Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Addi on June 28, 2008, 03:47:31
-
Var svona aðeins að spá í því í vinnunni í nótt hvort það væri einhver stemming fyrir því að menn, jú og konur myndu hittast að kvöldi kjeppnisdags og fá sér nokkrar ölkollur?
Minntist á þetta við vertinn minn áðan og honum leist alls ekki illa á þetta, og hver veit nema hann gefi okkur góð kjör ef við mætum nógu mörg.
Ég ætla allvegana að setja þetta inn sem smá tilraun sem gæti þá jafnvel orðið fastur liður ef vel tekst til.
Um er að ræða skemmtistaðinn/sportbarinn/barinn Klúbbinn(frv.Tropical, Champions) sem stendur við Gullinbrú(síðasta hús á hægri hönd áður en ekið er yfir gullinbrúnna úr suðri) . Opið fram til 03:00 og yfirleitt frekar rólegt, þannig að við gætum þannig séð haft staðinn út af fyrir okkur. Aldurstakmarkið er 20 ára(upp á dag) og þætti mér hyggilegt að mæting byrjaði svona eitthvað uppúr 21 - 21.30.
Endilega sameinumst öll um að gera góðan dag enn betri og látum sjá okkur.
Með von um góðar undirtektir og þátttöku
Arnar B. Jónsson "Ræsir" (sumsé gaurinn sem heldur á takkanum og er með barta)
"Vonast til að sjá sem flesta"
Afsakið stuttan fyrirvara, en stundum fær maður bara góðar hugmyndir á undarlegum tímum.
Ef fólk hefur einhverjar spurningar þá er síminn hjá mér 6947067, og auðskiljanlega næst ekki í mig á meðan kjeppni stendur
:lol:
-
búið að breyta aldurstakmarkinu úr 18 í 20 ? :(
-
Langt síðan og mikið djöfull dó klúbburinn eftir það :-# Þessi staður var geðveikur :D
-
Ég væri alveg til í öl í kvöld, getur vel verið að ég láti sjá mig þarna! :mrgreen:
-
Langt síðan og mikið djöfull dó klúbburinn eftir það :-# Þessi staður var geðveikur :D
Hann var geggjaður meðan við vorum þarna já 8-)
En annars lýst mér bara vel á þetta hjá þér Addi =D>
-
Getur bara vel verið að maður skelli sér á eina öl krús á eftir.
-
Góð hugmynd en dagurinn langur og ég þreitt, þannig að ég þakka bara fyrir frábæran dag.
-
Ég mætti...og drakk bjórinn, vonast eftir meiri þáttöku næst :oops:
-
Ég mætti...og drakk bjórinn, vonast eftir meiri þáttöku næst :oops:
Vonandi verður næsta keppni ekki 12 klst. svo maður verði ekki nær dauða en lífi eftir keppnina :lol:
Ég mæti næst 8-)
-
Konan sagði að ég hefði verið byrjaður að hrjóta kl 23 og ég hrýt aldrei þannig að eitthvað hefur dagurinn gengið á.
-
Ég hefði mætt ef ég hefði lesið þennann póst fyrr :)
Mæti næst og reyni að draga það fólk sem ég þekki með mér
kv
Gummi
-
Þá stefnum við að því að gera okkur góðan dag að næstu keppni liðinni. :smt030 :bjor:
-
Ég mæti...ég er vanur :-"