stigagjöfin hentaði okkur betur þannig að við notuðum hana og ætlum að gera það áfram.
En eins og ég segi strax og ég kemst yfir NHRA reglubók sem er nýleg þá skal ég skanna þessar reglur hér inn á spjallið.
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
En eins og ég segi strax og ég kemst yfir NHRA reglubók sem er nýleg þá skal ég skanna þessar reglur hér inn á spjallið.
Kv.
Hálfdán. :roll:
2008 uppselt en 2009 bókin kemur ut i desember 2008
(http://us.st12.yimg.com/us.st.yimg.com/I/yhst-94099325080511_2019_862277)
:D
-
Ég fann 2008 bókina á ebay.. hún er komin í póst :wink:
-
Sælir félagar. :)
Fann IHRA 2008 reglubókina í pdf formi á netinu hér er hlekkur: http://www.thundervalleydragways.com/Rules.html (http://www.thundervalleydragways.com/Rules.html) smellið á myndina af reglubókinni hægra megin á síðuni.
En svona er met-reglan hjá IHRA bls 135-136 í þeirra reglubók:
Record Setting Procedure
Two passes are required within allotted time periods. One run must be under record, and
one must be a backup of at least 1% of sub-record time. Whenever a record attempt is
successful, the entry must report DIRECTLY to the Scales. In the case of ties for an ET
record, the participant who records the highest mph will be used to as a tie break for the
elapsed time record. If still a tie the competitor who establishes the record first will be
considered the record holder. The competitor who holds the record at the conclusion of
competition shall be considered the “New” record holder and be awarded all related points.
PRO RECORDS: Records may be set and backed-up by Professional entries during
qualifying or eliminations. Professional may set MPH and ET records independently.
Championship points do not accrue with MPH records.
SPORTSMAN RECORDS: Sportsman record and back-up runs are only allowed during
qualifying at Pro-Am Events and Record Meets. No Sportsman records established at
National Events unless advertised as a Record Meet. A driver can only set a record, for
a particular class, once a year unless that record is reset by another competitor. A
competitor may not set records in one car and race eliminations with another. Sportsman
MPH records must be set in conjunction with ET records only. No points will be awarded
for setting records.
Það undirstrikaða myndi eiga við þetta mál.
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Sæll Valli
Ég er sammála þér með að reglurnar verða að vera skýrari. Mér sýnist líka að skrifin þín bendi til að þú sjáir að hér er komið upp vafamál.
Hálfdán; Þú stekkur núna yfir í IHRA reglunar en áðan sagðirðu sagðirðu að NHRA reglurnar giltu. Þetta er ruglingslegt. Gildir svo sem einu vegna þess að IHRA reglurnar fjalla heldur ekki UM ÞAÐ SEM MÁLIÐ SNÝST: ÞRIGGJA FERÐA BACK UP REGLUNA SEM ER SÉRÍSLENSK og hefur verið notuð í kvartmílukeppnum hér heima frá byrjun! Sem betur fer erum við Íslendingar ekki það þrælslundaðir að við sitjum og stöndum nákvæmlega skv. erlendum reglubókum; við höfum haft vit á að laga þær að íslenskum aðstæðum.
Mín skoðun er að við verðum að halda okkur við þær "reglur" sem giltu þegar keppnistímabilið byrjaði út þetta keppnistímabil. Ekki er hægt að ógilda þriggja back up ferða regluna núna, það væri einungis hægt á aðalfundi. Ef hægt væri að svissa alveg yfir í NHRA núna þá hlyti sú breyting að gilda aftur til fyrstu keppninar í sumar. Og það herrar mínir og frúr mundi að sjálfsögðu breyta öllu fyrir marga keppendur því nokkur met yrðu þá ógild m.a. líklega fyrra met í MC.
