Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 429Cobra on May 13, 2008, 18:37:29
-
Sælir félagar. :D
Þetta er kannski að bera í bakka fullann lækinn að fara að tala um sýninguna, en samt............... :mrgreen:
Þessi sýning var mjög vel heppnuð og var það ekki síst að þakka þeim góða hópi sem kom að sýningarhaldinu. =D>
Maggi Sig (aka Moli) vann stórvirki að ná flestum þessum bílum saman. =D>
Leon þekkir maraga góða menn og gat þar náð þeim bílum sem að “Moli” náði ekki. =D>
Tanja og Hafsteinn sáu um Camaro deildina og hún varð betri en ég þorði að vona. =D>
Það voru mun fleiri sem að komu að söfnun tækja og eiga þeir miklar þakkir skyldar. =D>
Þá má ekki gleyma henni Eddu sem fékk þennan líka svaka fjölda mótorhjóla, og það engin smá flott hjól! =D>
Davíð formaður hélt utan um þetta allt, og Nonni gjaldkeri sá um að vera stressaður að mestu leiti einn og hann á miklar þakkir skildar fyrir það. \:D/
Það var alveg frábært að hafa klúbbana þarna og voru básarnir hjá Fornbílaklúbbnum,Gamlingjum, Ruddum, HSL, BMW Krafti, IRT, og L2C, til mikillar fyrirmyndar. =D>
Og svo megum við ekki gleyma þeim sem að unnu að sýningunni bæði í gæslu, miðasölu, sjoppu, tölvuvinnslu og öðru. =D>
Meira að segja “Shafiroff” sjálfur kom á staðinn og lagði orð í belg. :-k
Ég hef heyrt frá nokkrum aðilum í dag sem áttu tæki á sýningunni og þeim fannst þetta frábær sýning, og húsið alveg meiriháttar. :smt038
Það verður líka að segjast að það eitt að geta farið upp í flotta stúku eins og er þarna í kórnum og horft yfir sýningarsvæðið var alveg sérstök upplifun og maður fékk þarna alveg nýtt og ferskt sjónarhorn á þetta allt saman. :!:
Alla vega var það þannig að þegar ég horfði á loka uppstillinguna úr stúkunni þá hætti ég að hafa nokkrar áhyggjur af sýningunni, ég einhvern veginn vissi að þetta yrði allt í góðu. [-o<
Alla vega með þökk til allra í “sýningarstaffinu” hvort sem það var á undirbúningstímanum eða á sýningunni sjálfri. \:D/
Hálfdán.
(þverhausinn sem hafði alltaf trú á þessu.) :excited:
-
Tek undir með Hálfdáni, hann sagði svo gott sem allt sem segja þurfti, en þessari helgi gleymir maður samt seint, og í raun frekar súrt að hún sé búinn, því ég hafði gríðarlega gaman að því að vera hluti af þessari sýningu og eyða stórum hluta sólarhringsins alla dagana þarna á röltinu. Of sjaldan sem maður kemur að jafn stóru batteríi og þessi sýning var. En þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið hægt nema fyrir tilstilli þeirra sem lögðu hönd á plóg og aðstoðu við undirbúningin, þeirra sem lánuðu okkur tæki og bíla til sýningar sem og þeirra sem að þessu stóðu, og að sjálfsögðu allra þeirra sem í staffinu voru.
Fyrir mitt leyti vil ég segja, TAKK KÆRLEGA ÞIÐ ALLIR, SEM AÐ ÞESSU KOMU. =D>
-
Þið settuð saman langflottustu sýningu sem haldin hefur verði hérlendis, og það með miklum mun :wink:
-
Já,þetta var án efa flottasta sýningin í mörg ár
-
ja geggjuð syning en hvar er myndin af bílnum mínum? hun var ekki i bílnum..
-
Sæll Alli. :)
Þetta voru aðeins fleiri tæki á sýningunni en vanalega þannig að prentarinn minn sagði stopp í miðjum klíðum. :cry:
Þetta verður samt allt komið í lag á morgun og ég ætla að vera tilbúinn með viðurkennigaskjöl með mynd fyrir alla á laugardaginn uppi á braut. \:D/
-
Sæll Alli. :)
Þetta voru aðeins fleiri tæki á sýningunni en vanalega þannig að prentarinn minn sagði stopp í miðjum klíðum. :cry:
Þetta verður samt allt komið í lag á morgun og ég ætla að vera tilbúinn með viðurkennigaskjöl með mynd fyrir alla á laugardaginn uppi á braut. \:D/
það er bara kvatning fyrir menn að mæta á laugardaginn :D
en ég þakka annars bara fyrir mig eftir þessa mögnuðu helgi og ætla að hafa það eftir einum náunga á sýninguni " Aldrei hefur fótboltavöllur litið svona fallega út" :D enn og aftur takk fyrir mig :D
-
þetta var mjög flott sýning hjá ykkur, fullt af gífurlega fallegum bílum, bara flott =D> mér fannst mjög gaman að fá að vera með minn bíl þarna :D
-
Til hamingju með flotta sýningu, en er ég að missa af einhverju hvað er að gerast upp á braut á laugardagin
-
Til hamingju með flotta sýningu, en er ég að missa af einhverju hvað er að gerast upp á braut á laugardagin
mér skilst að það sé vinnudagur á laugardaginn ;D
-
Nonni gjaldkeri sá um að vera stressaður að mestu leiti einn og hann á miklar þakkir skildar fyrir það. \:D/
Þakka þér kærlega fyrir Hálfdán að segja að ég hafi bara verið stressaður. :evil:
Veit ekki betur en ég hafi tekið mér frí úr vinnu í allan Apríl mánuð til að sjá um allt skipulag og fleira fyrir þessa sýningu og gefið klúbbnum alla mína vinnu.
-
sælir félagar.já nonni minn þetta er svona það er nefnilega þannig að hálfdán lætur alltaf svona þannig er það bara honum verður ekki bjargað úr þessu.nei kallinn er ágætur en mætti spara stóru orðin aðeins,við í þessari stjórn erum að gera kraftaverk og það sjá allir nema kannski hálfdán vinur minn,segi svona.það voru allir að gera góða hluti þarna,svo ég tali nú ekki um unga fólkið,það stóð sig frábærlega.virðingarfyllst AUÐUNN HERLUFSEN
-
Sælir félagar. :D
Ég byrjaði þennan þráð með því að HRÓSA öllum þeim sem að sýninguni komu.
Og að sjálfsögðu þurftu einhverjir að lesa þetta allt vitlaust.
Ég veit að það er skiljanlegt með suma, en Nonni tók þessu alla vega rétt og svaraði bara í sama. =D>
Enn og aftur FRÁBÆRT FRÁBÆRT FRÁBÆRT FRÁBÆRT hjá öllum sem að komu.
Heyrðu Auðunn ert þú líka í stjórninni. :?: :?: :?: :shock: :shock: :smt102 :smt098
(Já þetta er grín :!: :!: :!: #-o)
-
sælir.já auðvitað vinur hvað annað.þú stóðst þig líka vel vinur.sjaffi.
-
Þetta var mjög glæsileg sýning og gaman að fá að vera partur af henni. Ég þakka öllum sem komu að henni, þetta gerist ekki mikið flottara :D
-
Takk fyrir mig, og það var lítið. Mjög gaman að vera þarna og eyða helling af tíma þarna á röltinu :)
-
Já þetrta var frábært í alla staði. var reyndar vesen að fara með allt til og frá þurfti 2 bíla en vel þess virði :D mæti bara næst með bílinn gangfærann [-o< en gamann að vera partur af þessu og takk fyrir mig!!