Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: edsel on April 16, 2008, 20:58:36

Title: reikna út drif
Post by: edsel on April 16, 2008, 20:58:36
er einhver sem getur hjálpað mér að reikna út drifhlutföll í raminum hjá mér gegn smá gjaldi? þarf að skifta um að aftan en kann ekki að reikna út drifhlutföll :-(
Title: Re: reikna út drif
Post by: maxel on April 16, 2008, 21:14:51
Deilir tönnunum á pinhjólinu við kransinn
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 16, 2008, 21:55:11
hef nefnilega aldrei séð inní drif og veit ekki hvernig þetta lítur úr að innan :oops: þannig að mér þætti betra ef einhver vanur myndi getað verið viðstaddur, myndi að sjálfsögðu borga fyrir þetta
Title: Re: reikna út drif
Post by: maxel on April 16, 2008, 22:47:30
Opnaðu drifið þá fattaru þetta eins og skot.
Ef ekki taktu mynd og við útskýrum þetta.
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 16, 2008, 22:57:52
geri það
Title: Re: reikna út drif
Post by: Hardcore Racing on April 16, 2008, 23:32:11
Þarft ekki að telja,þetta stendur á kambinum oftastnær t.d 39-8  þá er það 39tennur á kamb en 8 á pinion og deilir
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 17, 2008, 08:31:02
athuga þetta þegar ég er búinn í skólanum í dag 8-) takk fyrir góð svör
Title: Re: reikna út drif
Post by: Dodge on April 17, 2008, 09:54:29
Tjakkar hann upp þannig að annað hjólið á viðkomandi hásingu sé á lofti, snýrð því einn hring og telur hvað pinjóninn fer marga hringi og deilir þeirri tölæu í 2.

td. Snýrð dekkinu einn hring, pinjón snýst 6,4 hringi, deilt í 2 = 3,2   
hlutfall 3.20:1
sem er sennilega tilfellið hjá þér.
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 17, 2008, 10:56:54
þannig, hélt að þetta væri mikið flóknara en þetta :oops: ætla að reyna að gera þetta á eftir
Title: Re: reikna út drif
Post by: Dodge on April 17, 2008, 12:27:13
Það er reyndar eitt í þessu, ef drifið hjá þér er soðið eða með læsingu þá lyftir báðum hjólunum og snýrð, fullvissar þig um að þau snúist bæði í sömu átt og þá deiliru ekki með 2.

Líklegasta drifið í þessu er 3.20 eða 3.50

Svo sá ég að þú varst að óska eftir varahlutum í dana 40  :roll:

Sennilegast er dana 44 að framan og 9 1/4 mopar að aftan.
hvort er þetta fram eða afturdrif sem um ræðir.
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 17, 2008, 23:12:09
afturdrif, síðasti eigandi sagði mér allavega að það væri dana 40 að aftan, enn Stebbi, ef þú vilt kíkja á hásinguna til að skera út um hvort það sé dana 40 eða 9 1/4 mopar að aftan þá máttu fara að skoða hann, stendur niðrá nettó plani
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 17, 2008, 23:18:04
og drifið er léttsoðið, brotnaði við reykspól hjá síðasta eiganda
Title: Re: reikna út drif
Post by: Anton Ólafsson on April 17, 2008, 23:19:33
og drifið er léttsoðið, brotnaði við reykspól hjá síðasta eiganda

Nú ert þú að fara með fleipur Edsel,

Annaðhvort er það linsoðið eða harðsoðið.
Title: Re: reikna út drif
Post by: maxel on April 17, 2008, 23:37:26
og drifið er léttsoðið, brotnaði við reykspól hjá síðasta eiganda

Nú ert þú að fara með fleipur Edsel,

Annaðhvort er það linsoðið eða harðsoðið.