Þessi umræða okkar hér er mjög gagnleg og upplýsandi en við ráðum þessu ekki. Stigagjöfin verður hvorki ákveðin af mér, þér, Harry og Hálfdáni en við megum auðvitað hafa skoðun á henni. Ég ítreka því að ég óska eftir að keppnisstjórnin fjalli um þetta mál og felli um það röskstuddan úrskurð fyrir lokakeppnina. Og á meðan ég hef ekki séð á penti að það sé bannað þá held ég því fram og hef fært fyrir því rök að allir sem sigla undir íslandsmeti í tímatökum og keppni mega gera þrjár tilraunir til að staðfesta tímann sinn skv. 1% reglunni þar til keppnisstjórn segir keppni lokið.
Góðar stundir
Ragnar
-
Sælir félagar. :)
Sæll Ragnar.
Ég sagði aldrei að reglur IHRA gylltu í þessu tilviki.!
Eins og skrifaði hér að ofan þá er ég EKKI með NHRA bókina hjá mér og kemst ekki í hana fyrr en á mánudag.
Hinns vegar fann ég nýjustu reglubók IHRA á netinu og setti hlekk inn á hana til að fólk gæti skoðað, og benti síðan á þá reglu sem myndi eiga við um þetta mál hjá þeim það er IHRA.
Þegar þessi þriggja ferða regla var sett í kringum 1990 var það vegna þess hversu fáir keppendur voru, og stundum var verið að setja met þegar viðkomandi hafði verið ein í flokki.
Þá gafst ekki tækifæri á því að bakka upp þegar engin ferð var eftir.
Þetta töldust/teljast sér Íslenskar aðstæður þar sem þetta þekkist ekki í Ameríkunni og í samráði við keppendur var þessi regla sett inn.
Það var líka sú regla inni þar til í sumar að það mátti ekki setja met í tímatökum.
En þar sem NHRA/FIA breyttu þessari reglu fyrir yfirstandandi tímabil hjá sér þá tókum við hana upp líka.
Ég er með nokkrar gamlar reglubækur hér hjá mér og er að skoða hvort þessi regla sé í einhverri þeirra.
Ég veit að Einar Möller á NHRA reglubók og það væri nú snjallt ef hann gæti skannað þessa síðu með metreglunum inn, svona allavega til að leyfa okkur að sjá þær nýustu!
Kv.
Hálfdán.
-
Sælir félagar. :)
Sæll Ragnar.
Ég sagði aldrei að reglur IHRA gylltu í þessu tilviki.!
Þegar þessi þriggja ferða regla var sett í kringum 1990 var það vegna þess hversu fáir keppendur voru, og stundum var verið að setja met þegar viðkomandi hafði verið ein í flokki.
Þá gafst ekki tækifæri á því að bakka upp þegar engin ferð var eftir.
Þetta töldust/teljast sér Íslenskar aðstæður þar sem þetta þekkist ekki í Ameríkunni og í samráði við keppendur var þessi regla sett inn.
Það var líka sú regla inni þar til í sumar að það mátti ekki setja met í tímatökum.
En þar sem NHRA/FIA breyttu þessari reglu fyrir yfirstandandi tímabil hjá sér þá tókum við hana upp líka.
Kv.
Hálfdán.
Sæll Hálfdán
Nei þú sagðir það ekki. Kannski varstu bara að pósta þeim upp á einhverja samanburðarmálfræði. Skiptir í raun engu máli mér fannst það bara ruglingslegt að bæta einhverju regluverki inn í umræðuna sem hefur ekkert gildi varðandi met hér skv. þér.
Það er hægt að grúska í gömlum og nýjum NHRA, IHRA, ADRA, ADRL, AHRA og FIA og FAST reglubókum en hvað sem þar er skrifað um met en það mun ekki ráða úrslitum í þessu máli vegna þess að þar er hvergi stafkrók að finna um þriggja ferða back up.
Það er þó greinilega jafnskýrt fyrir þér og eins og mér að þetta er séríslensk regla sem hefur verið til í 18 ár. Túlkunin á henni verður því að vera íslensk og byggja á því sem á undan er gengið hér heima í kvartmílu OG sandspyrnu.
Góðar stundir
Ragnar
-
Houston we have a problem:
Við erum að reyna að ráða í hvaða reglur gilda um að bakka upp met.
