Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Gustur RS on June 22, 2008, 02:34:07

Title: Rauður reykur
Post by: Gustur RS on June 22, 2008, 02:34:07
Jæja, sælir

Mér liggurt mikið á hjarta að fá að vita hvað menn eru að fá þessi dekk sem mynda þennan fallega rauða/bleyka reyk
þegar þeim er snúið hraðar en jarðvegurinn undir þeim.
Ég hef séð þetta í nokkrum myndböndum á netinu en ekki mikið hérna heima, svona núna í sumar hef ég séð þrjá bíla á þessu.
Er ekki einhver hérna sem getur upplýst mig um þetta.

p.s.
 Vantar Mustang eigandanum ekkert að losna við sín dekk, hann notar þau nú ekki mikið núna er það ??? :D
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 22, 2008, 03:01:34
Held að N1 hafi verið með þetta.
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Kristján Skjóldal on June 22, 2008, 10:54:33
 já þetta fæst hjá N1
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Valli Djöfull on June 22, 2008, 21:28:22
Kumho Ecsta MX-C

Til í litum og LYKTUM!  :lol:

Hver vill ekki hafa Lavender (veit ekki hvað það er á ísl) lykt af reyknum?
(http://www.weblogsinc.com/common/images/3060000000052831.JPG?0.740187958237117)
(http://www.theflowerexpert.com/media/images/giftflowers/flowersandfragrances/specificflowerfragrances/lavender/lavender6.jpg)

Eða Rósmarín lykt?  :lol:
(http://www.weblogsinc.com/common/images/3060000000052836.JPG?0.7224063832425301)
(http://www.veggiegardeningtips.com/wp-content/uploads/2007/07/rosemary-herb.jpg)
Title: Re: Rauður reykur
Post by: erling on June 23, 2008, 12:19:19
er ekki til vanilu  :shock: :mrgreen:
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Skari™ on June 23, 2008, 13:09:49
Hahaha djöfullsins snilld, nú geta kellingarnar hætt að kvarta yfir vondri lykt af dekkjareyk :lol:
Myndi samt aldrei kaupa svona því ég elska dekkjalykt 8-)
Title: Re: Rauður reykur
Post by: RagnarH. on June 24, 2008, 19:02:19
eru þessi dekk alveg jafn örugg og venjuleg dekk ? eða er þetta einungis ætlað sem svona show off ?
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Valli Djöfull on June 24, 2008, 19:19:52
eru þessi dekk alveg jafn örugg og venjuleg dekk ? eða er þetta einungis ætlað sem svona show off ?
Þau eru merkt ef ég man rétt "Track use only"..  Ekki leyfð á götum minnir mig einhvernvegin..
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Gustur RS on June 25, 2008, 20:35:44
En hvarnig er það, endast þau eitthvað eða er þetta bara drasl ???
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Corradon on June 25, 2008, 22:30:16
En hvarnig er það, endast þau eitthvað eða er þetta bara drasl ???

Hönnuð til að reykja þeim... svo endingin fer alfarið eftir því hvað er gaman hjá þér.  :lol:
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Porsche-Ísland on June 26, 2008, 14:06:36
En hvarnig er það, endast þau eitthvað eða er þetta bara drasl ???

Þessi dekk endast mjög vel í drift og hafa bara komið vel út. Þau eru trúlega bönnuð á götunum vegna hversu þykks reyks þau mynda.
Title: Re: Rauður reykur
Post by: SaebTheMan on July 17, 2008, 21:08:49
Sá þetta mökk þarna á Bílar Sport sýningunni og fannst nú ekki merkilegt, allavega var einhver sparnaður í gangi því þeir leyfðu einum að þrykkja eftir að hafa auglýst "BurnOut í boði N1" í amk. 3 vikur í útvarpinu.

Annars var þetta eina "þrykk" ágætlega töff.
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Anton Ólafsson on July 17, 2008, 23:30:11
Sá þetta mökk þarna á Bílar Sport sýningunni og fannst nú ekki merkilegt, allavega var einhver sparnaður í gangi því þeir leyfðu einum að þrykkja eftir að hafa auglýst "BurnOut í boði N1" í amk. 3 vikur í útvarpinu.

Annars var þetta eina "þrykk" ágætlega töff.

Það kemur vel rautt úr þeim

(http://farm4.static.flickr.com/3194/2678629180_fc01818fa1.jpg)
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Valli Djöfull on July 18, 2008, 17:24:29
Það þurfti bara alvöru bíl í þetta  :lol:
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Belair on July 18, 2008, 19:48:08
þetta er nú photoshop legt  :lol:
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Anton Ólafsson on July 19, 2008, 02:12:32
þetta er nú photoshop legt  :lol:


Ekki þessi

(http://farm4.static.flickr.com/3174/2678617374_b43b93cf99.jpg)
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Belair on July 19, 2008, 02:23:33
(http://www.zwatla.com/emo/2007/gros-emoticones-002/171.gif)
Title: Re: Rauður reykur
Post by: Geir-H on July 20, 2008, 23:07:38
Svo var þetta bleikur reykur þegar að fór að rjúka hvítur reykur úr húddinu á tönginni líka,
Title: Re: Rauður reykur
Post by: einarak on July 22, 2008, 00:11:09
þetta er nú photoshop legt  :lol:


Ekki þessi

(http://farm4.static.flickr.com/3174/2678617374_b43b93cf99.jpg)

svo þetta er úr dekkjunum, ég hélt að þetta væri úr iðrunum á Henry  :shock: