Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: edsel on June 29, 2008, 15:25:09

Title: umboð
Post by: edsel on June 29, 2008, 15:25:09
hver er með umboð fyrir Dodge hér á landi? þarf að panta nokkra hluti í ramcharger en finn ekki hver er með umboð fyrir Dodge hér á landi
Title: Re: umboð
Post by: -Siggi- on June 29, 2008, 15:41:17
Ræsir og H Jónsson geta útvegað alla varahluti í Dodge.
Title: Re: umboð
Post by: edsel on June 29, 2008, 18:50:10
tékka á því, takk fyrir
Title: Re: umboð
Post by: Pababear on July 02, 2008, 10:25:00
Líka Bílabúð Benna en ég hef fengið varahluti í Dodge inn minn þar....
Title: Re: umboð
Post by: edsel on July 13, 2008, 00:32:55
ok, vantar nefnilega spindilkúlu, öxulhosu og hjöruliðskross, bara þessir venjulegu slithlutir
Title: Re: umboð
Post by: Addi on July 13, 2008, 13:17:01
H. Jónsson eru líklegir til að redda þér ;)
Title: Re: umboð
Post by: edsel on July 13, 2008, 13:31:09
H. Jónsson eru líklegir til að redda þér ;)
hvar er það staðsett?
Title: Re: umboð
Post by: Lindemann on July 13, 2008, 13:35:07
H. Jónsson eru líklegir til að redda þér ;)
hvar er það staðsett?

smiðjuvegi 34

við hliðina á bíljöfur
Title: Re: umboð
Post by: edsel on July 13, 2008, 13:38:08
tékka á þessu, takk fyrir
Title: Re: umboð
Post by: KiddiJeep on July 18, 2008, 00:51:31
Fyrirgefðu en hvar finnur þú öxulhosu í Ram Charger? Ertu að tala um gúmmíið sem er á spindilkúlunni eða...???
Spindilkúlurnar færðu nánast hvar sem er, N1, Stilling, H Jónsson, Stál og Stansar, Jeppasmiðjan Ljónsstöðum... þetta Dana 44 dót er allt eins. Eins er með hjöruliðskrossinn.
En svona til að útskýra aðeins. Öxulhosur koma utan um kúluliði, oftast á klafabílum en líka í sumum Cherokee. Ég þori hins vegar að fullyrða að Raminn sé ekki með kúluliði í framöxlunum, heldur gömlu góðu hjöruliðskrossana, og utan um þá kemur engin hosa...
Title: Re: umboð
Post by: edsel on July 18, 2008, 11:09:02
mér var sagt að hann hafi fengið endurskoðun útá einhverja öxulhosu en það getur verið að það hafi bara verið eitthvað rugl, en ég skal alveg fullyrða það að það eru hjöruliðskrossar að framan