HVERGI í ofangreindum NHRA reglum er að finna neitt um ÞRJÁR uppbökkunarferðir eins og tíðkast hafa hérlendis frá því kvartmílubrautin byggðist. NHRA reglurnar segja einfaldlega að met sé ekki met nema það sé sett í keppni, eftir það er ekkert hægt að bakka upp. Eins og allir vita hefur þessi NHRA regla aldrei gilt hérlendis. Þessar útlendu reglur eru eins og Hálfdán sagði einhversstaðar "grunnur" að reglum KK og reglur KK virðast alltaf alltaf hafa gefið keppendum tækifæri á þremur tilraunum til að bæta tíma undir íslandsmeti. Ef að útlendu reglurnar og KK reglurnar rekast á þá hljóta KK reglurnar að vera æðri þeim útlendu. Af þessu leiðir að þar til ég sé annað Í PRENTUÐUM OG FULLGILDUM REGLUM mun ég halda því fram að allir keppendur sem fara undir Íslandsmeti í keppni megi fara Þrjár back up ferðir þar til keppnisstjórn lýsir keppni lokið. Þetta þýðir að við Harry höfum hvorugur fullnýtt rétt okkar til að bakka besta tímann sem er 12.344 upp. Ég óska líka eftir að keppnisstjórn, sem fram að þessu hefur ekkert opinberlega sagt um þetta, skoði það sem við erum að deila um hér og úrskurði um þetta svo að málið verði á hreinu þegar lokabardaginn brestur á :D
Góðar stundir
Ragnar
Metið er 12.344 var sett löglega í sðiðustu keppni!!
Það er ekki hægt að rengja þennan tíma né hvernig það var gert, því það stóðst allt saman samkvæmt bókinn!!!
Gaggi tók flottann tíma þrátt fyrir að vera ekki með bílinn gráann!!!
Svona er þetta bara!!
-
Hæ. þetta er flottur tími og engin rengir þennan tíma en hvort að hann sé löglega sett met er annað mál. Er sammála Ragnari að þetta verður að komast á hreint sem fyrst.
Ætla rétt að vona að þetta skemmi ekki annars mjög skemmmtilegt sumar Ragnar.
mvh harry
-
Sæll Harry
Sammála, keppnisstjórn verður að úrskurða um þetta vafamál.
Ég held því fram að keppni sé ekki lokið en ef að hvorugur okkar bætir 12.344 tímann áður en keppni lýkur þá verður hann staðfest íslandsmet.
Mín rök:
1. Keppnisstjórn fer með úrskurðarvald í svona vafamáli innan KK en hvorki keppendur né aðrir áhugasamir menn.
2. Keppnisstjórn gerði engar athugasemdir við þessa 12.344 ferð mína þegar hún var farin hvorki fyrir hana né fram að þessu.
3. Engin kæra eða athugasemd var gerð um þessa ferð innan auglýsts kærufrests, hvorki af þér né öðrum.
4. Það stendur upp á þann sem segir 12.344 ferðina ólögmæta að sýna fram á með rökum og gögnum að svo sé.
5. Met skulu ákvörðuð "at the conclusion of each event" segir í IHRA stigareglunum. Hugtakið "event" nær yfir keppnina alla en ekki keppni stakra flokka. Þessvegna eigum við og áttum báðir rétt á að fara þrjár back- up ferðir.
6. Ef að íslenskar reglur stangast á við erlendar reglur þá eru erlendu keppnisreglurnar víkjandi.
7. Í erlendu reglunum er hvergi fjallað um þriggja ferða back up og þessvegna eiga þær ekki við um þetta vafamál.
8. Þriggja ferða back-up reglan er séríslensk og hefur áunnið sér hefð s.l. 18 ár. Úrskurður þessa vafamáls byggir á henni vegna þess að hún er æðri erlendum keppnisreglum.
