Fyrirgefðu en hvar finnur þú öxulhosu í Ram Charger? Ertu að tala um gúmmíið sem er á spindilkúlunni eða...???
Spindilkúlurnar færðu nánast hvar sem er, N1, Stilling, H Jónsson, Stál og Stansar, Jeppasmiðjan Ljónsstöðum... þetta Dana 44 dót er allt eins. Eins er með hjöruliðskrossinn.
En svona til að útskýra aðeins. Öxulhosur koma utan um kúluliði, oftast á klafabílum en líka í sumum Cherokee. Ég þori hins vegar að fullyrða að Raminn sé ekki með kúluliði í framöxlunum, heldur gömlu góðu hjöruliðskrossana, og utan um þá kemur engin hosa...