 :smt045 :smt043
Title: Re: reikna út drif
Post by: Dodge on April 18, 2008, 09:51:43
Æji takk elskan... mig er lengi búið að langa að skoða þetta en bara hef aldrey þorað  8-[
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 18, 2008, 11:34:14
og drifið er léttsoðið, brotnaði við reykspól hjá síðasta eiganda

Nú ert þú að fara með fleipur Edsel,

Annaðhvort er það linsoðið eða harðsoðið.
:smt042 :smt042
Stebbi, þér er alltaf velkomið að fara að skoða hann, en þegar það reynir aðeins á afturdrifið þá smellur allsvakalega í því
Title: Re: reikna út drif
Post by: baldur on April 18, 2008, 12:40:40
Er þetta ekki bara no-spin?
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 18, 2008, 13:44:54
efast um það, en smellur mikið í no spin þegar það reynir á það?
Title: Re: reikna út drif
Post by: KiddiJeep on April 18, 2008, 17:56:20
Heyrðu drengur!!!
Útvegaðu þér gírolíu og pakkningarlím, farðu síðan með dall og kipptu lokinu af drifinu, ég vænti þess að þú áttir þig á til hvers dallurinn er.
Horfðu síðan vel og vandlega á það sem fyrir augu ber, hvort þér sýnist ekki allt vera í lagi, hvort þú sjáir eitthvað svarf í olíunni, hvort þú sjáir tannhjól í keisingunni (sem kamburinn boltast á), ef þú sérð þau, er búið að sjóða þau saman? Ef þú sérð þau ekki þá ertu með sennilega einhvers konar læsingu. Það væri kannski skynsamlegt að þú myndir taka svona eins og eina mynd og henda hingað inn. Ef þú síðan finnur ekkert athugavert þá geturðu skafið restina af gömlu pakkingunni af bæði hásingunni og lokinu, makað góðri rönd af pakkningarlími á lokið og skrúfað það á, og svo síðast en ekki síst sullað gírolíu inn um tappann á lokinu þar til þú kemur ekki meir á og farið út að leika.
Title: Re: reikna út drif
Post by: Belair on April 18, 2008, 18:02:57
og gleyma taka myndir og seta her inn (http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/195.gif)
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 18, 2008, 18:29:01
fer á eftir og tek mynd, læt svo ykkur sérfræðingana skoða þetta þar sem ég hef ekki hundsvit á drifi :oops:
Title: Re: reikna út drif
Post by: Ramcharger on April 25, 2008, 15:55:42
Það er alveg öruggt að sé 9 1/4 að aftan og Dana 44 að framan [-X
Orginal hlutföll voru 3:54 móti 1.
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 25, 2008, 16:37:43
ertu viss? allavega var mér sagt að það væri dana 40 að framan :smt017 :smt102
Title: Re: reikna út drif
Post by: Helgi on April 25, 2008, 23:13:16
Dana 40 er eftir því sem ég best veit ekki til.  Það er mjög gott spjaldið sem Fjallabílar Stál og Stansar gerðu með yfirliti yfir helstu hásingar:

http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/4011 (http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/4011)
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 25, 2008, 23:31:36
ég veit ekki hvað ég á að segja, en hvernig getur maður séð hvernig hásing þetta er?
Title: Re: reikna út drif
Post by: jeepcj7 on April 26, 2008, 00:23:02
Hérna eru smá dæmi http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/4011 (http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/4011)
Title: Re: reikna út drif
Post by: Halldór H. on April 28, 2008, 14:16:46
Það er 44 undir Raminum hjá þér.
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on April 28, 2008, 16:12:31
ok, takk fyrir, hélt kanski að það væri Crysler 9 1/4
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on May 02, 2008, 22:17:18
loksnins fór ég og tók myndir af hásingunum, vantar að vita hvað er framan á honum líka vegna þess að mig vantar líka hægri driföxulinn 8-[
aftur hásinginn
(http://i283.photobucket.com/albums/kk282/sfp_bucket/Picture422.jpg)
framm hásinginn
(http://i283.photobucket.com/albums/kk282/sfp_bucket/Picture423.jpg)
(http://i283.photobucket.com/albums/kk282/sfp_bucket/Picture424.jpg)
Title: Re: reikna út drif
Post by: Kristján Stefánsson on May 03, 2008, 00:10:03
það er Chrysler 9 1/4 að aftan og Dana 44 að framan :wink:
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on May 03, 2008, 00:23:31
ok, takk fyrir, en hvað er orginal drifið í Chrysler 9 1/4 og dana 44?
Title: Re: reikna út drif
Post by: Ramcharger on May 07, 2008, 07:22:40