9. Hvergi hefur komið fram að þriggja ferða back up reglan sé þannig útfærð að fari tveir eða fleiri keppendur undir íslandsmetstímum í keppni eða tímatökum þá fái sá sem setur lægsta tímann við lok útsláttar einkaleyfi á þremur back up ferðum.
10. Hvergi hefur komið fram að þeim sem setja tíma undir íslandsmeti sé bannað að fara back up ferðirnar þrjár. Það sem ekki er bannað það er leyfilegt.
Ég veit ekki hvað Sir Anton er að spá en þótt hann taki afstöðu með mér þá eru á bakvið hans mál önnur rök en mín og þau eru mér enþá óljós en ljóst þó að það er alltaf gaman að koma til Akureyrar.
Ég vil og vona að keppnisstjórn leyfi okkur að útkljá þetta á brautinni fyrir næstu keppni. Í þriðju keppninni þá áttirðu sviðið og það verðskuldað. Ég fór heim af þeirri keppni staðráðin í að gera betur. Lá yfir bílnum og útkoman var bæting tíma um 0,23 sek og endahraða um 1,41 mílu. Þú þarft ekki að óttast að ég verði með leiðindi en ég mun sækja og verja mitt mál með rökum. Ef ég væri þannig lundaður að vilja kæra eða röfla mig í gegnum mótið (sem ég er alls ekki að ásaka þig um) þá hefði ég geta klagað að þú komst of seint á síðustu keppni miðað við "pittur lokar kl. 10" regluna (þú manst ég grínaðist um þetta við þig). En ég gerði það ekki og mun ekki gera það vegna þess að mér finnst þessi keppni okkar miklu skemmtilegri en bikarinn og stigin sem ég hefði sennilega átt vís ef ég hefði hlaupið upp í turn með tíðindin.
Góðar stundir
Ragnar
-
Sælir félagar. :)
Ragnar kemur með góð rök fyrir sínu máli, og það er alfarið keppnisstjórnar og þá dómnefndar keppninnar að skoða þetta ef til þeirra kasta kemur.
Ferð sem er farinn í keppni og keppnisstjórn/stjóri samþykkir er lögleg ferð.
Keppni í þessu tilviki er ekki lokið, þó svo að búið sé að keyra nokkra flokka til úrslita.
Það eina sem að mér finnst persónulega getað verið álitamál í þessu er ef að það hefur verið búið að tilkynna úrslit í viðkomandi flokki áður en þessi ferð var farin.
Ef það verður vandamál og kæra þá langar mig ekki að vera í dómnefnd.
En flottur tími Ragnar. :!:
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Sæli strákar.
Gaman að menn skulu vera hér á málefnalegum nótum.
Ég kem til með að leggja til við mína menn að þær ferðir sem þarf til þess að bakka uppp met verði keyrðar þegar við ljúkum formlega keppninni sem var frestað.
Í síðustu keppni þá náðum við ekki að klára hana vegna ástæðna (rigning/blautt) sem komu upp. Næst þegar við keppum þá þarf að ljúka þeim ferðum sem eftir eru í GF, OF og ferðirnar til þess að bakka upp met. Þegar því er lokið þá er keppninni formlega lokið.
Mín tillaga er sú að Ragnar og Harry fái þær ferðir (3) sem þarf til þess að bakka upp tímana sem þeir settu .
Kveðja
Davíð S.Ólafsson
-
Smá spurning hver myndi vinna þegar 5 keppni er lokið og fyrsta sæti er jafnt á stigum :?:
Bara að spá þar sem sú staða gæti komið upp í mínum flokk.......
-
Það er sá er fyrr sigrar og/eða vinnur fleiri innbyrðis sigra ykkar í milli.
kv
Björgvin
-
Takk fyrir svarið 8-)
-
er þá ekki málið að menn fara að endurskrifa og þar með koma nýjum eða skýrari reglum fram á svið um svona?
fyrst það er nú smá tími í aðalfund.
einhverjir.. 3-5 eða bara 2000 aðilar hljóta að geta sett á netið nokkra kafla um hvað má fara betur og svo er tekið einn stór heild sem menn sætta sig við.