Það er alveg öruggt að sé 9 1/4 að aftan og Dana 44 að framan
Orginal hlutföll voru 3:54 móti 1.
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on May 07, 2008, 13:03:49
í dana 44 eða?
Title: Re: reikna út drif
Post by: eva racing on May 07, 2008, 15:11:23
heyrðu kallinn..

   Hvað ætli sé original bensín á plast bensíntanki.????????????

    Sko  það er eitt að vera ungur annað að vera bara vi***** .
 Það er búið að marg segja þér þetta og þú heldur bara áfram....   
  Ef þú ert að spyrja ..... af hverju lestu þá ekki svörin....

  Dana 44 hásingar eru til undir allskonar bílum ford dodge jeep etc...  Og það er ekki til neitt original drif í dana 44..
 Heldur er drifhlutfallið ætlað í einhvern bíl, sem hásingin er þá væntanlega undir,,,..(hásingin er undir bílnum ef hann snýr rétt)
  Hásingin og drifið er Dana 44 að framan... (það er endinn sem getur breitt stefnu hjólanna)
  Hásingin og drifið er Chrysler 9.25" að aftan... það er endinn sem er með rauðu ljósunum..
   Og ef menn sem vit hafa segja þér að hlutfallið sé 3,54:1.....  Þá er það hlutfallið.
  Hvað er þá núna vandamálið...

Valur Vífilss 4 barna faðir.   


Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on May 07, 2008, 16:36:28
maður getur nú verið ungur og vitlaus, ég er nú ekki herra alvitur um bíla þó ég viti eitthvað um þá, ég veit eiginlega ekkert um hásingar eða drif nema hvar þetta er staðsett og hvað þetta gerir
Title: Re: reikna út drif
Post by: maxel on May 07, 2008, 18:10:10
(http://imagecache2.allposters.com/images/pic/153/424946~You-Got-Served-Posters.jpg)
Title: Re: reikna út drif
Post by: Lenni Mullet on May 08, 2008, 22:34:40
Snildar orðað frá Evu Racing en ég verð að bætta örlítið við má ég spyrja Edsel af einu hérna

þú ert ekki með kennitölu er það nokkuð?
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on May 08, 2008, 23:14:15
jú, afhverju?
Title: Re: reikna út drif
Post by: Lenni Mullet on May 09, 2008, 09:35:50
nei bara svona datt það í hug svona miðað við allan þennan póst hjá þér og svörinn sem þú færð.

ég spyr aðeins í sakleysi mínu. en hvað er samt málið með þennan Ram Charger á ekkert að fara að henda þessu drasli á götuna eða er eitthvað fútt í þessu drasli?
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on May 09, 2008, 10:44:18
ælta að reyna að koma þessu í stand, en það gengur ekki vel :oops: :cry: missti aðstöðuna sem ég var með og þurti að fara með hann útí sveit og þar sem naðran mín er ekki í í ökuhæfu standi þá get ég ekki unnið í honum eins og er
Title: Re: reikna út drif
Post by: Lenni Mullet on May 09, 2008, 17:48:37
Guð minn

hvað er að þessu sem er svona risalegt ? er ekki hægt að berja þetta í gang eða?
Title: Re: reikna út drif
Post by: edsel on May 09, 2008, 18:00:25
þarf að pússa og mála á nokkrum stöðum, skifta um einhver tannhjól í afturdrifinu, og skifta um hjöruliðskross að framan og laga smá ryð, ekkert alvarlegt samt, ekkert að honum vélarlega séð